Innlent

Seðla­bankinn heldur á­fram að lækka vexti og mót­mæli við utan­ríkis­ráðu­neytið

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum verður rætt við Seðlabankastjóra um stýrivaxtalækkunina sem kynnt var í morgun.

Við fáum líka viðbrögð frá sérfræðingi en flestir höfðu spáð því að lækkunarferlið myndi stöðvast að þessu sinni, en sú spá rættist þó ekki. 

Einnig segjum við frá mótmælum við utanríkisráðuneytið sem voru í morgun þar sem aðgerða var krafist vegna framferðis Ísraela á Gasa svæðinu. 

Og við heyrum í upplýsingafulltrúa Landsbjargar en bátar félagsins hafa verið kallaðir út níu sinnum á tveimur sólarhringum vegna sjómanna í vanda. 

Í sportinu verður svo hitað upp fyrir oddaleikinn í úrslitum körfuboltans sem fram fer á Sauðárkróki í kvöld. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×