Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2025 09:37 Íbúar New York hafa beðið lengi eftir gleðistundinni sem varð í gærkvöld þegar Knicks komust loksins aftur í úrslit austurdeildarinnar. Getty/Angelina Katsanis New York Knicks eru komnir í úrslit austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í fyrsta sinn í 25 ár, með því að slá út sjálfa meistara Boston Celtics. Sigurdans var stiginn á götum New York borgar í nótt og stjörnurnar fögnuðu ákaft í Madison Square Garden. Leikararnir Timothee Chalamet, Tracy Morgan og Ben Stiller, söngvarinn Lenny Kravitz, rapparinn Bad Bunny og að sjálfsögðu leikstjórinn Spike Lee voru í hópi þeirra sem horfðu á Knicks valta yfir Celtics í gærkvöld, 119-81, og vinna þar með einvígi liðanna 4-2. MOOD pic.twitter.com/ZH1AfZf2mK— NEW YORK KNICKS (@nyknicks) May 17, 2025 Mikill fjöldi fólks fylgdist einnig með leiknum utandyra og þar brast út gríðarlegur fögnuður enda íbúar New York beðið lengi eftir því að lið þeirra spili loksins aftur til úrslita í austurdeildinni, og svo mögulega til úrslita um NBA-meistaratitilinn ef liðinu tekst að vinna Indiana Pacers. Það einvígi hefst á miðnætti á miðvikudagskvöld. CALL IN THE NATIONAL GUARD!KNICKS FANS ARE PARTYING ON SEVENTH AVENUE LIKE IT’S 1999! pic.twitter.com/yuBMobFvJj— ESPN New York (@ESPNNewYork) May 17, 2025 I think the Knicks won tonight? pic.twitter.com/n61h0sxSft— Andrew Yeung (@andruyeung) May 17, 2025 Jalen Brunson og OG Anunoby voru atkvæðamestir hjá Knicks í gær með 23 stig hvor en alls skoruðu sex leikmenn liðsins að minnsta kosti tíu stig hver í leiknum. Liðið setti auk þess met í sinni sögu með því að vinna 38 stiga sigur í úrslitakeppni. Mikal Bridges setti niður fjóra þrista og skoraði 22 stig, Karl-Anthony Towns skoraði 21 og Josh Hart endaði með þrefalda tvennu því hann skoraði 10 stig, tók 11 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Celtics hafði misst stjörnuleikmann sinn Jayson Tatum út með slitna hásin í leik fjögur í einvíginu en náði þó að vinna leik fimm og halda sér á lífi. Í gærkvöld átti liðið hins vegar engan möguleika og var 64-37 undir í hálfleik. Jaylen Brown var stigahæstur hjá fráfarandi meisturunum með 20 stig. NBA Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira
Leikararnir Timothee Chalamet, Tracy Morgan og Ben Stiller, söngvarinn Lenny Kravitz, rapparinn Bad Bunny og að sjálfsögðu leikstjórinn Spike Lee voru í hópi þeirra sem horfðu á Knicks valta yfir Celtics í gærkvöld, 119-81, og vinna þar með einvígi liðanna 4-2. MOOD pic.twitter.com/ZH1AfZf2mK— NEW YORK KNICKS (@nyknicks) May 17, 2025 Mikill fjöldi fólks fylgdist einnig með leiknum utandyra og þar brast út gríðarlegur fögnuður enda íbúar New York beðið lengi eftir því að lið þeirra spili loksins aftur til úrslita í austurdeildinni, og svo mögulega til úrslita um NBA-meistaratitilinn ef liðinu tekst að vinna Indiana Pacers. Það einvígi hefst á miðnætti á miðvikudagskvöld. CALL IN THE NATIONAL GUARD!KNICKS FANS ARE PARTYING ON SEVENTH AVENUE LIKE IT’S 1999! pic.twitter.com/yuBMobFvJj— ESPN New York (@ESPNNewYork) May 17, 2025 I think the Knicks won tonight? pic.twitter.com/n61h0sxSft— Andrew Yeung (@andruyeung) May 17, 2025 Jalen Brunson og OG Anunoby voru atkvæðamestir hjá Knicks í gær með 23 stig hvor en alls skoruðu sex leikmenn liðsins að minnsta kosti tíu stig hver í leiknum. Liðið setti auk þess met í sinni sögu með því að vinna 38 stiga sigur í úrslitakeppni. Mikal Bridges setti niður fjóra þrista og skoraði 22 stig, Karl-Anthony Towns skoraði 21 og Josh Hart endaði með þrefalda tvennu því hann skoraði 10 stig, tók 11 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Celtics hafði misst stjörnuleikmann sinn Jayson Tatum út með slitna hásin í leik fjögur í einvíginu en náði þó að vinna leik fimm og halda sér á lífi. Í gærkvöld átti liðið hins vegar engan möguleika og var 64-37 undir í hálfleik. Jaylen Brown var stigahæstur hjá fráfarandi meisturunum með 20 stig.
NBA Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira