Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2025 08:46 Rafal Trzaskowski, borgarstjóri Varsjár, (t.v.) og Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur, (t.h.) mætast að öllum líkindum í seinni umferð pólsku forsetakosninganna eftir tvær vikur. AP/Czarek Sokolowski Frjálslyndur borgarstjóri Varsjár og íhaldssamur sagnfræðingur keppast að öllum líkindum um embætti forseta Póllands eftir fyrri umferð forsetakosninga þar í gær. Lítill munur virðist hafa verið á fylgi frambjóðendanna tveggja. Formleg úrslit fyrri umferðarinnar liggja enn ekki fyrir en samkvæmt útgönguspám lítur út fyrir að Rafal Trzaskowski, borgarstjóri Varsjár, hafi fengið flest atkvæði, 31,2 prósent. Trzakowski er bandamaður Donalds Tusk forsætisráðherra og er Evrópusinni. Útlit er fyrir að hann mæti Karol Nawrocki, sem naut stuðnings Laga og réttlætis, þjóðernisíhaldsflokksins sem stýrði Póllandi lengi, í seinni umferðinni eftir tvær vikur. Nawrocki fékk 29,7 prósent atkvæða samkvæmt útgönguspá Ipsos. Búist er við því að endanleg úrslit liggi fyrir annað hvort seinna í dag eða á morgun, að sögn AP-fréttastofunnar. Nawrocki er pólitískur nýgræðingur. Hann talar fyrir íhaldssömum gildum og fullveldi Póllands. Bandaríkjaforseti tók á móti honum í Hvíta húsinu fyrr í þessum mánuði sem túlkað var sem stuðningsyfirlýsing við Nawrocki. Líkt og Bandaríkjaforseti hefur Nawrocki talað gegn Úkraínumönnum í sambandi við innrásarstríð Rússa. Tveir frambjóðendur sem eru enn lengra til hægri en Nawrocki fengu samtals rúman fimmtung atkvæða í fyrri umferð kosninganna. Forsætisráðherra og þingið fara með mest völd samvæmt pólskri stjórnskipan. Forsetinn hefur engu að síður umtalsverð völd, sérstaklega í utanríkis- og öryggismálum. Þá fer hann með neitunarvald yfir lögum sem þingið samþykkir. Andrzej Duda, fráfarandi forseti og íhaldsmaður, hefur ítrekað beitt því gegn stjórn Tusk á undanförnum mánuðum. Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Forsætisráðherra Póllands fullyrðir að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar hafi vísvitandi kveikt í stærstu verslunarmiðstöð landsins sem brann nærri til grunna í fyrra. Sökudólgarnir eru taldir hafa átt þátt í eldsvoða í nágrannaríkinu Litháen skömmu áður. 12. maí 2025 10:38 Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Pólskur ráðherra segir rússnesk stjórnvöld nú há fordæmalausa herferð til þess að hafa áhrif á forsetakosningar síðar í þessum mánuði. Afskiptin felist meðal annars í upplýsingahernaði og tölvuárásum á innviði landsins. 6. maí 2025 11:40 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Formleg úrslit fyrri umferðarinnar liggja enn ekki fyrir en samkvæmt útgönguspám lítur út fyrir að Rafal Trzaskowski, borgarstjóri Varsjár, hafi fengið flest atkvæði, 31,2 prósent. Trzakowski er bandamaður Donalds Tusk forsætisráðherra og er Evrópusinni. Útlit er fyrir að hann mæti Karol Nawrocki, sem naut stuðnings Laga og réttlætis, þjóðernisíhaldsflokksins sem stýrði Póllandi lengi, í seinni umferðinni eftir tvær vikur. Nawrocki fékk 29,7 prósent atkvæða samkvæmt útgönguspá Ipsos. Búist er við því að endanleg úrslit liggi fyrir annað hvort seinna í dag eða á morgun, að sögn AP-fréttastofunnar. Nawrocki er pólitískur nýgræðingur. Hann talar fyrir íhaldssömum gildum og fullveldi Póllands. Bandaríkjaforseti tók á móti honum í Hvíta húsinu fyrr í þessum mánuði sem túlkað var sem stuðningsyfirlýsing við Nawrocki. Líkt og Bandaríkjaforseti hefur Nawrocki talað gegn Úkraínumönnum í sambandi við innrásarstríð Rússa. Tveir frambjóðendur sem eru enn lengra til hægri en Nawrocki fengu samtals rúman fimmtung atkvæða í fyrri umferð kosninganna. Forsætisráðherra og þingið fara með mest völd samvæmt pólskri stjórnskipan. Forsetinn hefur engu að síður umtalsverð völd, sérstaklega í utanríkis- og öryggismálum. Þá fer hann með neitunarvald yfir lögum sem þingið samþykkir. Andrzej Duda, fráfarandi forseti og íhaldsmaður, hefur ítrekað beitt því gegn stjórn Tusk á undanförnum mánuðum.
Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Forsætisráðherra Póllands fullyrðir að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar hafi vísvitandi kveikt í stærstu verslunarmiðstöð landsins sem brann nærri til grunna í fyrra. Sökudólgarnir eru taldir hafa átt þátt í eldsvoða í nágrannaríkinu Litháen skömmu áður. 12. maí 2025 10:38 Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Pólskur ráðherra segir rússnesk stjórnvöld nú há fordæmalausa herferð til þess að hafa áhrif á forsetakosningar síðar í þessum mánuði. Afskiptin felist meðal annars í upplýsingahernaði og tölvuárásum á innviði landsins. 6. maí 2025 11:40 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Forsætisráðherra Póllands fullyrðir að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar hafi vísvitandi kveikt í stærstu verslunarmiðstöð landsins sem brann nærri til grunna í fyrra. Sökudólgarnir eru taldir hafa átt þátt í eldsvoða í nágrannaríkinu Litháen skömmu áður. 12. maí 2025 10:38
Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Pólskur ráðherra segir rússnesk stjórnvöld nú há fordæmalausa herferð til þess að hafa áhrif á forsetakosningar síðar í þessum mánuði. Afskiptin felist meðal annars í upplýsingahernaði og tölvuárásum á innviði landsins. 6. maí 2025 11:40