Körfubolti

Lög­málið: Er NBA að svindla í lottóinu?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
logmallotto

Strákarnir í Lögmáli leiksins hafa sínar efasemdir um að rétt sé staðið að málum í lottóinu fyrir nýliðavalið.

Dallas Mavercicks hreppti þar fyrsta valrétt þó svo félagið hefði aðeins átt 1,7 prósent líkur á því.

„Er þetta eitthvað lottó eða eitthvað sem NBA ákveður?“ spyr Leifur Steinn Árnason fullur efasemda.

„Þetta er bara riggað,“ bætti Tómas Steindórsson við.

Klippa: Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu?

„Þetta gengur ekki upp. Það eru of mörg dæmi um svona tilviljun,“ segir Leifur Steinn en líflegur umræður um lottóið má sjá hér að ofan.

Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 Sports 2 klukkan 20.00 í kvöld.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×