Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar 21. maí 2025 14:02 N.F.S Grundtvig var danskur prestur á 19. öld. Grundtvig var þó mun meira en bara prestur, hann var einnig rithöfundur, ljóðskáld, heimspekingur, sagnfræðingur, kennari og stjórmálamaður og talin vera einn mesti áhrifavaldur á danskt samfélag til dagsins í dag. Grundtvig er einnig kallaður faðir lýðskólanna en hann lagði grunninn að hugmyndarfræði þeirra þar sem fræðslan á að vekja áhuga hjá nemendum og kveikja innri áhugahvöt þeirra og forvitni. Ekki skal leggja áherslu á próf eða mat heldur heldur fræðslu og uppgötvun. Lýðskólar eiga að vera opnir öllum og þjóna nemendanum og samfélaginu og undirbúa bæði fyrir lýðræðisleg vinnubrögð. Lýðskólar eiga sér langa sögu á Íslandi. Sá fyrsti var stofnaður árið 1881 af Guðmundi Hjaltasyni á Akureyri sem sótti sjálfur árin á undan lýðskóla í Noregi og starfaði í nokkur ár. Árið 1905 var svokallaður Hvítárbakkaskóli stofnaður í Borgarfirði af Sigurði Þórólfssyni og var sá skóli starfandi í 20 ár við góðan orðstír og styrktur af Alþingi. Árið 1927 stofnaði Sigurður Greipson Íþróttaskólann í Haukadal með lýðskólasniði og var sá skóli starfandi til vorsins 1970 og þegar mest lét voru þar 42 nemendur árið 1939. Aðrir lýðskólar voru stofnaðir þá sérstaklega bændaskólar í anda lýðskóla en hægt og rólega þróaðist sú menntun yfir í formlega menntun. Árið 1972-1987 var starfandi lýðskóli í Skálholti af Íslensku þjóðkirkjunni og voru sérstök lög sett um þann skóla árið 1977 en var breytt árið 1993 og skólinn endurskilgreindur. Fleiri tilraunir hafa verið gerðar til stofnun lýðskóla á Íslandi en er saga þeirra flestra stutt, oftast vegna skorts á stuðningi og skilningi og þeir keyrðir áfram af hugsjónum einstaklinga sem engin tók við þegar orka frumkvöðlanna þvarr. Í dag eru 70 lýðskólar í Danmörku, 80 skólar í Noregi og þegar Svíþjóð og Finnlandi eru talin með eru þeir yfir 400 talsins. Þess má geta að það eru 3 lýðskólar í Færeyjum og 2 á Grænlandi. Á Íslandi eru tveir starfandi lýðskólar í dag, LUNGA á Seyðisfirði og Lýðskólinn á Flateyri. Grunnddvallarhugmynd lýðskóla fól í sér að þeir áttu ekki að vera háðir fjárframlögum frá hinu opinbera en í nútímasamfélagi er það óraunhæft. Forsenda þess að það eru þó tveir lýðskólar á Íslandi er fjárframlag frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu og þeirra stuðningur. Einnig eru innheimt skólargjöld en skólunum er leyfilegt að safna styrkjum og skrá styrktaraðila. Lýðskólinn á Flateyri er félagasamtök fólks sem hefur trú á lýðskólahugmyndinni og vill um leið efla byggð á Flateyri. Hér með er óskað eftir styrktaraðilum ef einhver sem þetta les hefur áhuga á því. Einnig er hægt að gerast félagsmaður í gegnum heimasíðu skólans. Lýðskólinn á Flateyri skapar 3 heilsársstörf á staðnum ásamt því að gefa ungu fólki allstaðar af landinu, sem og öðrum löndum, tækifæri á að tengjast samfélaginu fyrir vestan og gerast Flateyringar. Einnig stendur skólinn fyrir ýmsum viðburðum yfir veturinn og að loknum sjö starfsárum þá er gaman að segja frá því að 30% barna á leikskóla Flateyrir eru „lýðskólabörn“ en hér hafa nemendu fellt saman hugi, sest að og stofnað fjölskyldur. Þá ræður Lýðskólinn á Flateyri fjölda kennara sem koma og halda einstök námskeið fyrir nemendur og er alltaf leitast við að finna kennara og áhugaverð námskeið sem fyrir eru á Vestfjörðum, ef hægt er að koma því við. Þetta eru listgreinakennarar,ferðaþjónustuaðilar og leiðsögufólk en hér á Vestfjörðum er rólegra að gera hjá þeim yfir vetrarmánuðina. Rannsóknir sýna ótvírætt fram á ýmsan ávinning þess að sækja lýðskóla. Fyrrum nemendur í norskum lýðskólum upplifðu t.d. aukið sjálfstraust og aukin persónulegan þroska eftir veru sína í lýðskóla. Í Svíþjóð eru lýðháskólar taldir órjúfanlegur hluti af borgaralegu samfélagi og sýna rannsóknir að fyrrum nemendur taki fremur þátt í borgaralegu starfi, samanborið við almenning. Fyrir nemendur sem hafa hætt námi í framhaldsskóla jók lýðháskóli líkur á því að þeir færu aftur í nám og lykju því, einkum á bóklegum brautum. Ekki eru enn til rannsóknir á áhrifum lýðskóla á Íslandi á nemendur en vonandi kveikir þessi grein áhuga hjá einhverjum á því að framkvæma slíka rannsókn. Skv 26. gr útlendingalaga geta nemendur utan Schengen ekki sótt lýðskóla á Íslandi nema þeir séu starfandi hér í 3 mánuði í senn en þá þurfa þeir nemendur að yfirgefa Shengen svæðið. Það að nemendur utan Schengen svæðisins geta ekki fengið námsmannadvalarleyfi til að sækja lýðskóla hér á landi stendur íslenskum lýðskólum fyrir þrifum en okkur berast umsóknir frá nemendum ár hvert m.a frá Bandaríkjunum og Kanada sem geta (því miður) ekki sótt t.d 8 mánaða vetrarnámsdvöl við Lýðskólann á Flateyri. Fjárskortur hefur gert Lýðskólanum á Flateyri erfitt fyrir að markaðssetja sig erlendis, mynda tengsl og fara í heimsóknir t.d í framhaldsskóla á hinum Norðurlöndunum líkt og danskir lýðskólar gera hér á landi, því samkeppnin um nemendur nokkuð hörð. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar hérlendis er kveðið á um að móta eigi ungmennastefnu á kjörtímabilinu. Við sem störfum fyrir Lýðskólann á Flateyri hvetjum þá sem fá það hlutverk að hafa í huga hlutverk og gildi lýðskóla á Íslandi. Jafnframt skorum við á stjórnmálafólk að móta stefnu um lýðskóla á Íslandi og tryggja stöðu þeirra í samfélaginu. Mikilvægt er að gera öllum þeim sem þurfa og vilja kleift að sækja lýðskóla á Íslandi, óháð efnahag. Ég hef ekki ennþá hitt þá manneskju, sem hefur reynslu afþví að fara í lýðskóla, hérlendis eða erlendis, sem telur það hafa verið slæma ákvörðun. Þvert á móti segir mér fólk að það hafa verið dásamlegur tími sjálfsuppgötvunar og sjálfsstyrkingar og verið ómetanlegt veganesti fyrir lífið. Því þurfum við að gera lýðskóla á Íslandi að raunverulegum valkosti fyrir allt ungt fólk sem á Íslandi býr. Höfundur er skólastjóri Lýðskólans á Flateyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Ísafjarðarbær Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
N.F.S Grundtvig var danskur prestur á 19. öld. Grundtvig var þó mun meira en bara prestur, hann var einnig rithöfundur, ljóðskáld, heimspekingur, sagnfræðingur, kennari og stjórmálamaður og talin vera einn mesti áhrifavaldur á danskt samfélag til dagsins í dag. Grundtvig er einnig kallaður faðir lýðskólanna en hann lagði grunninn að hugmyndarfræði þeirra þar sem fræðslan á að vekja áhuga hjá nemendum og kveikja innri áhugahvöt þeirra og forvitni. Ekki skal leggja áherslu á próf eða mat heldur heldur fræðslu og uppgötvun. Lýðskólar eiga að vera opnir öllum og þjóna nemendanum og samfélaginu og undirbúa bæði fyrir lýðræðisleg vinnubrögð. Lýðskólar eiga sér langa sögu á Íslandi. Sá fyrsti var stofnaður árið 1881 af Guðmundi Hjaltasyni á Akureyri sem sótti sjálfur árin á undan lýðskóla í Noregi og starfaði í nokkur ár. Árið 1905 var svokallaður Hvítárbakkaskóli stofnaður í Borgarfirði af Sigurði Þórólfssyni og var sá skóli starfandi í 20 ár við góðan orðstír og styrktur af Alþingi. Árið 1927 stofnaði Sigurður Greipson Íþróttaskólann í Haukadal með lýðskólasniði og var sá skóli starfandi til vorsins 1970 og þegar mest lét voru þar 42 nemendur árið 1939. Aðrir lýðskólar voru stofnaðir þá sérstaklega bændaskólar í anda lýðskóla en hægt og rólega þróaðist sú menntun yfir í formlega menntun. Árið 1972-1987 var starfandi lýðskóli í Skálholti af Íslensku þjóðkirkjunni og voru sérstök lög sett um þann skóla árið 1977 en var breytt árið 1993 og skólinn endurskilgreindur. Fleiri tilraunir hafa verið gerðar til stofnun lýðskóla á Íslandi en er saga þeirra flestra stutt, oftast vegna skorts á stuðningi og skilningi og þeir keyrðir áfram af hugsjónum einstaklinga sem engin tók við þegar orka frumkvöðlanna þvarr. Í dag eru 70 lýðskólar í Danmörku, 80 skólar í Noregi og þegar Svíþjóð og Finnlandi eru talin með eru þeir yfir 400 talsins. Þess má geta að það eru 3 lýðskólar í Færeyjum og 2 á Grænlandi. Á Íslandi eru tveir starfandi lýðskólar í dag, LUNGA á Seyðisfirði og Lýðskólinn á Flateyri. Grunnddvallarhugmynd lýðskóla fól í sér að þeir áttu ekki að vera háðir fjárframlögum frá hinu opinbera en í nútímasamfélagi er það óraunhæft. Forsenda þess að það eru þó tveir lýðskólar á Íslandi er fjárframlag frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu og þeirra stuðningur. Einnig eru innheimt skólargjöld en skólunum er leyfilegt að safna styrkjum og skrá styrktaraðila. Lýðskólinn á Flateyri er félagasamtök fólks sem hefur trú á lýðskólahugmyndinni og vill um leið efla byggð á Flateyri. Hér með er óskað eftir styrktaraðilum ef einhver sem þetta les hefur áhuga á því. Einnig er hægt að gerast félagsmaður í gegnum heimasíðu skólans. Lýðskólinn á Flateyri skapar 3 heilsársstörf á staðnum ásamt því að gefa ungu fólki allstaðar af landinu, sem og öðrum löndum, tækifæri á að tengjast samfélaginu fyrir vestan og gerast Flateyringar. Einnig stendur skólinn fyrir ýmsum viðburðum yfir veturinn og að loknum sjö starfsárum þá er gaman að segja frá því að 30% barna á leikskóla Flateyrir eru „lýðskólabörn“ en hér hafa nemendu fellt saman hugi, sest að og stofnað fjölskyldur. Þá ræður Lýðskólinn á Flateyri fjölda kennara sem koma og halda einstök námskeið fyrir nemendur og er alltaf leitast við að finna kennara og áhugaverð námskeið sem fyrir eru á Vestfjörðum, ef hægt er að koma því við. Þetta eru listgreinakennarar,ferðaþjónustuaðilar og leiðsögufólk en hér á Vestfjörðum er rólegra að gera hjá þeim yfir vetrarmánuðina. Rannsóknir sýna ótvírætt fram á ýmsan ávinning þess að sækja lýðskóla. Fyrrum nemendur í norskum lýðskólum upplifðu t.d. aukið sjálfstraust og aukin persónulegan þroska eftir veru sína í lýðskóla. Í Svíþjóð eru lýðháskólar taldir órjúfanlegur hluti af borgaralegu samfélagi og sýna rannsóknir að fyrrum nemendur taki fremur þátt í borgaralegu starfi, samanborið við almenning. Fyrir nemendur sem hafa hætt námi í framhaldsskóla jók lýðháskóli líkur á því að þeir færu aftur í nám og lykju því, einkum á bóklegum brautum. Ekki eru enn til rannsóknir á áhrifum lýðskóla á Íslandi á nemendur en vonandi kveikir þessi grein áhuga hjá einhverjum á því að framkvæma slíka rannsókn. Skv 26. gr útlendingalaga geta nemendur utan Schengen ekki sótt lýðskóla á Íslandi nema þeir séu starfandi hér í 3 mánuði í senn en þá þurfa þeir nemendur að yfirgefa Shengen svæðið. Það að nemendur utan Schengen svæðisins geta ekki fengið námsmannadvalarleyfi til að sækja lýðskóla hér á landi stendur íslenskum lýðskólum fyrir þrifum en okkur berast umsóknir frá nemendum ár hvert m.a frá Bandaríkjunum og Kanada sem geta (því miður) ekki sótt t.d 8 mánaða vetrarnámsdvöl við Lýðskólann á Flateyri. Fjárskortur hefur gert Lýðskólanum á Flateyri erfitt fyrir að markaðssetja sig erlendis, mynda tengsl og fara í heimsóknir t.d í framhaldsskóla á hinum Norðurlöndunum líkt og danskir lýðskólar gera hér á landi, því samkeppnin um nemendur nokkuð hörð. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar hérlendis er kveðið á um að móta eigi ungmennastefnu á kjörtímabilinu. Við sem störfum fyrir Lýðskólann á Flateyri hvetjum þá sem fá það hlutverk að hafa í huga hlutverk og gildi lýðskóla á Íslandi. Jafnframt skorum við á stjórnmálafólk að móta stefnu um lýðskóla á Íslandi og tryggja stöðu þeirra í samfélaginu. Mikilvægt er að gera öllum þeim sem þurfa og vilja kleift að sækja lýðskóla á Íslandi, óháð efnahag. Ég hef ekki ennþá hitt þá manneskju, sem hefur reynslu afþví að fara í lýðskóla, hérlendis eða erlendis, sem telur það hafa verið slæma ákvörðun. Þvert á móti segir mér fólk að það hafa verið dásamlegur tími sjálfsuppgötvunar og sjálfsstyrkingar og verið ómetanlegt veganesti fyrir lífið. Því þurfum við að gera lýðskóla á Íslandi að raunverulegum valkosti fyrir allt ungt fólk sem á Íslandi býr. Höfundur er skólastjóri Lýðskólans á Flateyri.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar