Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Sindri Sverrisson skrifar 20. maí 2025 08:06 Jürgen Klopp hlær mögulega bara að fréttunum frá Ítalíu. Getty/Jan Woitas Afar óvænt tíðindi bárust frá Ítalíu þegar miðillinn La Stampa fullyrti að Þjóðverjinn Jürgen Klopp hefði samþykkt í fyrrakvöld að verða næsti þjálfari Roma. Aðeins langsótt kenning virðist hafa legið að baki fréttinni. Klopp þarf ekki að kynna en þessi fyrrverandi stjóri Liverpool og Dortmund hefur verið yfirmaður fótboltamála hjá Red Bull síðustu sex mánuði. Samkvæmt frétt La Stampa virtist hann núna tilbúinn að snúa aftur í þjálfun. Miðillinn hefur aftur á móti nú uppfært grein sína og segir að um getgátur hafi verið að ræða, vegna myndbands frá Roma sem sýndi nokkra þekkta staði í Rómarborg. Með því að setja saman fyrsta staf úr heiti hvers staðar mátti nefnilega lesa nafnið Klopp. Forráðamenn Roma hafi nú í morgunsárið hafnað þessum sögusögnum. Áður en La Stampa dró frétt sína til baka hafði fjöldi annarra miðla vísað í greinina. BREAKING: Jurgen Klopp 'agrees shock managerial return' 🚨 pic.twitter.com/0hXxPhM8gB— The Sun Football ⚽ (@TheSunFootball) May 20, 2025 Roma kvaddi um helgina með hinn 73 ára gamla Claudio Ranieri, í síðasta heimaleik tímabilsins, en hann tók við liðinu á nýjan leik í nóvember síðastliðnum. La Stampa fullyrti í fyrri frétt sinni að um nokkurn tíma hefði verið stefna Roma að fá Klopp til starfa en að hann hefði verið búinn að gefa öðru félagi loforð, ef það myndi skipta um stjóra. Þegar það hefði ekki orðið raunin hefði hann ekki hikað við að segja já við Roma. Miðillinn gekk meira að segja svo langt að segja að samþykki Klopps hafi komið nákvæmlega klukkan 10:57 á sunnudagskvöld, og að Klopp hefði tjáð eigendum Roma hvernig þyrfti að styrkja liðið fyrir næstu leiktíð með að minnsta kosti sex leikmönnum, en hefur nú dregið frétt sína til baka. Ítalski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Sjá meira
Klopp þarf ekki að kynna en þessi fyrrverandi stjóri Liverpool og Dortmund hefur verið yfirmaður fótboltamála hjá Red Bull síðustu sex mánuði. Samkvæmt frétt La Stampa virtist hann núna tilbúinn að snúa aftur í þjálfun. Miðillinn hefur aftur á móti nú uppfært grein sína og segir að um getgátur hafi verið að ræða, vegna myndbands frá Roma sem sýndi nokkra þekkta staði í Rómarborg. Með því að setja saman fyrsta staf úr heiti hvers staðar mátti nefnilega lesa nafnið Klopp. Forráðamenn Roma hafi nú í morgunsárið hafnað þessum sögusögnum. Áður en La Stampa dró frétt sína til baka hafði fjöldi annarra miðla vísað í greinina. BREAKING: Jurgen Klopp 'agrees shock managerial return' 🚨 pic.twitter.com/0hXxPhM8gB— The Sun Football ⚽ (@TheSunFootball) May 20, 2025 Roma kvaddi um helgina með hinn 73 ára gamla Claudio Ranieri, í síðasta heimaleik tímabilsins, en hann tók við liðinu á nýjan leik í nóvember síðastliðnum. La Stampa fullyrti í fyrri frétt sinni að um nokkurn tíma hefði verið stefna Roma að fá Klopp til starfa en að hann hefði verið búinn að gefa öðru félagi loforð, ef það myndi skipta um stjóra. Þegar það hefði ekki orðið raunin hefði hann ekki hikað við að segja já við Roma. Miðillinn gekk meira að segja svo langt að segja að samþykki Klopps hafi komið nákvæmlega klukkan 10:57 á sunnudagskvöld, og að Klopp hefði tjáð eigendum Roma hvernig þyrfti að styrkja liðið fyrir næstu leiktíð með að minnsta kosti sex leikmönnum, en hefur nú dregið frétt sína til baka.
Ítalski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Sjá meira