Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Kjartan Kjartansson skrifar 22. maí 2025 12:22 Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, lét svipuna ganga og fékk þinglflokk sinn til þess að samþykkja frumvarp Bandaríkjaforseta þrátt fyrir efasemdir margra þeirra. AP/Rod Lamkey yngri Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í nótt umfangsmikið frumvarp sem felur í sér um 4,5 billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála. Milljónir manna eru taldar missa aðgang að heilbrigðisþjónustu og mataraðstoð verði frumvarpið að lögum. Helstu stefnumál Repúblikanaflokksins og Bandaríkjaforseta er að finna í frumvarpinu sem gekk undir heitinu „Eitt stórt fallegt frumvarp“. Hryggjarstykkið í því er framlenging á skattalækkunum upp á 4,5 billjónir (milljónir milljóna) dollara sem voru fyrst samþykktar á fyrra kjörtímabili núverandi forseta árið 2017 að viðbættum nýjum lækkunum sem hann lofaði í kosningabaráttu sinni í fyrra. Frumvarpið var samþykkt með eins atkvæðis mun en tveir repúblikanar greiddu atkvæði með demókrötum gegn því. Þingmaður demókrataflokksins lést í vikunni og mögulegt að andlát hans hafi gert repúblikönum mögulegt að koma frumvarpinu í gegn. Þingmenn demókrata kölluðu frumvarpið „eitt ljótt frumvarp“ í umræðum um það í nótt. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, fullyrti aftur á móti að það kæmi Bandaríkjamönnum aftur á sigurbraut. Frumvarpið gengur nú til öldungadeildarinnar þar sem repúblikanar hafa einnig meirihluta. Einfaldan meirihluta þarf til þess að samþykkja það þar. Slæmt fyrir lágtekjufólk, gott fyrir hátekjufólk Til þess að stoppa upp í gatið í fjárlögum samþykktu repúblikanar að skera Medicaid, opinbera heilbrigðisþjónustu alríkisstjórnarinnar, og matarmiða lágtekjufólks verulega niður. Með frumvarpinu yrðu settar kröfur um vinnuskyldu fyrir þá sem þiggja þjónustuna. Þá felldi frumvarpið úr gildi skattaívilnanir til grænnar orku sem demókratar samþykktu í forsetatíð Joes Biden. Repúblikanar afneita loftslagsvísindum og eru á móti endurnýjanlegum orkugjöfum að miklu leyti. Bandaríska þinghúsið þar sem repúblikanar í fulltrúadeildinni samþykktu risavaxið frumvarp um tekjur og útgjöld alríkisstjórnarinnar í nótt.Vísir/EPA Fjárlagaskrifstofa Bandaríkjaþings, óháð ráðgjafarstofnun, áætlar að með frumvarpinu missi um 8,6 milljónir Bandaríkjamanna aðgang að heilbrigðisþjónustu og þrjár milljónir manna matarmiða, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá telur hún að skattkerfisbreytingarnar sem frumvarpið felur í sér verði kjarabót fyrir hæstu tekjuhópana en að þeir sem hafa lægstu tekjurnar þurfi að greiða meira í skatt. Bætir billjónum við fjárlagahallann Repúblikanar hafa ítrekað hótað því að stöðva rekstur alríkisstjórnarinnar til þess að knýja fram niðurskurð á ríkisútgjöldum síðasta rúma áratuginn. Það er vegna áhyggna þeirra af gríðarlegum fjárlagahalla bandaríska ríkissjóðsins. Skattalækkanirnar sem þeir samþykktu í nótt eru taldar fela í sér 3,8 billjóna dollara aukningu á hallanum næsta áratuginn. Niðurskurðurinn til Medicaid, matarmiðanna og annarar almannaþjónustu gæti dregið úr halla um billjón dollara. Það kostaði enda Mike Johnson, forseta fulltrúadeildarinnar, blóð, svita og tár að fá allan þingflokk sinn til þess að greiða atkvæði með frumvarpinu. Stíf fundarhöld hafa átt sér stað, jafnvel langt fram á nætur. Forsetinn hitti þingflokkinn meðal annars á þriðjudag en Hvíta húsið varaði þingmenn flokksins við því að það væru hin mestu svik ef þeir samþykktu ekki frumvarp forsetans. Auk kostnaðarins við skattalækkanirnar felur frumvarpið í sér um 350 milljarða dollara útgjaldaaukningu, að stærstum hluta til varnarmálaráðuneytisins. Þeir 150 milljarðar dollara sem fara til þess fara annars vegar í eldflaugavarnarkerfi að ísraelskri fyrirmynd og til fjöldabrottvísana á innflytjendum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Sjá meira
Helstu stefnumál Repúblikanaflokksins og Bandaríkjaforseta er að finna í frumvarpinu sem gekk undir heitinu „Eitt stórt fallegt frumvarp“. Hryggjarstykkið í því er framlenging á skattalækkunum upp á 4,5 billjónir (milljónir milljóna) dollara sem voru fyrst samþykktar á fyrra kjörtímabili núverandi forseta árið 2017 að viðbættum nýjum lækkunum sem hann lofaði í kosningabaráttu sinni í fyrra. Frumvarpið var samþykkt með eins atkvæðis mun en tveir repúblikanar greiddu atkvæði með demókrötum gegn því. Þingmaður demókrataflokksins lést í vikunni og mögulegt að andlát hans hafi gert repúblikönum mögulegt að koma frumvarpinu í gegn. Þingmenn demókrata kölluðu frumvarpið „eitt ljótt frumvarp“ í umræðum um það í nótt. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, fullyrti aftur á móti að það kæmi Bandaríkjamönnum aftur á sigurbraut. Frumvarpið gengur nú til öldungadeildarinnar þar sem repúblikanar hafa einnig meirihluta. Einfaldan meirihluta þarf til þess að samþykkja það þar. Slæmt fyrir lágtekjufólk, gott fyrir hátekjufólk Til þess að stoppa upp í gatið í fjárlögum samþykktu repúblikanar að skera Medicaid, opinbera heilbrigðisþjónustu alríkisstjórnarinnar, og matarmiða lágtekjufólks verulega niður. Með frumvarpinu yrðu settar kröfur um vinnuskyldu fyrir þá sem þiggja þjónustuna. Þá felldi frumvarpið úr gildi skattaívilnanir til grænnar orku sem demókratar samþykktu í forsetatíð Joes Biden. Repúblikanar afneita loftslagsvísindum og eru á móti endurnýjanlegum orkugjöfum að miklu leyti. Bandaríska þinghúsið þar sem repúblikanar í fulltrúadeildinni samþykktu risavaxið frumvarp um tekjur og útgjöld alríkisstjórnarinnar í nótt.Vísir/EPA Fjárlagaskrifstofa Bandaríkjaþings, óháð ráðgjafarstofnun, áætlar að með frumvarpinu missi um 8,6 milljónir Bandaríkjamanna aðgang að heilbrigðisþjónustu og þrjár milljónir manna matarmiða, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá telur hún að skattkerfisbreytingarnar sem frumvarpið felur í sér verði kjarabót fyrir hæstu tekjuhópana en að þeir sem hafa lægstu tekjurnar þurfi að greiða meira í skatt. Bætir billjónum við fjárlagahallann Repúblikanar hafa ítrekað hótað því að stöðva rekstur alríkisstjórnarinnar til þess að knýja fram niðurskurð á ríkisútgjöldum síðasta rúma áratuginn. Það er vegna áhyggna þeirra af gríðarlegum fjárlagahalla bandaríska ríkissjóðsins. Skattalækkanirnar sem þeir samþykktu í nótt eru taldar fela í sér 3,8 billjóna dollara aukningu á hallanum næsta áratuginn. Niðurskurðurinn til Medicaid, matarmiðanna og annarar almannaþjónustu gæti dregið úr halla um billjón dollara. Það kostaði enda Mike Johnson, forseta fulltrúadeildarinnar, blóð, svita og tár að fá allan þingflokk sinn til þess að greiða atkvæði með frumvarpinu. Stíf fundarhöld hafa átt sér stað, jafnvel langt fram á nætur. Forsetinn hitti þingflokkinn meðal annars á þriðjudag en Hvíta húsið varaði þingmenn flokksins við því að það væru hin mestu svik ef þeir samþykktu ekki frumvarp forsetans. Auk kostnaðarins við skattalækkanirnar felur frumvarpið í sér um 350 milljarða dollara útgjaldaaukningu, að stærstum hluta til varnarmálaráðuneytisins. Þeir 150 milljarðar dollara sem fara til þess fara annars vegar í eldflaugavarnarkerfi að ísraelskri fyrirmynd og til fjöldabrottvísana á innflytjendum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Sjá meira