Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2025 14:30 Ingunn Jónsdóttir starfaði sem frjósemislæknir hjá Livio en opnaði svo frjósemisstofnuna Sunnu. Frjósemismiðstöðin Livio hefur verið dæmd til að greiða fyrrverandi starfsmanni á þriðja tug milljóna króna. Ekki þótti sannað að Ingunn Jónsdóttir hefði brotið skilyrði um að stofna ekki eigin frjósemisstofu sem voru að finna í samningi Ingunnar við Livio. Ingunn er í dag eigandi frjósemismiðstöðvarinnar Sunnu ásamt eiginmanni sínum Þóri Harðarsyni. Hún starfaði sem frjósemislæknir hjá Livio þar til sumarið 2019 þegar henni var sagt upp störfum. Ingunn taldi uppsögnina ólögmæta og höfðaði mál gegn Livio. Þar krafðist hún þess að Livio yrði gert að greiða henni út 19 prósenta hlut hennar í félaginu. Málinu lauk með sátt en í henni fólst að óháður aðili yrði fenginn til að meta virði hlutarins sem reyndist tæplega 119 milljónir. Samkeppnishömlur í þriggja ára samningi Samkvæmt samningnum fékk Ingunn áttatíu prósent fjárins greiddar strax en tuttugu prósent eftir þrjú ár stæði hún við samning við Livio. Samningurinn átti að tryggja að Ingunn gæti ekki farið í samkeppni við Livio á næstu þremur árum, nælt í viðskiptavini frá Livio eða ráðið starfsfólk þaðan. Samningurinn tók gildi 1. febrúar 2021. Þórir eiginmaður Ingunnar stofnaði félag snemma árs 2023 og svo annað, Evuhús, í desember 2023. Tilgangur fyrra félagsins var sagður heilbrigðisþjónusta og þess síðara var frjósemismiðstöð. Livio taldi að með þessu hefði Ingunn rofið samkomulagið enda töldu þau fullvíst að hún væri með í ráðum við stofnun félaganna. Því ætti hún ekki rétt á tuttugu prósenta greiðslunni sem eftir stóð. Héraðsdómur Reykjavíkur leit til þess að nafn Ingunnar væri hvergi að finna í tengslum við félögin tvö á því þriggja ára tímabili sem samkomulag hennar við Livio var í gildi. Gögn frá heilbrigðisráðuneytinu staðfestu auk þess að 1. febrúar 2024, þegar samkomulagið rann út, var Livio eitt fyrirtækja með leyfi til að framkvæma tæknifrjóvganir og hafði verið árin þrjú á undan. Engar sannanir um þátttöku Ingunnar Það hefði verið fyrst í mars 2024 sem nokkuð hefði birst um að Ingunn væri þátttakandi í undirbúningi opnunar nýrrar frjósemismiðstöðvar, í færslu á Facebook og frétt á Vísi. Þá var hálfur annar mánuður liðinn frá því að samkeppnishömlurnar liðu undir lok. Héraðsdómur taldi að athafnir Þóris eiginmanns Ingunnar teldust ekki til brota á samningnum. Ingunn væri ekki samsömuð eiginmanni sínum þótt fyrirtæki hans kynni að teljast tengdur aðili. Athafnir hans gætu ekki leitt til ályktana um að Ingunn hefði fyrirgert rétti sínum til greiðslunnar. Þá hefði Livio ekki sannað að Ingunn hefði tekið þátt í undirbúningi frjósemismiðstöðvarinnar. Var Livio dæmt til að greiða Ingunni tæplega 25 milljónir króna sem voru eftirstöðvar samningsins og um leið á aðra milljón króna í málskostnað. Frjósemismiðstöðin Sunna var opnuð haustið 2024 og er í samkeppni við Livio á sviði tæknifrjóvgunaraðgerða. Frjósemi Heilbrigðismál Dómsmál Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Sjá meira
Ingunn er í dag eigandi frjósemismiðstöðvarinnar Sunnu ásamt eiginmanni sínum Þóri Harðarsyni. Hún starfaði sem frjósemislæknir hjá Livio þar til sumarið 2019 þegar henni var sagt upp störfum. Ingunn taldi uppsögnina ólögmæta og höfðaði mál gegn Livio. Þar krafðist hún þess að Livio yrði gert að greiða henni út 19 prósenta hlut hennar í félaginu. Málinu lauk með sátt en í henni fólst að óháður aðili yrði fenginn til að meta virði hlutarins sem reyndist tæplega 119 milljónir. Samkeppnishömlur í þriggja ára samningi Samkvæmt samningnum fékk Ingunn áttatíu prósent fjárins greiddar strax en tuttugu prósent eftir þrjú ár stæði hún við samning við Livio. Samningurinn átti að tryggja að Ingunn gæti ekki farið í samkeppni við Livio á næstu þremur árum, nælt í viðskiptavini frá Livio eða ráðið starfsfólk þaðan. Samningurinn tók gildi 1. febrúar 2021. Þórir eiginmaður Ingunnar stofnaði félag snemma árs 2023 og svo annað, Evuhús, í desember 2023. Tilgangur fyrra félagsins var sagður heilbrigðisþjónusta og þess síðara var frjósemismiðstöð. Livio taldi að með þessu hefði Ingunn rofið samkomulagið enda töldu þau fullvíst að hún væri með í ráðum við stofnun félaganna. Því ætti hún ekki rétt á tuttugu prósenta greiðslunni sem eftir stóð. Héraðsdómur Reykjavíkur leit til þess að nafn Ingunnar væri hvergi að finna í tengslum við félögin tvö á því þriggja ára tímabili sem samkomulag hennar við Livio var í gildi. Gögn frá heilbrigðisráðuneytinu staðfestu auk þess að 1. febrúar 2024, þegar samkomulagið rann út, var Livio eitt fyrirtækja með leyfi til að framkvæma tæknifrjóvganir og hafði verið árin þrjú á undan. Engar sannanir um þátttöku Ingunnar Það hefði verið fyrst í mars 2024 sem nokkuð hefði birst um að Ingunn væri þátttakandi í undirbúningi opnunar nýrrar frjósemismiðstöðvar, í færslu á Facebook og frétt á Vísi. Þá var hálfur annar mánuður liðinn frá því að samkeppnishömlurnar liðu undir lok. Héraðsdómur taldi að athafnir Þóris eiginmanns Ingunnar teldust ekki til brota á samningnum. Ingunn væri ekki samsömuð eiginmanni sínum þótt fyrirtæki hans kynni að teljast tengdur aðili. Athafnir hans gætu ekki leitt til ályktana um að Ingunn hefði fyrirgert rétti sínum til greiðslunnar. Þá hefði Livio ekki sannað að Ingunn hefði tekið þátt í undirbúningi frjósemismiðstöðvarinnar. Var Livio dæmt til að greiða Ingunni tæplega 25 milljónir króna sem voru eftirstöðvar samningsins og um leið á aðra milljón króna í málskostnað. Frjósemismiðstöðin Sunna var opnuð haustið 2024 og er í samkeppni við Livio á sviði tæknifrjóvgunaraðgerða.
Frjósemi Heilbrigðismál Dómsmál Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu