Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. maí 2025 12:02 Sindri Freyr Ásgeirsson varaforseti SÍNE. Vísir/Arnar Samband íslenskra námsmanna erlendis hvetur íslenska nemendur við Harvard háskóla til þess að hafa samband, í kjölfar þess að Bandaríkjastjórn tilkynnti forsvarsmönnum skólans í gær að heimild skólans til þess að taka við nemendum erlendis frá hafi verið felld úr gildi. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta tilkynnti forsvarsmönnum Harvard háskóla í gær að heimild skólans til þess að taka við erlendum nemendum hefði verið felld úr gildi. Segir í tilkynningu frá heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna að það feli í sér að erlendir nemendur í skólanum þurfi að finna sér nýja skóla, annars muni þeir missa landvistarleyfi sitt. Ríkisstjórn Trump hefur að undanförnu gengið hart fram gegn skólanum eftir að stjórnendur hans neituðu að verða við kröfum um breytingar á stjórnarháttum, ráðningum og inntökuskilyrðum. Sindri Freyr Ásgeirsson varaforseti Sambands íslenskra námsmanna erlendis segir sambandið fylgjast vel með stöðunni. „Þetta kemur manni vissulega á óvart en því miður hefur stefnt í þetta í smá tíma eftir að Trump tók við, við erum ennþá bara að reyna að skilja hvað þetta nákvæmlega þýðir fyrir þá nemendur sem eru úti og fyrir þá nemendur sem eru að fara og erum að reyna að átta okkur betur á stöðunni. Við hvetjum nemendur bæði þá sem eru í umsóknarferli og þá sem eru úti til þess að hafa samband við okkur þannig við getum betur áttað okkur á stöðunni.“ Hann segir sambandið ekki með heildstæðan lista yfir fjölda nemenda í hverjum skóla fyrir sig en hafi sett sig í samband við nemendur úti til að átta sig á stöðunni. Ljóst sé að miklir hagsmunir séu í húfi fyrir nemendurna. „Þetta er náttúrulega gríðarlegt högg og fyrir nemendur sem kannski eru búnir að leggja mikið á sig til að komast í skólann og eins og þú segir borga gríðarlegar upphæðir að þá er þetta mikið högg og við erum að reyna að átta okkur betur á því hvað þetta nákvæmlega þýði, hvort nemendur séu úti og séu jafnvel á síðasta ári, hvort þeir geti klárað og annað slíkt en jú þetta er augljóslega gríðarlegt högg fyrir nemendur sem hafa lagt mikinn pening og tíma í það að stunda nám við þennan háskóla.“ Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta tilkynnti forsvarsmönnum Harvard háskóla í gær að heimild skólans til þess að taka við erlendum nemendum hefði verið felld úr gildi. Segir í tilkynningu frá heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna að það feli í sér að erlendir nemendur í skólanum þurfi að finna sér nýja skóla, annars muni þeir missa landvistarleyfi sitt. Ríkisstjórn Trump hefur að undanförnu gengið hart fram gegn skólanum eftir að stjórnendur hans neituðu að verða við kröfum um breytingar á stjórnarháttum, ráðningum og inntökuskilyrðum. Sindri Freyr Ásgeirsson varaforseti Sambands íslenskra námsmanna erlendis segir sambandið fylgjast vel með stöðunni. „Þetta kemur manni vissulega á óvart en því miður hefur stefnt í þetta í smá tíma eftir að Trump tók við, við erum ennþá bara að reyna að skilja hvað þetta nákvæmlega þýðir fyrir þá nemendur sem eru úti og fyrir þá nemendur sem eru að fara og erum að reyna að átta okkur betur á stöðunni. Við hvetjum nemendur bæði þá sem eru í umsóknarferli og þá sem eru úti til þess að hafa samband við okkur þannig við getum betur áttað okkur á stöðunni.“ Hann segir sambandið ekki með heildstæðan lista yfir fjölda nemenda í hverjum skóla fyrir sig en hafi sett sig í samband við nemendur úti til að átta sig á stöðunni. Ljóst sé að miklir hagsmunir séu í húfi fyrir nemendurna. „Þetta er náttúrulega gríðarlegt högg og fyrir nemendur sem kannski eru búnir að leggja mikið á sig til að komast í skólann og eins og þú segir borga gríðarlegar upphæðir að þá er þetta mikið högg og við erum að reyna að átta okkur betur á því hvað þetta nákvæmlega þýði, hvort nemendur séu úti og séu jafnvel á síðasta ári, hvort þeir geti klárað og annað slíkt en jú þetta er augljóslega gríðarlegt högg fyrir nemendur sem hafa lagt mikinn pening og tíma í það að stunda nám við þennan háskóla.“
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Sjá meira