„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ágúst Orri Arnarson og Arnar Skúli Atlason skrifa 21. maí 2025 23:35 Benedikt Guðmundsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins. vísir/hulda margrét Benedikt Guðmundsson var gríðarlega sár og svekktur eftir tap Tindastóls gegn Stjörnunni í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Hann segir liðið hafa lagt sig vel fram en klikkað á allt of mörgum mikilvægum skotum. Spurningum um framtíðina var hann ekki tilbúinn að svara. „Ég er sár og svekktur. Þetta er bara ógeðslega sárt,“ sagði Benedikt í viðtali við Andra Má Eggertsson á Stöð 2 Sport eftir leik. „Við skorum bara ekki í fjórða leikhluta. Oft á tíðum vorum við ekki að gera nægilega vel í sókninni. Alltof mikið einn á einn. Festum okkur svolítið í því. Engu að síður fengum við endalaust af tækifærum til að skora bæði lay up og opnum þriggja stiga skotum en það var ekki meant to be,“ hélt hann svo áfram en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Þið eruð yfir eftir fyrri hálfleikinn núna og í seinasta leik. Hvað verður til þess að þið klárið þetta ekki? „Við þurfum bara að greina það. Ég ætla ekki að vera eitthvað að hugsa upphátt með það núna. Ég er aðallega bara svekktur núna. Öll þessi víti og lay up og þriggja stiga sem við skorum ekki úr á crucial tímum. Margt sem ég var ánægður með í þessum leik sem ég var ekki með í seinasta leik. Við erum að frákasta miklu betur og það var attitude og gott viðhorf í liðinu. Menn voru að leggja sig fram. Svo fáum við hérna nokkra sénsa í lokinn til að jafna. Boltinn fer bara ekki ofan í og við hendum út af. Það er eins og körfubolta guðirnir voru búnir að ákveða að þetta ætti ekki að vera okkar.“ Ef þú lítur á tímabilið í heild sinni er þetta vonbrigði hjá Tindastól? „Já að vissu leyti. Það er bara eftir því hvernig maður ætlar að líta á þetta. Mörgu leyti fínt tímabil en svo ofboðsleg vonbriðgi núna. Ég held að okkur hafi verið spáð 3.-4. sæti fyrir tímabilið. Svo stöndum við okkur vel á tímabilinu með því aukast væntingarnar. En planið hjá okkur var náttúrulega alltaf bara að fara alla leið. Ef þú nærð ekki markmiðunum þínum ertu alltaf svekktur og pirraður og reiður og öllu sem því fylgir…“ Verður þú áfram með liðinu? „Þetta er svo ótímabær spurning Andri. Nú eru menn bara ógeðslega pirraðir og svekktir. Ég og klúbburinn þurfum bara að sleikja sárin. Svo setjast menn niður einhvern tíma seinna og skoða þau mál. Það er ekki tímapunktur að tjá sig um það núna.“ Er hugur í þér að halda áfram? „Eins og mér líður núna, þá er eins og heimsendir. Manni líður eins og heimurinn sé hruninn. Er eitthvað líf sem tekur við á morgun? Þetta er bara ógeðslega sárt. Þannig ég næ ekkert að hugsa til framtíðar í augnablikinu eins og ég segi. ég get ekki svarað þessari spurningu,“ sagði Benedikt að lokum. Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
„Ég er sár og svekktur. Þetta er bara ógeðslega sárt,“ sagði Benedikt í viðtali við Andra Má Eggertsson á Stöð 2 Sport eftir leik. „Við skorum bara ekki í fjórða leikhluta. Oft á tíðum vorum við ekki að gera nægilega vel í sókninni. Alltof mikið einn á einn. Festum okkur svolítið í því. Engu að síður fengum við endalaust af tækifærum til að skora bæði lay up og opnum þriggja stiga skotum en það var ekki meant to be,“ hélt hann svo áfram en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Þið eruð yfir eftir fyrri hálfleikinn núna og í seinasta leik. Hvað verður til þess að þið klárið þetta ekki? „Við þurfum bara að greina það. Ég ætla ekki að vera eitthvað að hugsa upphátt með það núna. Ég er aðallega bara svekktur núna. Öll þessi víti og lay up og þriggja stiga sem við skorum ekki úr á crucial tímum. Margt sem ég var ánægður með í þessum leik sem ég var ekki með í seinasta leik. Við erum að frákasta miklu betur og það var attitude og gott viðhorf í liðinu. Menn voru að leggja sig fram. Svo fáum við hérna nokkra sénsa í lokinn til að jafna. Boltinn fer bara ekki ofan í og við hendum út af. Það er eins og körfubolta guðirnir voru búnir að ákveða að þetta ætti ekki að vera okkar.“ Ef þú lítur á tímabilið í heild sinni er þetta vonbrigði hjá Tindastól? „Já að vissu leyti. Það er bara eftir því hvernig maður ætlar að líta á þetta. Mörgu leyti fínt tímabil en svo ofboðsleg vonbriðgi núna. Ég held að okkur hafi verið spáð 3.-4. sæti fyrir tímabilið. Svo stöndum við okkur vel á tímabilinu með því aukast væntingarnar. En planið hjá okkur var náttúrulega alltaf bara að fara alla leið. Ef þú nærð ekki markmiðunum þínum ertu alltaf svekktur og pirraður og reiður og öllu sem því fylgir…“ Verður þú áfram með liðinu? „Þetta er svo ótímabær spurning Andri. Nú eru menn bara ógeðslega pirraðir og svekktir. Ég og klúbburinn þurfum bara að sleikja sárin. Svo setjast menn niður einhvern tíma seinna og skoða þau mál. Það er ekki tímapunktur að tjá sig um það núna.“ Er hugur í þér að halda áfram? „Eins og mér líður núna, þá er eins og heimsendir. Manni líður eins og heimurinn sé hruninn. Er eitthvað líf sem tekur við á morgun? Þetta er bara ógeðslega sárt. Þannig ég næ ekkert að hugsa til framtíðar í augnablikinu eins og ég segi. ég get ekki svarað þessari spurningu,“ sagði Benedikt að lokum.
Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira