Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Sindri Sverrisson skrifar 20. maí 2025 08:06 Jürgen Klopp hlær mögulega bara að fréttunum frá Ítalíu. Getty/Jan Woitas Afar óvænt tíðindi bárust frá Ítalíu þegar miðillinn La Stampa fullyrti að Þjóðverjinn Jürgen Klopp hefði samþykkt í fyrrakvöld að verða næsti þjálfari Roma. Aðeins langsótt kenning virðist hafa legið að baki fréttinni. Klopp þarf ekki að kynna en þessi fyrrverandi stjóri Liverpool og Dortmund hefur verið yfirmaður fótboltamála hjá Red Bull síðustu sex mánuði. Samkvæmt frétt La Stampa virtist hann núna tilbúinn að snúa aftur í þjálfun. Miðillinn hefur aftur á móti nú uppfært grein sína og segir að um getgátur hafi verið að ræða, vegna myndbands frá Roma sem sýndi nokkra þekkta staði í Rómarborg. Með því að setja saman fyrsta staf úr heiti hvers staðar mátti nefnilega lesa nafnið Klopp. Forráðamenn Roma hafi nú í morgunsárið hafnað þessum sögusögnum. Áður en La Stampa dró frétt sína til baka hafði fjöldi annarra miðla vísað í greinina. BREAKING: Jurgen Klopp 'agrees shock managerial return' 🚨 pic.twitter.com/0hXxPhM8gB— The Sun Football ⚽ (@TheSunFootball) May 20, 2025 Roma kvaddi um helgina með hinn 73 ára gamla Claudio Ranieri, í síðasta heimaleik tímabilsins, en hann tók við liðinu á nýjan leik í nóvember síðastliðnum. La Stampa fullyrti í fyrri frétt sinni að um nokkurn tíma hefði verið stefna Roma að fá Klopp til starfa en að hann hefði verið búinn að gefa öðru félagi loforð, ef það myndi skipta um stjóra. Þegar það hefði ekki orðið raunin hefði hann ekki hikað við að segja já við Roma. Miðillinn gekk meira að segja svo langt að segja að samþykki Klopps hafi komið nákvæmlega klukkan 10:57 á sunnudagskvöld, og að Klopp hefði tjáð eigendum Roma hvernig þyrfti að styrkja liðið fyrir næstu leiktíð með að minnsta kosti sex leikmönnum, en hefur nú dregið frétt sína til baka. Ítalski boltinn Mest lesið Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Klopp þarf ekki að kynna en þessi fyrrverandi stjóri Liverpool og Dortmund hefur verið yfirmaður fótboltamála hjá Red Bull síðustu sex mánuði. Samkvæmt frétt La Stampa virtist hann núna tilbúinn að snúa aftur í þjálfun. Miðillinn hefur aftur á móti nú uppfært grein sína og segir að um getgátur hafi verið að ræða, vegna myndbands frá Roma sem sýndi nokkra þekkta staði í Rómarborg. Með því að setja saman fyrsta staf úr heiti hvers staðar mátti nefnilega lesa nafnið Klopp. Forráðamenn Roma hafi nú í morgunsárið hafnað þessum sögusögnum. Áður en La Stampa dró frétt sína til baka hafði fjöldi annarra miðla vísað í greinina. BREAKING: Jurgen Klopp 'agrees shock managerial return' 🚨 pic.twitter.com/0hXxPhM8gB— The Sun Football ⚽ (@TheSunFootball) May 20, 2025 Roma kvaddi um helgina með hinn 73 ára gamla Claudio Ranieri, í síðasta heimaleik tímabilsins, en hann tók við liðinu á nýjan leik í nóvember síðastliðnum. La Stampa fullyrti í fyrri frétt sinni að um nokkurn tíma hefði verið stefna Roma að fá Klopp til starfa en að hann hefði verið búinn að gefa öðru félagi loforð, ef það myndi skipta um stjóra. Þegar það hefði ekki orðið raunin hefði hann ekki hikað við að segja já við Roma. Miðillinn gekk meira að segja svo langt að segja að samþykki Klopps hafi komið nákvæmlega klukkan 10:57 á sunnudagskvöld, og að Klopp hefði tjáð eigendum Roma hvernig þyrfti að styrkja liðið fyrir næstu leiktíð með að minnsta kosti sex leikmönnum, en hefur nú dregið frétt sína til baka.
Ítalski boltinn Mest lesið Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira