Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Aron Guðmundsson skrifar 21. maí 2025 12:33 Stuðningsmenn Tindastóls bíða í ofvæni eftir leik kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Spennuþrungið andrúmsloft er ríkjandi á Sauðárkróki. Úrslitin í Bónus deildinni í körfubolta ráðast þar í kvöld í oddaleik úrslitaeinvígis Tindastóls og Stjörnunnar. Formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir fólk á þeim bænum ekki í vinnuhæfu ástandi, allir séu með hugann við leik kvöldsins. „Það er bara rosaleg gleði og ánægja ríkjandi. Bara gaman að liðið sé komið svona langt og að við fáum þennan viðburð hingað til okkar á Sauðárkrók. Það eru allir bara rosalega glaðir, við ætlum að halda veislu og hafa gaman. Það er það sem að þetta snýst um,“ segir formaðurinn Dagur Þór Baldvinsson. Og óhætt er að segja að öllu verði til tjaldað hjá Stólunum og búast má við að fólk mæti snemma á íþróttasvæðið til þess að hita upp fyrir leik kvöldsins. „Við byrjum snemma með dagskrá þar sem að Auðunn Blöndal, Sverrir Bergmann, Úlfur Úlfur og fleiri stíga á stokk. Það verður gríðarleg stemning hérna.“ Leikur sem gerir mikið fyrir rekstur deildarinnar en Dagur hefur ekki tekið það saman hversu mikið oddaleikur í úrslitaeinvígi í Síkinu getur fært þeim í kassann. „Ég hef ekki tekið það saman og vil ekki vera að skjóta eitthvað út í loftið með það. Það er fínn peningur sem fylgir því að ná svona langt en á sama tíma er dýrt að halda úti svona liði, þetta kostar allt sitt en auðvitað er það plús að komast svona langt, það segir sig sjálft.“ Það er fyrir lifandis löngu uppselt á leikinn og ljóst að færri komast að en vilja. Þetta er fjórða árið í röð þar sem úrslitin í efstu deild ráðast í oddaleik í úrslitaeinvíginu. Formaðurinn hefur fengið þó nokkrar fyrirspurnir varðandi miða frá miðalausum stuðningsmönnum „Já það eru einhverjir sem reyna það en þetta er bara búið og þýðir ekki neitt lengur.“ Tindastóll er á höttunum eftir öðrum Íslandsmeistaratitli sínum en fari liðið með sigur af hólmi í kvöld verður það í fyrsta skipti sem liðið tryggir titilinn á heimavelli. Stjarnan er á sama tíma á höttunum eftir sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli. Mikið er undir fyrir bæði lið og eins og gefur að skilja er stemningin sérstök á Sauðárkróki í dag og samfélagið þar vart í vinnuhæfu ástandi af spenningi fyrir kvöldinu. „Það er bara staðan. Fólk er með hugann við leikinn í kvöld. Það er bara mikil gleði og eftirvænting ríkjandi í bænum. Það er rosalega gaman að geta boðið upp á oddaleik hér á Sauðárkróki í fyrsta skipti í sögunni.“Dagur leyfir sér ekki að láta hugann reika til þess ef Tindastól tekst ætlunarverk sitt og tryggir Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli í kvöld. „Nei við ætlum bara að njóta leiksins og augnabliksins, sjá hvert það leiðir okkur. Við fáum fallegan dag á Sauðárkróki. Sólin skín og allir kátir.“ Oddaleikur Tindastóls og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan átta. Upphitun fyrir leik hjá strákunum í körfuboltakvöldi hefst klukkustund fyrr, klukkan sjö. Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Sjá meira
„Það er bara rosaleg gleði og ánægja ríkjandi. Bara gaman að liðið sé komið svona langt og að við fáum þennan viðburð hingað til okkar á Sauðárkrók. Það eru allir bara rosalega glaðir, við ætlum að halda veislu og hafa gaman. Það er það sem að þetta snýst um,“ segir formaðurinn Dagur Þór Baldvinsson. Og óhætt er að segja að öllu verði til tjaldað hjá Stólunum og búast má við að fólk mæti snemma á íþróttasvæðið til þess að hita upp fyrir leik kvöldsins. „Við byrjum snemma með dagskrá þar sem að Auðunn Blöndal, Sverrir Bergmann, Úlfur Úlfur og fleiri stíga á stokk. Það verður gríðarleg stemning hérna.“ Leikur sem gerir mikið fyrir rekstur deildarinnar en Dagur hefur ekki tekið það saman hversu mikið oddaleikur í úrslitaeinvígi í Síkinu getur fært þeim í kassann. „Ég hef ekki tekið það saman og vil ekki vera að skjóta eitthvað út í loftið með það. Það er fínn peningur sem fylgir því að ná svona langt en á sama tíma er dýrt að halda úti svona liði, þetta kostar allt sitt en auðvitað er það plús að komast svona langt, það segir sig sjálft.“ Það er fyrir lifandis löngu uppselt á leikinn og ljóst að færri komast að en vilja. Þetta er fjórða árið í röð þar sem úrslitin í efstu deild ráðast í oddaleik í úrslitaeinvíginu. Formaðurinn hefur fengið þó nokkrar fyrirspurnir varðandi miða frá miðalausum stuðningsmönnum „Já það eru einhverjir sem reyna það en þetta er bara búið og þýðir ekki neitt lengur.“ Tindastóll er á höttunum eftir öðrum Íslandsmeistaratitli sínum en fari liðið með sigur af hólmi í kvöld verður það í fyrsta skipti sem liðið tryggir titilinn á heimavelli. Stjarnan er á sama tíma á höttunum eftir sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli. Mikið er undir fyrir bæði lið og eins og gefur að skilja er stemningin sérstök á Sauðárkróki í dag og samfélagið þar vart í vinnuhæfu ástandi af spenningi fyrir kvöldinu. „Það er bara staðan. Fólk er með hugann við leikinn í kvöld. Það er bara mikil gleði og eftirvænting ríkjandi í bænum. Það er rosalega gaman að geta boðið upp á oddaleik hér á Sauðárkróki í fyrsta skipti í sögunni.“Dagur leyfir sér ekki að láta hugann reika til þess ef Tindastól tekst ætlunarverk sitt og tryggir Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli í kvöld. „Nei við ætlum bara að njóta leiksins og augnabliksins, sjá hvert það leiðir okkur. Við fáum fallegan dag á Sauðárkróki. Sólin skín og allir kátir.“ Oddaleikur Tindastóls og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan átta. Upphitun fyrir leik hjá strákunum í körfuboltakvöldi hefst klukkustund fyrr, klukkan sjö.
Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Sjá meira