Skera niður til að mæta launahækkunum Árni Sæberg skrifar 22. maí 2025 11:04 Almar Guðmundsson er bæjarstjóri Garðabæjar. Aðgerðirnar fela meðal annars í sér frystingu á launum hans. Stöð 2/arnar Garðabær hefur ákveðið að ráðast í aukna hagræðingu upp á 83 milljónir króna á árinu 2025 til að mæta kostnaðarauka vegna nýrra kjarasamninga. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að tillögurnar hafi verið kynntar bæjarráði á fundi þriðjudaginn 20. maí af bæjarstjóra, Almari Guðmundssyni. Þegar hafi verið gert ráð fyrir 200 milljóna króna hagræðingu sem hluta af fjárhagsáætlun Garðabæjar 2025. Alls nemi hagræðingaraðgerðir því 283 milljónum króna árið 2025. „Mikilvægt er að tryggja jafnvægi í rekstri og aðlaga útgjöld að breyttum forsendum, án þess að draga úr grunnþjónustu til íbúa,“ er haft eftir Almari. Fækka sumarstörfum og frysta laun Megnið af þeirri viðbótarfjárhæð sem um ræðir, eða 73 milljónir króna, felist í hagræðingu á launakostnaði. Til að ná þeim markmiðum verði dregið úr fjölda sumarstarfa á bæjarskrifstofunni og engar nýráðningar í sumarstörf bæjarins verði gerðar eftir 23. maí. Þá verði farið í átak til að draga úr kostnaði vegna skammtímaveikinda og gripið til almennrar hagræðingar í launakjörum, til dæmis með frystingu launa bæjarstjóra og sviðsstjóra. Að auki felist í tillögunni að dregið verður úr aðkeyptri þjónustu, um sem nemi tíu milljónum króna. Hagræðingaraðgerðir þessar séu hluti af viðbrögðum við kostnaðarauka, sem nemi ríflega 533 milljónum króna. Seilast líka í varasjóðinn Áður hafi verið kynntar mótvægisaðgerðir sem feli það í sér að nýta varasjóð Garðabæjar til að mæta hluta kostnaðaraukans, ásamt því að gert sé ráð fyrir hærra framlagi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og hærra útsvari vegna launahækkana kennara. Þá hafi framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins verið endurskoðuð og dregið verði úr umfangi framkvæmda. Garðabær Sveitarstjórnarmál Rekstur hins opinbera Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að tillögurnar hafi verið kynntar bæjarráði á fundi þriðjudaginn 20. maí af bæjarstjóra, Almari Guðmundssyni. Þegar hafi verið gert ráð fyrir 200 milljóna króna hagræðingu sem hluta af fjárhagsáætlun Garðabæjar 2025. Alls nemi hagræðingaraðgerðir því 283 milljónum króna árið 2025. „Mikilvægt er að tryggja jafnvægi í rekstri og aðlaga útgjöld að breyttum forsendum, án þess að draga úr grunnþjónustu til íbúa,“ er haft eftir Almari. Fækka sumarstörfum og frysta laun Megnið af þeirri viðbótarfjárhæð sem um ræðir, eða 73 milljónir króna, felist í hagræðingu á launakostnaði. Til að ná þeim markmiðum verði dregið úr fjölda sumarstarfa á bæjarskrifstofunni og engar nýráðningar í sumarstörf bæjarins verði gerðar eftir 23. maí. Þá verði farið í átak til að draga úr kostnaði vegna skammtímaveikinda og gripið til almennrar hagræðingar í launakjörum, til dæmis með frystingu launa bæjarstjóra og sviðsstjóra. Að auki felist í tillögunni að dregið verður úr aðkeyptri þjónustu, um sem nemi tíu milljónum króna. Hagræðingaraðgerðir þessar séu hluti af viðbrögðum við kostnaðarauka, sem nemi ríflega 533 milljónum króna. Seilast líka í varasjóðinn Áður hafi verið kynntar mótvægisaðgerðir sem feli það í sér að nýta varasjóð Garðabæjar til að mæta hluta kostnaðaraukans, ásamt því að gert sé ráð fyrir hærra framlagi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og hærra útsvari vegna launahækkana kennara. Þá hafi framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins verið endurskoðuð og dregið verði úr umfangi framkvæmda.
Garðabær Sveitarstjórnarmál Rekstur hins opinbera Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Sjá meira