Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2025 22:37 Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna. AP/Manuel Balce Ceneta Forsvarsmenn heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna hafa að undanförnu skikkað starfsmenn í lygapróf. Það er liður í viðleitni til að bera kennsl á fólk sem hefur rætt við blaðamenn. Meðal annars hafa starfsmenn verið sakaðir um að leka upplýsingum til blaðamanna, þó þær upplýsingar hafi ekki verið leyndarmál. Lygapróf eru reglulega framkvæmd í opinberum stofnunum vestanhafs þar sem sýslað er með ríkisleyndarmál en það er yfirleitt gert í tengslum við umsóknir um öryggisheimildir, starf eða í tengslum við sérstakar rannsóknir. Samkvæmt Wall Street Journal hafa núverandi og fyrrverandi starfsmenn ráðuneytisins aldrei séð jafn umfangsmikla notkun lygaprófa áður. Þessi próf eru sögð hafa tekið allt frá níutíu mínútur í fjórar klukkustundir. Kristi Noem, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Dakóta og núverandi heimavarnaráðherra, er sögð hafa skipað starfsmönnum sérstakrar deildar innan ráðuneytisins sem sér að mest um öryggi á flugvöllum, að finna fólk sem lekið hefur upplýsingum sem henni og öðrum forsvarsmönnum ráðuneytisins þykja vandræðalegar. Svipaða sögu er að segja frá Alríkislögreglu Bandaríkjanna, þar sem starfsmenn hafa verið skikkaðir í lygapróf vegna gruns um að þeir hafi rætt við blaðamenn. Fregnir hafa einnig borist af því að Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, hafi hótað háttsettum herforingjum að þeir yrðu látnir gangast lygapróf. Meðal þeirra sem hafa verið skikkaðir í próf eru yfirmenn undirstofnanna ráðuneytisins og jafnvel talsmenn, sem hafa heimild til að ræða við blaðamenn en hafa verið sakaðir um að deila upplýsingum sem þeim hafi ekki verið heimilt að deila. Talskona ráðuneytisins sagði í yfirlýsingu til WSJ að það skipti ekki mála hvaða stöðu viðkomandi starfsmaður hefði. Ef viðkomandi hefði lekið upplýsingum til fjölmiðla yrði honum refsað og dreginn til saka. Umræddar upplýsingar þyrftu ekki að vera ríkisleyndarmál til að óheimilt væri að deila þeim með blaðamönnum. Hún neitaði að segja hve margir starfsmenn hefðu verið skikkaðir til að gangast lygapróf en um 250 þúsund manns heyra undir Noem. Heimildarmenn ráðherrans, sem sagðir eru þekkja þankagang hennar, segja hana ekki treysta starfsmönnum sínum. Madison Sheahan, sem er næstráðandi hjá Innflytjendastofnun Bandaríkjanna (ICE) og vinnur mikið með Noem, er sögð hóta starfsmönnum reglulega með lygaprófum. Noem sjálf og Corey Lewandowski, æðsti ráðgjafi hennar, hafa persónulega farið fram á það að tilteknir starfsmenn verði látnir taka lygapróf eða hótað starfsmönnum með prófum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Bandarískur dómari segir útlit fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hafi brotið gegn fyrri úrskurði hans með því að flytja farandmenn úr landi og til Suður-Súdan, án þess að gefa þeim færi á því að mæta fyrir dómara fyrst. Lögmaður vakti fyrr í dag athygli á því að fólk verið væri að senda fólk frá ríkjum eins og Taílandi, Pakistan og Mexíkó til Afríku. 20. maí 2025 23:48 Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum James B. Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið sakaður um að kalla eftir því að Donald Trump, forseti, verði myrtur. Yfirmaður leyniþjónustumála segir að Comey ætti að vera í fangelsi en ásakanirnar eru til komnar vegna myndar af skeljum sem Comey birti á Instagram í gær, fimmtudag. 16. maí 2025 11:33 Varaforsetaefni í bobba vegna hundsdráps og meints fundar með Kim Kristi Noem, ríkisstjóri Suður-Dakóta í Bandaríkjunum, sem hefur verið nefnd sem mögulegt varaforsetaefni Donalds Trump á ekki sjö dagana sæla. Hún liggur undir þverpólitísku ámæli fyrir að hafa drepið hundinn sinn og þarf nú að draga til baka frásögn um að hún hafi fundað með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. 3. maí 2024 23:54 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Meðal annars hafa starfsmenn verið sakaðir um að leka upplýsingum til blaðamanna, þó þær upplýsingar hafi ekki verið leyndarmál. Lygapróf eru reglulega framkvæmd í opinberum stofnunum vestanhafs þar sem sýslað er með ríkisleyndarmál en það er yfirleitt gert í tengslum við umsóknir um öryggisheimildir, starf eða í tengslum við sérstakar rannsóknir. Samkvæmt Wall Street Journal hafa núverandi og fyrrverandi starfsmenn ráðuneytisins aldrei séð jafn umfangsmikla notkun lygaprófa áður. Þessi próf eru sögð hafa tekið allt frá níutíu mínútur í fjórar klukkustundir. Kristi Noem, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Dakóta og núverandi heimavarnaráðherra, er sögð hafa skipað starfsmönnum sérstakrar deildar innan ráðuneytisins sem sér að mest um öryggi á flugvöllum, að finna fólk sem lekið hefur upplýsingum sem henni og öðrum forsvarsmönnum ráðuneytisins þykja vandræðalegar. Svipaða sögu er að segja frá Alríkislögreglu Bandaríkjanna, þar sem starfsmenn hafa verið skikkaðir í lygapróf vegna gruns um að þeir hafi rætt við blaðamenn. Fregnir hafa einnig borist af því að Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, hafi hótað háttsettum herforingjum að þeir yrðu látnir gangast lygapróf. Meðal þeirra sem hafa verið skikkaðir í próf eru yfirmenn undirstofnanna ráðuneytisins og jafnvel talsmenn, sem hafa heimild til að ræða við blaðamenn en hafa verið sakaðir um að deila upplýsingum sem þeim hafi ekki verið heimilt að deila. Talskona ráðuneytisins sagði í yfirlýsingu til WSJ að það skipti ekki mála hvaða stöðu viðkomandi starfsmaður hefði. Ef viðkomandi hefði lekið upplýsingum til fjölmiðla yrði honum refsað og dreginn til saka. Umræddar upplýsingar þyrftu ekki að vera ríkisleyndarmál til að óheimilt væri að deila þeim með blaðamönnum. Hún neitaði að segja hve margir starfsmenn hefðu verið skikkaðir til að gangast lygapróf en um 250 þúsund manns heyra undir Noem. Heimildarmenn ráðherrans, sem sagðir eru þekkja þankagang hennar, segja hana ekki treysta starfsmönnum sínum. Madison Sheahan, sem er næstráðandi hjá Innflytjendastofnun Bandaríkjanna (ICE) og vinnur mikið með Noem, er sögð hóta starfsmönnum reglulega með lygaprófum. Noem sjálf og Corey Lewandowski, æðsti ráðgjafi hennar, hafa persónulega farið fram á það að tilteknir starfsmenn verði látnir taka lygapróf eða hótað starfsmönnum með prófum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Bandarískur dómari segir útlit fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hafi brotið gegn fyrri úrskurði hans með því að flytja farandmenn úr landi og til Suður-Súdan, án þess að gefa þeim færi á því að mæta fyrir dómara fyrst. Lögmaður vakti fyrr í dag athygli á því að fólk verið væri að senda fólk frá ríkjum eins og Taílandi, Pakistan og Mexíkó til Afríku. 20. maí 2025 23:48 Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum James B. Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið sakaður um að kalla eftir því að Donald Trump, forseti, verði myrtur. Yfirmaður leyniþjónustumála segir að Comey ætti að vera í fangelsi en ásakanirnar eru til komnar vegna myndar af skeljum sem Comey birti á Instagram í gær, fimmtudag. 16. maí 2025 11:33 Varaforsetaefni í bobba vegna hundsdráps og meints fundar með Kim Kristi Noem, ríkisstjóri Suður-Dakóta í Bandaríkjunum, sem hefur verið nefnd sem mögulegt varaforsetaefni Donalds Trump á ekki sjö dagana sæla. Hún liggur undir þverpólitísku ámæli fyrir að hafa drepið hundinn sinn og þarf nú að draga til baka frásögn um að hún hafi fundað með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. 3. maí 2024 23:54 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Bandarískur dómari segir útlit fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hafi brotið gegn fyrri úrskurði hans með því að flytja farandmenn úr landi og til Suður-Súdan, án þess að gefa þeim færi á því að mæta fyrir dómara fyrst. Lögmaður vakti fyrr í dag athygli á því að fólk verið væri að senda fólk frá ríkjum eins og Taílandi, Pakistan og Mexíkó til Afríku. 20. maí 2025 23:48
Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum James B. Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið sakaður um að kalla eftir því að Donald Trump, forseti, verði myrtur. Yfirmaður leyniþjónustumála segir að Comey ætti að vera í fangelsi en ásakanirnar eru til komnar vegna myndar af skeljum sem Comey birti á Instagram í gær, fimmtudag. 16. maí 2025 11:33
Varaforsetaefni í bobba vegna hundsdráps og meints fundar með Kim Kristi Noem, ríkisstjóri Suður-Dakóta í Bandaríkjunum, sem hefur verið nefnd sem mögulegt varaforsetaefni Donalds Trump á ekki sjö dagana sæla. Hún liggur undir þverpólitísku ámæli fyrir að hafa drepið hundinn sinn og þarf nú að draga til baka frásögn um að hún hafi fundað með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. 3. maí 2024 23:54