„Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. maí 2025 10:52 Hilmar Smári ræddi seinni hálfleiks frammistöðu sína í síðasta leik gegn Tindastóli. Hulda Margrét / Skjáskot Stöð 2 Sport Hilmar Smári Henningsson var ósáttur með sína frammistöðu í seinni hálfleik í síðasta leik og segir Stjörnuna hafa átt skilið tap gegn Tindastóli í úrslitaeinvígi Bónus deildar karla. Hann settist niður með Stefáni Árna Pálssyni og ræddi fjórða leik liðanna sem er framundan í kvöld. „Ólíkt fyrsta leiknum, sem mér fannst við eiga að vinna, þá fannst mér við ekki eiga skilið að vinna þriðja leikinn. Miðað við hvernig við komum út og hvernig við vorum heilt yfir leikinn. En bara geðveikt að vera kominn aftur í Garðabæinn, í Umhyggjuhöllina á okkar heimavöll, sjá alla stemninguna og nærast á henni“ sagði Hilmar í viðtalinu sem var tekið við hann í gær og má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hilmar Smári settist niður með Stefáni Árna Stemningin sem Hilmar talar um og nærist á hefur stóraukist, samhliða árangri liðsins. Stjarnan nýtti sér það og niðurlægði Tindastól í leik tvö í Garðabænum, en hefur tapað báðum útileikjunum og er með bakið upp við vegg. Hilmar var frábær í fyrri hálfleiknum í síðasta leik á Sauðárkróki, skoraði tuttugu stig, en síðan hægðist verulega á honum í seinni hálfleik og hann bætti aðeins tveimur stigum við á töfluna. „Þeir gerðu mjög vel og fengu að halda mér meira en venjulega. Greinilega mikil áhersla sett á mig í seinni hálfleik… Ég var ekki sáttur með sjálfan mig eftir seinni hálfleikinn. Ég þarf ekkert endilega að skora en ég þarf að skapa meira, mér fannst ég non-factor í þessum seinni hálfleik“ sagði Hilmar um sína frammistöðu. Hann viðurkenndi að þreytan væri aðeins farin að segja til sín, eftir langa og stranga úrslitakeppni, en gleðin og gamanið sem fylgir úrslitakeppninni heldur honum gangandi. Að ógleymdu sjúkraþjálfarateyminu sem tjaslar mönnum saman milli leikja. Vinir og vandamenn Hilmars hafa reynt að hafa af honum miða og hann hefur reynt að hjálpa þeim eftir fremsta megni en uppselt er á leikinn, sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. Útsending hefst klukkan hálf sjö. Bónus-deild karla Stjarnan Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
„Ólíkt fyrsta leiknum, sem mér fannst við eiga að vinna, þá fannst mér við ekki eiga skilið að vinna þriðja leikinn. Miðað við hvernig við komum út og hvernig við vorum heilt yfir leikinn. En bara geðveikt að vera kominn aftur í Garðabæinn, í Umhyggjuhöllina á okkar heimavöll, sjá alla stemninguna og nærast á henni“ sagði Hilmar í viðtalinu sem var tekið við hann í gær og má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hilmar Smári settist niður með Stefáni Árna Stemningin sem Hilmar talar um og nærist á hefur stóraukist, samhliða árangri liðsins. Stjarnan nýtti sér það og niðurlægði Tindastól í leik tvö í Garðabænum, en hefur tapað báðum útileikjunum og er með bakið upp við vegg. Hilmar var frábær í fyrri hálfleiknum í síðasta leik á Sauðárkróki, skoraði tuttugu stig, en síðan hægðist verulega á honum í seinni hálfleik og hann bætti aðeins tveimur stigum við á töfluna. „Þeir gerðu mjög vel og fengu að halda mér meira en venjulega. Greinilega mikil áhersla sett á mig í seinni hálfleik… Ég var ekki sáttur með sjálfan mig eftir seinni hálfleikinn. Ég þarf ekkert endilega að skora en ég þarf að skapa meira, mér fannst ég non-factor í þessum seinni hálfleik“ sagði Hilmar um sína frammistöðu. Hann viðurkenndi að þreytan væri aðeins farin að segja til sín, eftir langa og stranga úrslitakeppni, en gleðin og gamanið sem fylgir úrslitakeppninni heldur honum gangandi. Að ógleymdu sjúkraþjálfarateyminu sem tjaslar mönnum saman milli leikja. Vinir og vandamenn Hilmars hafa reynt að hafa af honum miða og hann hefur reynt að hjálpa þeim eftir fremsta megni en uppselt er á leikinn, sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. Útsending hefst klukkan hálf sjö.
Bónus-deild karla Stjarnan Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum