„Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sindri Sverrisson skrifar 19. maí 2025 11:32 Hilmar Smári Henningsson var Just Wingin' it maður leiksins í gærkvöld. Stöð 2 Sport „Ég er búinn að eignast áttatíu nýja vini hér í Garðabæ,“ sagði Hilmar Smári Henningsson, landsliðsmaður og lykilmaður Stjörnunnar í körfubolta, eftir sigurinn sem færði liðinu oddaleik gegn Tindastóli á Sauðárkróki næsta miðvikudag. Hilmar Smári var valinn Just Wingin‘ it maður leiksins eftir sigurinn í Garðabæ í gær. Stemningin í troðfullri Umhyggjuhöllinni var ótrúleg eins og Hilmar talaði sérstaklega um en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hilmar Smári maður leiksins „Varðandi stuðningsmennina. Þetta er fallegasta samband sem hægt er að mynda, þegar við nærumst á orkunni hver frá öðrum. Við nærumst af orkunni þeirra og þeir nærast af orkunni frá okkur. Það er svo ógeðslega fallegt þegar þetta myndast og djöfull hefur þetta myndast í úrslitakeppninni hérna á Íslandi,“ sagði Hilmar Smári. Samband leikmanna og stuðningsmanna Stjörnunnar er afar sterkt og Stefán Árni Pálsson, stjórnandi Körfuboltakvölds, spurði Hilmar út í þá hefð að allir hittist á Dúllubar Stjörnumanna eftir sigurleiki: „Þetta eru gaurar sem við þekkjum nú þegar. Okkar menn og þeir standa sig ekkert eðlilega vel, og eiga allt skilið. En ég get lofað þér því að það er ekki verið að ýta okkur í að hitta þá eftir leik. Þetta er það skemmtilegasta sem við gerum, að gefa smá til baka. Þeir hafa verið geggjaðir alla úrslitakeppnina og ég er búinn að eignast áttatíu nýja vini hér í Garðabæ. Ég er bara orðinn Garðbæingur í dag,“ sagði Hilmar Smári sem er uppalinn hjá Haukum. „Í stóru myndinni skiptir bara máli að hann sé heilbrigður“ Gleðin var þó ekki eintóm í gær því alvarlegt atvik varð undir lok fyrri hálfleiks þegar Shaquille Rombley fann fyrir brjóstverkjum og var fluttur með sjúkrabíl úr höllinni. Hilmar var spurður hvernig hefði verið að glíma við slíkar aðstæður, í leik þar sem tap hefði þýtt að Stjarnan hefði misst af Íslandsmeistaratitlinum. „Við fengum ekkert að hugsa um það. Það er bara einn maður út og næsti maður inn. Það fór ekki í hausinn á mér í eina sekúndu hvað væri að fara að gerast núna. Ég vissi bara að næsti maður ÞYRFTI að stíga upp, og Bjarni gerði það. Við heyrðum að Shaq væri í góðum höndum núna, væri orðinn góður og við vonum bara að hann verði með okkur á miðvikudaginn. En í stóru myndinni skiptir bara máli að hann sé heilbrigður,“ sagði Hilmar en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum að ofan. Bónus-deild karla Stjarnan Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Fjórði úrslitaleikur Stjörnunnar og Tindastóls er í gangi í Ásgarði þessa stundina. Hlynur Bæringsson fékk óíþróttamannslega villu í fyrri hálfleiknum sem gerði hörðustu stuðningsmenn Tindastóls sótilla. 18. maí 2025 20:26 Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls gat verið svekktur með úrslit leiksins þegar lið hans laut í gras fyrir Stjörnunni í leik nr. 4 um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn endaði 91-86 fyrir Stjörnuna og Benni þarf að gíra liðið sitt upp fyrir oddaleik. 18. maí 2025 22:32 „Við máttum ekki gefast upp“ Jase Febres var einn af þeim sem leiddu áhlaupið sem skiluðu sigri Stjörnunnar í leik númer fjögur í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Hann skoraði 24 stig, hvert öðru mikilvægara, en þau komu öll í seinni hálfleik til að skila sigri Stjörnunnar 91-86 gegn Tindastól. 18. maí 2025 21:28 Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Fleiri fréttir „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Sjá meira
