Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2025 15:52 Israel Katz og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael í stjórnstöð hersins í dag. Israel Katz Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, segir umfangsmiklar árásir hafa verið gerðar á Húta í Jemen í dag. Miklar skemmdir hafi verið unndar á höfnum undir stjórn Húta og flugvellinum í Sanaa. Þá hótar Katz því að hætti Hútar ekki að skjóta eldflaugum að Ísrael muni verða gripið til frekari aðgerða. Ísraelar muni þá fara á eftir leiðtogum Húta. „...eins og við gerðum við Deif og Sinwar-bræðurna á Gasa, Nasrallah í Beirút og Haniyeh í Tehran,“ skrifaði Katz á X. Var hann þar að vísa til leiðtoga Hamas-samtakanna og Hezbollah, sem Ísraelar hafa fellt eða reynt að ráða af dögum. „Við munum einnig elta uppi Abd Malek al-Houthi [Leiðtoga Húta] í Jemen.“ צה"ל תקף כעת ופגע קשות בנמלים בתימן הנמצאים בשליטת ארגון הטרור החות׳י.גם שדה התעופה בצנעא עדיין הרוס.כמו שאמרנו: אם החות׳ים ימשיכו לירות טילים לעבר מדינת ישראל הם יספגו מכות כואבות - ונפגע גם בראשי הטרור כמו שעשינו לדף והסינווארים בעזה, לנסראללה בביירות ולהנייה בטהרן, נצוד… pic.twitter.com/MBGIVupkYC— ישראל כ”ץ Israel Katz (@Israel_katz) May 16, 2025 Í þessari viku hafa Hútar skotið nokkrum eldflaugum og drónum að Ísrael. Það hafa þeir reglulega gert frá því Ísraelar hófu hernaðinn á Gasaströndinni. Bandaríkjamenn hafa einnig gert umfangsmiklar árásir á Húta vegna árása þeirra á Ísrael og skip á Rauðahafi. Þær árásir voru mjög umfangsmiklar og stóðu yfir í um tvo mánuði. Trump lýsti þó á dögunum óvænt yfir vopnahléi við Húta og sagði leiðtoga þeirra hafa samþykkt að hætta árásum á skip á Rauðahafi, að hluta til. Hútar samþykktu ekki að hætta árásum á skip sem tengjast Ísrael eða árásum á Ísrael. Samkvæmt frétt Times of Israel komu fjöldi flugmanna hersins að árásunum, auk dróna, en herinn segir hafnirnar og flugvöllinn sem árásirnar beindust að hafa verið notaðar til flytja vopn frá Íran í hendur Húta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ísraelar gera árásir á þessa staði. TOI hefur eftir öðrum miðlum í Ísrael að beðið hafi verið með árásirnar þar til Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, væri farinn frá Mið-Austurlöndum. Ísrael Jemen Hernaður Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Þá hótar Katz því að hætti Hútar ekki að skjóta eldflaugum að Ísrael muni verða gripið til frekari aðgerða. Ísraelar muni þá fara á eftir leiðtogum Húta. „...eins og við gerðum við Deif og Sinwar-bræðurna á Gasa, Nasrallah í Beirút og Haniyeh í Tehran,“ skrifaði Katz á X. Var hann þar að vísa til leiðtoga Hamas-samtakanna og Hezbollah, sem Ísraelar hafa fellt eða reynt að ráða af dögum. „Við munum einnig elta uppi Abd Malek al-Houthi [Leiðtoga Húta] í Jemen.“ צה"ל תקף כעת ופגע קשות בנמלים בתימן הנמצאים בשליטת ארגון הטרור החות׳י.גם שדה התעופה בצנעא עדיין הרוס.כמו שאמרנו: אם החות׳ים ימשיכו לירות טילים לעבר מדינת ישראל הם יספגו מכות כואבות - ונפגע גם בראשי הטרור כמו שעשינו לדף והסינווארים בעזה, לנסראללה בביירות ולהנייה בטהרן, נצוד… pic.twitter.com/MBGIVupkYC— ישראל כ”ץ Israel Katz (@Israel_katz) May 16, 2025 Í þessari viku hafa Hútar skotið nokkrum eldflaugum og drónum að Ísrael. Það hafa þeir reglulega gert frá því Ísraelar hófu hernaðinn á Gasaströndinni. Bandaríkjamenn hafa einnig gert umfangsmiklar árásir á Húta vegna árása þeirra á Ísrael og skip á Rauðahafi. Þær árásir voru mjög umfangsmiklar og stóðu yfir í um tvo mánuði. Trump lýsti þó á dögunum óvænt yfir vopnahléi við Húta og sagði leiðtoga þeirra hafa samþykkt að hætta árásum á skip á Rauðahafi, að hluta til. Hútar samþykktu ekki að hætta árásum á skip sem tengjast Ísrael eða árásum á Ísrael. Samkvæmt frétt Times of Israel komu fjöldi flugmanna hersins að árásunum, auk dróna, en herinn segir hafnirnar og flugvöllinn sem árásirnar beindust að hafa verið notaðar til flytja vopn frá Íran í hendur Húta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ísraelar gera árásir á þessa staði. TOI hefur eftir öðrum miðlum í Ísrael að beðið hafi verið með árásirnar þar til Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, væri farinn frá Mið-Austurlöndum.
Ísrael Jemen Hernaður Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira