Nýliðar á ráspól fyrir stærsta kappakstur í heimi Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2025 11:48 Robert Shwartzman fagnar ráspólnum með Prema-liðinu á Indianapolis-brautinni í gær. AP/Michael Conroy Ísraelsk-rússneski ökuþórinn og nýliðinn Robert Shwartzman kom öllum að óvörum þegar hann náði ráspól fyrir Indianapolis 500-kappaksturinn í tímatökum í gær. Þetta er jafnframt í fyrsta skiptið sem Prema-lið hans tekur þátt í þessum stærsta kappakstri í heimi. Fáir áttu von á að Shwartzman og Prema blönduðu sér í baráttuna um ráspólinn jafnvel eftir að hann var á meðal tólf fljótustu ökumannanna af 34 sem komust áfram í annarri umferð tímatakanna í gær. Hann gerði sér þó lítið fyrir og fór hraðast þeirra sex fljótustu sem kepptust um ráspólinn í þriðju og síðustu umferðinni. Meðalhraði Shwartzman yfir fjóra hringi var 374,639 kílómetrar á klukkustund (232,790 mílur á klukkustund). Hann er á sínu fyrsta tímabili í Indycar-mótaröðinni og hafði aldrei áður ekið á sporöskjubraut (e. oval) áður en æfingar hófust á Indianapolis-brautinni í þessum mánuði. Þetta er í fyrsta skipti í 42 ár sem nýliði nær ráspól fyrir Indy 500 og fyrsta skipti í 41 ár frá því að lið nær þeim árangri í frumraun sinni í keppninni. Shwartzman ólst upp hjá Ferrari og stefndi á feril í Formúlu 1. Hann var varaökumaður liðsins frá 2021 þar til í lok síðasta tímabils. Þá söðlaði hann um að gekk til liðs við Prema, annað ítalskt lið, sem hóf þátttöku í Indycar-mótaröðinni í fyrsta skipti í ár. Liðið hefur fram að þessu starfað í Evrópu, þar á meðal í Formúlu 2. Upphaflega keppti Shwartzman undir fána Rússlands en eftir að innrásin í Úkraínu hófst tók hann upp þann ísraelska. Hann verður fyrsti Ísraelinn sem keppir í Indy 500. Sterkasta liðið dæmt úr leik Tímatakan var dramatísk fyrir fleiri sakir. Enginn af þremur bílum Penske-liðsins, eins þess sterkasta í mótaröðinni og í Indianapolis sérstaklega, komst áfram í lokaumferð tímatakanna. Nýsjálendingurinn Scott McLaughlin lenti í hörðum árekstri í æfingum fyrir tímatökurnar og tók ekki þátt í gær en liðsfélagar hans, Josef Newgarden og Will Power voru báðir dæmdir úr leik eftir að keppnisstjórn ákvað að óleyfilegar breytingar hefðu verið gerðar á bílum þeirra rétt áður en tímatökurnar hófust. Newgarden vann keppnina í fyrra og árið á undan. Penske-ökumennirnir þrír ræstu saman úr fyrstu röð í kappakstrinum í fyrra. Þeir ræsa úr 10., 11. og 12. sæti í ár og eru enn taldir þeir sigurstranglegustu. Takuma Sato, japanski fyrrum F1-ökuþórinn, ræsir annar í kappakstrinum og Mexíkóinn Pato O'ward þriðji. Indy 500-kappaksturinn fer fram sunnudaginn 25. maí. Hann er stærsti íþróttaviðburður sem haldinn er yfir einn dag í heimi en búist er við fleiri en þrjú hundruð þúsund manns á keppnisdegi. Akstursíþróttir Bandaríkin Ísrael Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Sjá meira
Fáir áttu von á að Shwartzman og Prema blönduðu sér í baráttuna um ráspólinn jafnvel eftir að hann var á meðal tólf fljótustu ökumannanna af 34 sem komust áfram í annarri umferð tímatakanna í gær. Hann gerði sér þó lítið fyrir og fór hraðast þeirra sex fljótustu sem kepptust um ráspólinn í þriðju og síðustu umferðinni. Meðalhraði Shwartzman yfir fjóra hringi var 374,639 kílómetrar á klukkustund (232,790 mílur á klukkustund). Hann er á sínu fyrsta tímabili í Indycar-mótaröðinni og hafði aldrei áður ekið á sporöskjubraut (e. oval) áður en æfingar hófust á Indianapolis-brautinni í þessum mánuði. Þetta er í fyrsta skipti í 42 ár sem nýliði nær ráspól fyrir Indy 500 og fyrsta skipti í 41 ár frá því að lið nær þeim árangri í frumraun sinni í keppninni. Shwartzman ólst upp hjá Ferrari og stefndi á feril í Formúlu 1. Hann var varaökumaður liðsins frá 2021 þar til í lok síðasta tímabils. Þá söðlaði hann um að gekk til liðs við Prema, annað ítalskt lið, sem hóf þátttöku í Indycar-mótaröðinni í fyrsta skipti í ár. Liðið hefur fram að þessu starfað í Evrópu, þar á meðal í Formúlu 2. Upphaflega keppti Shwartzman undir fána Rússlands en eftir að innrásin í Úkraínu hófst tók hann upp þann ísraelska. Hann verður fyrsti Ísraelinn sem keppir í Indy 500. Sterkasta liðið dæmt úr leik Tímatakan var dramatísk fyrir fleiri sakir. Enginn af þremur bílum Penske-liðsins, eins þess sterkasta í mótaröðinni og í Indianapolis sérstaklega, komst áfram í lokaumferð tímatakanna. Nýsjálendingurinn Scott McLaughlin lenti í hörðum árekstri í æfingum fyrir tímatökurnar og tók ekki þátt í gær en liðsfélagar hans, Josef Newgarden og Will Power voru báðir dæmdir úr leik eftir að keppnisstjórn ákvað að óleyfilegar breytingar hefðu verið gerðar á bílum þeirra rétt áður en tímatökurnar hófust. Newgarden vann keppnina í fyrra og árið á undan. Penske-ökumennirnir þrír ræstu saman úr fyrstu röð í kappakstrinum í fyrra. Þeir ræsa úr 10., 11. og 12. sæti í ár og eru enn taldir þeir sigurstranglegustu. Takuma Sato, japanski fyrrum F1-ökuþórinn, ræsir annar í kappakstrinum og Mexíkóinn Pato O'ward þriðji. Indy 500-kappaksturinn fer fram sunnudaginn 25. maí. Hann er stærsti íþróttaviðburður sem haldinn er yfir einn dag í heimi en búist er við fleiri en þrjú hundruð þúsund manns á keppnisdegi.
Akstursíþróttir Bandaríkin Ísrael Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Sjá meira