Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Atli Ísleifsson skrifar 23. maí 2025 13:45 Valgerður Hrund Skúladóttir stofnaði Sensa ásamt öðrum árið 2002. Valgerður Hrund Skúladóttir, einn af stofnendum upplýsingatæknifyrirtækisins Sensa og framkvæmdastjóri frá upphafi, hefur ákveðið að láta af störfum þann 31. ágúst 2025. Frá þessu er greint í tilkynningu frá félaginu. Þar kemur fram að hún muni þó ekki alfarið segja skilið við félagið, heldur taka sæti í stjórn Sensa. Guðmundur Stefán Björnsson, sem hefur gegnt stöðu öryggisstjóra og verið leiðtogi upplýsingatæknimála, tekur við framkvæmdastjórastöðunni 1. september 2025. „Frá stofnun félagsins árið 2002 hefur Valgerður verið í lykilhlutverki í uppbyggingu og þróun fyrirtækisins. Undir hennar forystu hefur Sensa vaxið og dafnað, og er í dag 160 manna þjónustufyrirtæki, með starfsfólk í 12 löndum, sem sérhæfir sig í hýsingar- og rekstrarþjónustu, innviðalausnum og sérfræðiþjónustu fyrir fyrirtæki. Síminn keypti félagið árið 2007 og seldi það svo alþjóðlega upplýsingatæknifyrirtækinu Crayon, árið 2020, sem er eigandi þess í dag,“ segir í tilkynningunni. Guðmundur Stefán Björnsson tekur við framkvæmdastjórastöðunni í lok sumars. Guðmundur Stefán hefur verið stjórnandi hjá Sensa í tíu ár og var þar áður starfsmaður og stjórnandi hjá Símanum í átján ár, þar af fimm ár í framkvæmdastjórn. „Hann hefur gegnt lykilhlutverki innan félagsins allt frá því að upplýsingatæknisvið Símans sameinaðist Sensa. Guðmundur Stefán þekkir því fyrirtækið vel og er í kjörinni stöðu til að leiða það inn í næsta þróunarskeið.“ Haft er eftir Valgerði Hrund að þegar hún líti til baka á þessa 23 ára vegferð með Sensa þá fyllist hún stolti yfir því sem starfsmenn hafi skapað saman. „Það hefur verið ómetanlegt að vinna með frábæru teymi sem hefur sýnt ótrúlega elju og sköpunargleði. Nú er rétti tíminn til að afhenda keflið til Guðmundar Stefáns, sem ég treysti til að leiða fyrirtækið inn í næsta kafla með nýjum hugmyndum og krafti. Það krefst hugrekkis að takast á við ný hlutverk og breyta hlutunum - því það er svo mikilvægt í okkar bransa. Ég hlakka til að fylgjast með áframhaldandi vexti og árangri Sensa,“ segir Valgerður. Samhliða framkvæmdastjóraskiptunum mun Steingrímur Óskarsson taka við sem öryggisstjóri Sensa. Steingrímur hefur starfað í tæknigeiranum í yfir 25 ár og sinnt bæði rekstri og ráðgjöf. Undanfarin ár hefur hann starfað innan Sensa við viðskiptaþróun og ráðgjöf til lykilviðskiptavina. Vistaskipti Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá félaginu. Þar kemur fram að hún muni þó ekki alfarið segja skilið við félagið, heldur taka sæti í stjórn Sensa. Guðmundur Stefán Björnsson, sem hefur gegnt stöðu öryggisstjóra og verið leiðtogi upplýsingatæknimála, tekur við framkvæmdastjórastöðunni 1. september 2025. „Frá stofnun félagsins árið 2002 hefur Valgerður verið í lykilhlutverki í uppbyggingu og þróun fyrirtækisins. Undir hennar forystu hefur Sensa vaxið og dafnað, og er í dag 160 manna þjónustufyrirtæki, með starfsfólk í 12 löndum, sem sérhæfir sig í hýsingar- og rekstrarþjónustu, innviðalausnum og sérfræðiþjónustu fyrir fyrirtæki. Síminn keypti félagið árið 2007 og seldi það svo alþjóðlega upplýsingatæknifyrirtækinu Crayon, árið 2020, sem er eigandi þess í dag,“ segir í tilkynningunni. Guðmundur Stefán Björnsson tekur við framkvæmdastjórastöðunni í lok sumars. Guðmundur Stefán hefur verið stjórnandi hjá Sensa í tíu ár og var þar áður starfsmaður og stjórnandi hjá Símanum í átján ár, þar af fimm ár í framkvæmdastjórn. „Hann hefur gegnt lykilhlutverki innan félagsins allt frá því að upplýsingatæknisvið Símans sameinaðist Sensa. Guðmundur Stefán þekkir því fyrirtækið vel og er í kjörinni stöðu til að leiða það inn í næsta þróunarskeið.“ Haft er eftir Valgerði Hrund að þegar hún líti til baka á þessa 23 ára vegferð með Sensa þá fyllist hún stolti yfir því sem starfsmenn hafi skapað saman. „Það hefur verið ómetanlegt að vinna með frábæru teymi sem hefur sýnt ótrúlega elju og sköpunargleði. Nú er rétti tíminn til að afhenda keflið til Guðmundar Stefáns, sem ég treysti til að leiða fyrirtækið inn í næsta kafla með nýjum hugmyndum og krafti. Það krefst hugrekkis að takast á við ný hlutverk og breyta hlutunum - því það er svo mikilvægt í okkar bransa. Ég hlakka til að fylgjast með áframhaldandi vexti og árangri Sensa,“ segir Valgerður. Samhliða framkvæmdastjóraskiptunum mun Steingrímur Óskarsson taka við sem öryggisstjóri Sensa. Steingrímur hefur starfað í tæknigeiranum í yfir 25 ár og sinnt bæði rekstri og ráðgjöf. Undanfarin ár hefur hann starfað innan Sensa við viðskiptaþróun og ráðgjöf til lykilviðskiptavina.
Vistaskipti Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent