Körfubolti

Ægir valinn verð­mætastur

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Ægir Þór tók við verðlaununum og lyfti svo Íslandsmeistaratitlinum þunga.
Ægir Þór tók við verðlaununum og lyfti svo Íslandsmeistaratitlinum þunga. vísir / hulda margrét

Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði Stjörnunnar, var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar en vaggaði fingri þegar hann tók við verðlaununum.

Ægir var með 8 stig, 2 fráköst og 6 stoðsendingar í leik kvöldsins. Hann spilaði stórkostlega í öðrum leiknum, þegar Stjarnan slátraði Tindastóli í Garðabænum. Skoraði 37 stig stig þar.

Yfir seríuna alla skoraði hann 20.2 stig, gaf 7,4 stoðsendingar og greip 5,2 fráköst, að meðaltali í leik.

Verðlaunaafhendinguna, þegar Ægir tók við verðlaununum sem verðmætasti leikmaðurinn og síðan við Íslandsmeistaratitlinum, má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×