Um 100 skemmtiferðaskip í Vestmannaeyjum í sumar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. júní 2025 20:04 Í vor og það sem af er sumri hafa nokkur skemmtiferðaskip komið til Vestmannaeyjar, meðal annars þetta skip. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um hundrað skemmtiferðaskip koma til Vestmannaeyja í sumar og eru þau fyrstu nú þegar komin. Koma skipanna er mikil vítamínsprauta fyrir bæjarfélagið fyrir allskonar þjónustu. Það þykir öllum gaman að koma til Vestmannaeyja og þar eru innlendir og erlendir ferðamenn engin undantekning en mjög mikið er um ferðamenn í bæjarfélaginu á vorin og sumrin. Farþegar skemmtiferðaskipa eru líka stór hluti ferðamanna þó þau stoppi yfirleitt ekki lengi í höfninni. Jarl Sigurgeirsson, skólastjóri Tónlistarskólans er duglegur að fara með hópa um eyjuna enda mjög fróður og skemmtilegur leiðsögumaður. „Veðrið er komið og það stefnir bara í gott sumar. Ég er sannfærður um að sumarið verði mjög gott ferðasumar og að þetta verði sumarið okkar“, segir Jarl kátur í bragði. Jarl er ánægður með öll skemmtiferðaskipin, sem verða í Vestmannaeyjum í sumar og hafa verið nú í vor. „Já, það er gríðarleg lyftistöng og að fá þá ferðamenn hingað. Þeir skilja eftir gjaldeyrir, sem við nýtum. Þetta er reyndar bara dagstopp, skipin koma hérna og taka kannski fjórhjólaferð eða bátsferð eða rútuferð með ferðamennina og kynna sér eyjuna,“ segir Jarl. Jarl Sigurgeirsson, skólastjóri Tónlistarskóla Vestmannaeyja, sem tekur af og til á móti ferðahópum, sem koma til eyja.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hver eru viðbrögð erlendra ferðamanna, sem koma til Vestmannaeyja, hvað segir fólk? „Þau segja bara vá, það er bara svoleiðis, þau elska þetta,“ segir Jarl. Samkvæmt upplýsingum frá Gísla Vali Gíslasyni hafnsögumanni komu 103 skemmtiferðaskip á síðasta ári til Vestmannaeyja en í ár eru 97 komur bókaðar þannig að það er smávægileg fækkun á milli ára. Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra líst vel á ferðasumarið 2025 í Vestmannaeyjum. „Þetta er frábær tími í Eyjum, sumarið og við höfum mikið að hlakka til, við erum hátíðarglöð og svona, þannig að þetta er góður tími. Við fáum mjög mikið af ferðamönnum yfir sumartímann og líka mikið af Íslendingum, sem vilja koma og njóta þess, sem við höfum upp á að bjóða,“ segir Íris. Íris er líka ánægð með öll skemmtiferðaskipin. „Já, já, af því að þeim finnst algjörlega einstakt að sigla hingað inn til okkar og fjallasalurinn, sem tekur á móti skipunum er eitthvað, sem þau upplifa hvergi,“ segir bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum er að vonum kampakát með alla ferðamennina, sem heimsækja Vestmannaeyjar yfir sumartímann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vestmannaeyjar Ferðaþjónusta Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Sjá meira
Það þykir öllum gaman að koma til Vestmannaeyja og þar eru innlendir og erlendir ferðamenn engin undantekning en mjög mikið er um ferðamenn í bæjarfélaginu á vorin og sumrin. Farþegar skemmtiferðaskipa eru líka stór hluti ferðamanna þó þau stoppi yfirleitt ekki lengi í höfninni. Jarl Sigurgeirsson, skólastjóri Tónlistarskólans er duglegur að fara með hópa um eyjuna enda mjög fróður og skemmtilegur leiðsögumaður. „Veðrið er komið og það stefnir bara í gott sumar. Ég er sannfærður um að sumarið verði mjög gott ferðasumar og að þetta verði sumarið okkar“, segir Jarl kátur í bragði. Jarl er ánægður með öll skemmtiferðaskipin, sem verða í Vestmannaeyjum í sumar og hafa verið nú í vor. „Já, það er gríðarleg lyftistöng og að fá þá ferðamenn hingað. Þeir skilja eftir gjaldeyrir, sem við nýtum. Þetta er reyndar bara dagstopp, skipin koma hérna og taka kannski fjórhjólaferð eða bátsferð eða rútuferð með ferðamennina og kynna sér eyjuna,“ segir Jarl. Jarl Sigurgeirsson, skólastjóri Tónlistarskóla Vestmannaeyja, sem tekur af og til á móti ferðahópum, sem koma til eyja.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hver eru viðbrögð erlendra ferðamanna, sem koma til Vestmannaeyja, hvað segir fólk? „Þau segja bara vá, það er bara svoleiðis, þau elska þetta,“ segir Jarl. Samkvæmt upplýsingum frá Gísla Vali Gíslasyni hafnsögumanni komu 103 skemmtiferðaskip á síðasta ári til Vestmannaeyja en í ár eru 97 komur bókaðar þannig að það er smávægileg fækkun á milli ára. Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra líst vel á ferðasumarið 2025 í Vestmannaeyjum. „Þetta er frábær tími í Eyjum, sumarið og við höfum mikið að hlakka til, við erum hátíðarglöð og svona, þannig að þetta er góður tími. Við fáum mjög mikið af ferðamönnum yfir sumartímann og líka mikið af Íslendingum, sem vilja koma og njóta þess, sem við höfum upp á að bjóða,“ segir Íris. Íris er líka ánægð með öll skemmtiferðaskipin. „Já, já, af því að þeim finnst algjörlega einstakt að sigla hingað inn til okkar og fjallasalurinn, sem tekur á móti skipunum er eitthvað, sem þau upplifa hvergi,“ segir bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum er að vonum kampakát með alla ferðamennina, sem heimsækja Vestmannaeyjar yfir sumartímann.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vestmannaeyjar Ferðaþjónusta Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Sjá meira