„Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sindri Sverrisson skrifar 19. maí 2025 11:32 Hilmar Smári Henningsson var Just Wingin' it maður leiksins í gærkvöld. Stöð 2 Sport „Ég er búinn að eignast áttatíu nýja vini hér í Garðabæ,“ sagði Hilmar Smári Henningsson, landsliðsmaður og lykilmaður Stjörnunnar í körfubolta, eftir sigurinn sem færði liðinu oddaleik gegn Tindastóli á Sauðárkróki næsta miðvikudag. Hilmar Smári var valinn Just Wingin‘ it maður leiksins eftir sigurinn í Garðabæ í gær. Stemningin í troðfullri Umhyggjuhöllinni var ótrúleg eins og Hilmar talaði sérstaklega um en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hilmar Smári maður leiksins „Varðandi stuðningsmennina. Þetta er fallegasta samband sem hægt er að mynda, þegar við nærumst á orkunni hver frá öðrum. Við nærumst af orkunni þeirra og þeir nærast af orkunni frá okkur. Það er svo ógeðslega fallegt þegar þetta myndast og djöfull hefur þetta myndast í úrslitakeppninni hérna á Íslandi,“ sagði Hilmar Smári. Samband leikmanna og stuðningsmanna Stjörnunnar er afar sterkt og Stefán Árni Pálsson, stjórnandi Körfuboltakvölds, spurði Hilmar út í þá hefð að allir hittist á Dúllubar Stjörnumanna eftir sigurleiki: „Þetta eru gaurar sem við þekkjum nú þegar. Okkar menn og þeir standa sig ekkert eðlilega vel, og eiga allt skilið. En ég get lofað þér því að það er ekki verið að ýta okkur í að hitta þá eftir leik. Þetta er það skemmtilegasta sem við gerum, að gefa smá til baka. Þeir hafa verið geggjaðir alla úrslitakeppnina og ég er búinn að eignast áttatíu nýja vini hér í Garðabæ. Ég er bara orðinn Garðbæingur í dag,“ sagði Hilmar Smári sem er uppalinn hjá Haukum. „Í stóru myndinni skiptir bara máli að hann sé heilbrigður“ Gleðin var þó ekki eintóm í gær því alvarlegt atvik varð undir lok fyrri hálfleiks þegar Shaquille Rombley fann fyrir brjóstverkjum og var fluttur með sjúkrabíl úr höllinni. Hilmar var spurður hvernig hefði verið að glíma við slíkar aðstæður, í leik þar sem tap hefði þýtt að Stjarnan hefði misst af Íslandsmeistaratitlinum. „Við fengum ekkert að hugsa um það. Það er bara einn maður út og næsti maður inn. Það fór ekki í hausinn á mér í eina sekúndu hvað væri að fara að gerast núna. Ég vissi bara að næsti maður ÞYRFTI að stíga upp, og Bjarni gerði það. Við heyrðum að Shaq væri í góðum höndum núna, væri orðinn góður og við vonum bara að hann verði með okkur á miðvikudaginn. En í stóru myndinni skiptir bara máli að hann sé heilbrigður,“ sagði Hilmar en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum að ofan. Bónus-deild karla Stjarnan Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Fjórði úrslitaleikur Stjörnunnar og Tindastóls er í gangi í Ásgarði þessa stundina. Hlynur Bæringsson fékk óíþróttamannslega villu í fyrri hálfleiknum sem gerði hörðustu stuðningsmenn Tindastóls sótilla. 18. maí 2025 20:26 Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls gat verið svekktur með úrslit leiksins þegar lið hans laut í gras fyrir Stjörnunni í leik nr. 4 um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn endaði 91-86 fyrir Stjörnuna og Benni þarf að gíra liðið sitt upp fyrir oddaleik. 18. maí 2025 22:32 „Við máttum ekki gefast upp“ Jase Febres var einn af þeim sem leiddu áhlaupið sem skiluðu sigri Stjörnunnar í leik númer fjögur í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Hann skoraði 24 stig, hvert öðru mikilvægara, en þau komu öll í seinni hálfleik til að skila sigri Stjörnunnar 91-86 gegn Tindastól. 18. maí 2025 21:28 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira
Hilmar Smári var valinn Just Wingin‘ it maður leiksins eftir sigurinn í Garðabæ í gær. Stemningin í troðfullri Umhyggjuhöllinni var ótrúleg eins og Hilmar talaði sérstaklega um en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hilmar Smári maður leiksins „Varðandi stuðningsmennina. Þetta er fallegasta samband sem hægt er að mynda, þegar við nærumst á orkunni hver frá öðrum. Við nærumst af orkunni þeirra og þeir nærast af orkunni frá okkur. Það er svo ógeðslega fallegt þegar þetta myndast og djöfull hefur þetta myndast í úrslitakeppninni hérna á Íslandi,“ sagði Hilmar Smári. Samband leikmanna og stuðningsmanna Stjörnunnar er afar sterkt og Stefán Árni Pálsson, stjórnandi Körfuboltakvölds, spurði Hilmar út í þá hefð að allir hittist á Dúllubar Stjörnumanna eftir sigurleiki: „Þetta eru gaurar sem við þekkjum nú þegar. Okkar menn og þeir standa sig ekkert eðlilega vel, og eiga allt skilið. En ég get lofað þér því að það er ekki verið að ýta okkur í að hitta þá eftir leik. Þetta er það skemmtilegasta sem við gerum, að gefa smá til baka. Þeir hafa verið geggjaðir alla úrslitakeppnina og ég er búinn að eignast áttatíu nýja vini hér í Garðabæ. Ég er bara orðinn Garðbæingur í dag,“ sagði Hilmar Smári sem er uppalinn hjá Haukum. „Í stóru myndinni skiptir bara máli að hann sé heilbrigður“ Gleðin var þó ekki eintóm í gær því alvarlegt atvik varð undir lok fyrri hálfleiks þegar Shaquille Rombley fann fyrir brjóstverkjum og var fluttur með sjúkrabíl úr höllinni. Hilmar var spurður hvernig hefði verið að glíma við slíkar aðstæður, í leik þar sem tap hefði þýtt að Stjarnan hefði misst af Íslandsmeistaratitlinum. „Við fengum ekkert að hugsa um það. Það er bara einn maður út og næsti maður inn. Það fór ekki í hausinn á mér í eina sekúndu hvað væri að fara að gerast núna. Ég vissi bara að næsti maður ÞYRFTI að stíga upp, og Bjarni gerði það. Við heyrðum að Shaq væri í góðum höndum núna, væri orðinn góður og við vonum bara að hann verði með okkur á miðvikudaginn. En í stóru myndinni skiptir bara máli að hann sé heilbrigður,“ sagði Hilmar en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum að ofan.
Bónus-deild karla Stjarnan Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Fjórði úrslitaleikur Stjörnunnar og Tindastóls er í gangi í Ásgarði þessa stundina. Hlynur Bæringsson fékk óíþróttamannslega villu í fyrri hálfleiknum sem gerði hörðustu stuðningsmenn Tindastóls sótilla. 18. maí 2025 20:26 Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls gat verið svekktur með úrslit leiksins þegar lið hans laut í gras fyrir Stjörnunni í leik nr. 4 um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn endaði 91-86 fyrir Stjörnuna og Benni þarf að gíra liðið sitt upp fyrir oddaleik. 18. maí 2025 22:32 „Við máttum ekki gefast upp“ Jase Febres var einn af þeim sem leiddu áhlaupið sem skiluðu sigri Stjörnunnar í leik númer fjögur í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Hann skoraði 24 stig, hvert öðru mikilvægara, en þau komu öll í seinni hálfleik til að skila sigri Stjörnunnar 91-86 gegn Tindastól. 18. maí 2025 21:28 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira
Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Fjórði úrslitaleikur Stjörnunnar og Tindastóls er í gangi í Ásgarði þessa stundina. Hlynur Bæringsson fékk óíþróttamannslega villu í fyrri hálfleiknum sem gerði hörðustu stuðningsmenn Tindastóls sótilla. 18. maí 2025 20:26
Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls gat verið svekktur með úrslit leiksins þegar lið hans laut í gras fyrir Stjörnunni í leik nr. 4 um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn endaði 91-86 fyrir Stjörnuna og Benni þarf að gíra liðið sitt upp fyrir oddaleik. 18. maí 2025 22:32
„Við máttum ekki gefast upp“ Jase Febres var einn af þeim sem leiddu áhlaupið sem skiluðu sigri Stjörnunnar í leik númer fjögur í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Hann skoraði 24 stig, hvert öðru mikilvægara, en þau komu öll í seinni hálfleik til að skila sigri Stjörnunnar 91-86 gegn Tindastól. 18. maí 2025 21:28