Hilmar Smári var valinn Just Wingin‘ it maður leiksins eftir sigurinn í Garðabæ í gær. Stemningin í troðfullri Umhyggjuhöllinni var ótrúleg eins og Hilmar talaði sérstaklega um en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hilmar Smári maður leiksins „Varðandi stuðningsmennina. Þetta er fallegasta samband sem hægt er að mynda, þegar við nærumst á orkunni hver frá öðrum. Við nærumst af orkunni þeirra og þeir nærast af orkunni frá okkur. Það er svo ógeðslega fallegt þegar þetta myndast og djöfull hefur þetta myndast í úrslitakeppninni hérna á Íslandi,“ sagði Hilmar Smári. Samband leikmanna og stuðningsmanna Stjörnunnar er afar sterkt og Stefán Árni Pálsson, stjórnandi Körfuboltakvölds, spurði Hilmar út í þá hefð að allir hittist á Dúllubar Stjörnumanna eftir sigurleiki: „Þetta eru gaurar sem við þekkjum nú þegar. Okkar menn og þeir standa sig ekkert eðlilega vel, og eiga allt skilið. En ég get lofað þér því að það er ekki verið að ýta okkur í að hitta þá eftir leik. Þetta er það skemmtilegasta sem við gerum, að gefa smá til baka. Þeir hafa verið geggjaðir alla úrslitakeppnina og ég er búinn að eignast áttatíu nýja vini hér í Garðabæ. Ég er bara orðinn Garðbæingur í dag,“ sagði Hilmar Smári sem er uppalinn hjá Haukum. „Í stóru myndinni skiptir bara máli að hann sé heilbrigður“ Gleðin var þó ekki eintóm í gær því alvarlegt atvik varð undir lok fyrri hálfleiks þegar Shaquille Rombley fann fyrir brjóstverkjum og var fluttur með sjúkrabíl úr höllinni. Hilmar var spurður hvernig hefði verið að glíma við slíkar aðstæður, í leik þar sem tap hefði þýtt að Stjarnan hefði misst af Íslandsmeistaratitlinum. „Við fengum ekkert að hugsa um það. Það er bara einn maður út og næsti maður inn. Það fór ekki í hausinn á mér í eina sekúndu hvað væri að fara að gerast núna. Ég vissi bara að næsti maður ÞYRFTI að stíga upp, og Bjarni gerði það. Við heyrðum að Shaq væri í góðum höndum núna, væri orðinn góður og við vonum bara að hann verði með okkur á miðvikudaginn. En í stóru myndinni skiptir bara máli að hann sé heilbrigður,“ sagði Hilmar en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum að ofan.
Bónus-deild karla Stjarnan Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Fjórði úrslitaleikur Stjörnunnar og Tindastóls er í gangi í Ásgarði þessa stundina. Hlynur Bæringsson fékk óíþróttamannslega villu í fyrri hálfleiknum sem gerði hörðustu stuðningsmenn Tindastóls sótilla. 18. maí 2025 20:26 Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls gat verið svekktur með úrslit leiksins þegar lið hans laut í gras fyrir Stjörnunni í leik nr. 4 um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn endaði 91-86 fyrir Stjörnuna og Benni þarf að gíra liðið sitt upp fyrir oddaleik. 18. maí 2025 22:32 „Við máttum ekki gefast upp“ Jase Febres var einn af þeim sem leiddu áhlaupið sem skiluðu sigri Stjörnunnar í leik númer fjögur í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Hann skoraði 24 stig, hvert öðru mikilvægara, en þau komu öll í seinni hálfleik til að skila sigri Stjörnunnar 91-86 gegn Tindastól. 18. maí 2025 21:28 Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Fleiri fréttir „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Sjá meira
Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Fjórði úrslitaleikur Stjörnunnar og Tindastóls er í gangi í Ásgarði þessa stundina. Hlynur Bæringsson fékk óíþróttamannslega villu í fyrri hálfleiknum sem gerði hörðustu stuðningsmenn Tindastóls sótilla. 18. maí 2025 20:26
Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls gat verið svekktur með úrslit leiksins þegar lið hans laut í gras fyrir Stjörnunni í leik nr. 4 um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn endaði 91-86 fyrir Stjörnuna og Benni þarf að gíra liðið sitt upp fyrir oddaleik. 18. maí 2025 22:32
„Við máttum ekki gefast upp“ Jase Febres var einn af þeim sem leiddu áhlaupið sem skiluðu sigri Stjörnunnar í leik númer fjögur í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Hann skoraði 24 stig, hvert öðru mikilvægara, en þau komu öll í seinni hálfleik til að skila sigri Stjörnunnar 91-86 gegn Tindastól. 18. maí 2025 21:28