Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Þorsteinn Hjálmsson skrifar 18. maí 2025 21:31 vísir/diego Blásið var til veislu á Malbikstöðinni að Varmá í kvöld þegar Afturelding sigraði KR 4-3, eftir að hafa jafnað leikinn í tvígang og komið sér að lokum í forystu. Áhorfendametið féll og fengu áhorfendur nóg fyrir peninginn. KR að tapa sínum fyrsta leik í Bestu deildinni og Afturelding að jafna KR að stigum í deildinni. KR-ingar voru komnir í 0-2 eftir aðeins tíu mínútur. Fyrst skoraði Guðmundur Andri Tryggvason með hælnum eftir fyrirgjöf Gabríels Hrannars Eyjólfssonar. Frábær byrjun hjá Guðmundi Andra sem var að byrja sinn fyrsta leik í Bestu deildinni síðan hann kom yfir í KR frá Val síðasta sumar. Annað mark KR var einkar glæsilegt en þá smellti Aron Sigurðarson boltanum í netið af um 25 metrum beint úr aukaspyrnu. Boltinn yfir vegginn og niður í bláhornið. Eftir þetta róaðist leikurinn örlítið. Heimamenn fengu svo sitt fyrsta marktækifæri á 26. mínútu þegar Aron Jóhannsson náði fínu skoti á markið úr teignum. Afturelding náði í kjölfarið að búa sér til nokkrar fínar sóknir. Það skilaði sér svo eftir hálftíma leik þegar Benjamin Stokke batt endann á sókn heimamanna upp vinstri kantinn. Aron Elí Sævarsson kom þá með fyrirgjöf utarlega í teig gestanna þar sem Stokke kom á ferðinni og þrumaði boltanum í fyrsta í netið. Eiður Gauti Sæbjörnsson var svo hársbreidd frá því að auka forystu KR fyrir hálfleik þegar hann snéri glæsilega á varnarmann Aftureldingar við vítapunktinn, en skotið fram hjá. Staðan 1-2 í hálfleik. KR gerði tvær skiptingar í hálfleik og þurfti Júlíus Mar Júlíusson, miðvörður, meðal annars að fara af velli. Við það virtist vörn KR ekki vera eins örugg. Afturelding nýtti sér það á 53. mínútu þegar Benjamin Stokke ýtti boltanum yfir línuna eftir langa og góða sókn heimamanna. Georg Bjarnason með stoðsendinguna. KR-ingar voru þó ekki lengi að koma sér aftur í forystu. Eiður Gauti Sæbjörnsson skoraði þá á 59. mínútu af stuttu færi eftir fyrirgjöf Gabríels Hrannars. Eiður Gauti að skora fimmta leikinn í röð í Bestu deildinni. Heimamenn voru þó ekki af baki dottnir. Þeim tókst að jafna leikinn á 77. mínútu. Aron Elí Sævarsson kom þá boltanum í netið eftir darraðardans í teignum eftir hornspyrnu. Allt ætlaði svo um koll að keyra þegar Hrannar Snær Magnússon kom svo heimamönnum yfir þremur mínútum síðar. Kláraði hann þá vel eftir fyrirgjöf frá Þórði Gunnari Hafþórssyni á fjær svæðið. Baráttuglaðir heimamenn lokuðu svo á alla sóknartilburði KR-inga sem eftir lifði leiks og lauk leiknum því með sigri heimamanna. Atvik leiksins Sigurmarkið! Allt varð vitlaust í Mosó þegar Hrannar Snær smellti boltanum í netið. Var þetta kirsuberið ofan á þá köku sem þessi leikur var, sem KR-ingar enduðu á að fá í andlitið. Stjörnur og skúrkar Benjamin Stokke er að sýna fram á það að hann er þyngdar sinnar virði í gulli fyrir þetta Aftureldingarlið. Tvö mörk í dag og áttu varnarmenn KR í fullu fangi með hann í leiknum sérstaklega eftir að Júlíus Mar Júlíusson þurfti frá að hverfa í hálfleik. Annars var frammistaða heimamanna heilt yfir til algjörrar fyrirmyndar í kvöld. Hjalti Sigurðsson leit ekkert sérstaklega vel út í seinni hálfleik þegar hann þurfti að fara inn í miðja vörn KR eftir að Júlíus Mar hvarf á braut. Dómarar Sigurður Hjörtur Þrastarson veifaði gula spjaldinu níu sinnum í leiknum. Það var þó nauðsynlegt því atgangurinn og ákefðin var slík, sérstaklega þegar líða fór á leikinn. Flottur leikur hjá dómurum leiksins. Stemning og umgjörð Mosfellingar blésu til algjörrar veislu í dag og var sett nýtt áhorfendamet á Malbikstöðinni að Varmá. Fjöldi áhorfenda 1.182, en fyrra met var 984 sem var sett gegn Víkingi fyrr á þessu tímabili. Upphitun fyrir leikinn hófst í Hlégarði tæpum tveimur tímum fyrir leik þar sem bæði var kynnt nýtt stuðningsmannalag úr smiðju Dóra DNA og Steinda Jr. og nýtt lukkudýr, Ísfuglinn, afhjúpað. Fjöldi manns mætti þangað og skilaði sér svo í kjölfarið á völlinn. KR-ingar fjölmenntu á völlinn, líkt og þeir hafa gert á þessu tímabili undir stjórn Óskars Hrafns. Alltaf skemmtilegir söngvar sem berast frá þeirri stuðningsmannasveit. Viðtöl „Við eigum í basli með að dekka inn í teig “ „Þegar maður skoðar þennan leik þá á ég bágt með að trúa því hvernig við gátum raunverulega tapað þessum leik,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, eftir 4-3 tap sinna manna gegn Aftureldingu. Eftir frábæra byrjun KR þá breyttist leikurinn í martröð í seinni hálfleik þar sem heimamenn gengu frá leiknum á lokakaflanum. „Við erum enn þá sjálfum okkur verstir. Við höfum tilhneigingu til, þó spilið hjá okkur sé framúrskarandi gott að mörgu leiti, þá höfum við enn þá tilhneigingu til að taka vondar ákvarðanir með boltann á köflum sem að þeir lifðu vel á og voru bara hættulegir þegar þeir fengu boltann og við úr jafnvægi. Við eigum í basli með að dekka inn í teig við þurfum að vera betri þar. Það er einhver skýring að við höfum þurft að skipta út varnarlínunni mjög reglulega og inn í leikjum og þá myndast óöryggi því það er ekki sama samvinnan og sami sameiginlegi skilningurinn hvar menn eiga að standa.“ Óskar Hrafn mátti horfa upp á tap sinna manna í kvöld.vísir / diego „Það var rosalega margt gott sem ég sá í þessum leik. Bara sárt að við uppskárum ekki eftir því. Svo er það auðvitað þannig að ef þú færð á þig fjögur mörk og verð ekki markið þitt inn í teignum þínum þá er það erfitt. Það gefur auga leið.“ KR hafa verið að glíma við gríðarlega mikil meiðsli í upphafi móts og hefur varnarleikurinn fengið sérstaklega að líða fyrir það. Júlíus Mar Júlíusson fór til að mynda aftur út af meiddur líkt og um síðustu helgi, en Júlíus Mar er algjör máttarstólpi í miðri vörn KR. „Hann er náttúrulega bara búinn að vera mikið meiddur, þannig að við tókum enga sénsa með það. Ég held að það sé ekkert alvarlegt. Síðan er Aron Sigurðarson bara að koma til baka eftir meiðsli, þannig að við gátum ekki látið hann spila lengur enn 60 mínútur. Guðmundur Andri líka að koma úr meiðslum. Þannig að þetta er fullmikið pússluspil og á meðan við erum að púsla þá er erfitt að ná kannski fullkomnum stöðugleika. Mér finnst við vera svolítið að líða fyrir það núna. Að því sögðu, þá eigum við að geta betur. Við eigum ekki undir nokkrum kringumstæðum að vera gera annað heldur en að vinna þennan leik,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. Besta deild karla Afturelding KR
Blásið var til veislu á Malbikstöðinni að Varmá í kvöld þegar Afturelding sigraði KR 4-3, eftir að hafa jafnað leikinn í tvígang og komið sér að lokum í forystu. Áhorfendametið féll og fengu áhorfendur nóg fyrir peninginn. KR að tapa sínum fyrsta leik í Bestu deildinni og Afturelding að jafna KR að stigum í deildinni. KR-ingar voru komnir í 0-2 eftir aðeins tíu mínútur. Fyrst skoraði Guðmundur Andri Tryggvason með hælnum eftir fyrirgjöf Gabríels Hrannars Eyjólfssonar. Frábær byrjun hjá Guðmundi Andra sem var að byrja sinn fyrsta leik í Bestu deildinni síðan hann kom yfir í KR frá Val síðasta sumar. Annað mark KR var einkar glæsilegt en þá smellti Aron Sigurðarson boltanum í netið af um 25 metrum beint úr aukaspyrnu. Boltinn yfir vegginn og niður í bláhornið. Eftir þetta róaðist leikurinn örlítið. Heimamenn fengu svo sitt fyrsta marktækifæri á 26. mínútu þegar Aron Jóhannsson náði fínu skoti á markið úr teignum. Afturelding náði í kjölfarið að búa sér til nokkrar fínar sóknir. Það skilaði sér svo eftir hálftíma leik þegar Benjamin Stokke batt endann á sókn heimamanna upp vinstri kantinn. Aron Elí Sævarsson kom þá með fyrirgjöf utarlega í teig gestanna þar sem Stokke kom á ferðinni og þrumaði boltanum í fyrsta í netið. Eiður Gauti Sæbjörnsson var svo hársbreidd frá því að auka forystu KR fyrir hálfleik þegar hann snéri glæsilega á varnarmann Aftureldingar við vítapunktinn, en skotið fram hjá. Staðan 1-2 í hálfleik. KR gerði tvær skiptingar í hálfleik og þurfti Júlíus Mar Júlíusson, miðvörður, meðal annars að fara af velli. Við það virtist vörn KR ekki vera eins örugg. Afturelding nýtti sér það á 53. mínútu þegar Benjamin Stokke ýtti boltanum yfir línuna eftir langa og góða sókn heimamanna. Georg Bjarnason með stoðsendinguna. KR-ingar voru þó ekki lengi að koma sér aftur í forystu. Eiður Gauti Sæbjörnsson skoraði þá á 59. mínútu af stuttu færi eftir fyrirgjöf Gabríels Hrannars. Eiður Gauti að skora fimmta leikinn í röð í Bestu deildinni. Heimamenn voru þó ekki af baki dottnir. Þeim tókst að jafna leikinn á 77. mínútu. Aron Elí Sævarsson kom þá boltanum í netið eftir darraðardans í teignum eftir hornspyrnu. Allt ætlaði svo um koll að keyra þegar Hrannar Snær Magnússon kom svo heimamönnum yfir þremur mínútum síðar. Kláraði hann þá vel eftir fyrirgjöf frá Þórði Gunnari Hafþórssyni á fjær svæðið. Baráttuglaðir heimamenn lokuðu svo á alla sóknartilburði KR-inga sem eftir lifði leiks og lauk leiknum því með sigri heimamanna. Atvik leiksins Sigurmarkið! Allt varð vitlaust í Mosó þegar Hrannar Snær smellti boltanum í netið. Var þetta kirsuberið ofan á þá köku sem þessi leikur var, sem KR-ingar enduðu á að fá í andlitið. Stjörnur og skúrkar Benjamin Stokke er að sýna fram á það að hann er þyngdar sinnar virði í gulli fyrir þetta Aftureldingarlið. Tvö mörk í dag og áttu varnarmenn KR í fullu fangi með hann í leiknum sérstaklega eftir að Júlíus Mar Júlíusson þurfti frá að hverfa í hálfleik. Annars var frammistaða heimamanna heilt yfir til algjörrar fyrirmyndar í kvöld. Hjalti Sigurðsson leit ekkert sérstaklega vel út í seinni hálfleik þegar hann þurfti að fara inn í miðja vörn KR eftir að Júlíus Mar hvarf á braut. Dómarar Sigurður Hjörtur Þrastarson veifaði gula spjaldinu níu sinnum í leiknum. Það var þó nauðsynlegt því atgangurinn og ákefðin var slík, sérstaklega þegar líða fór á leikinn. Flottur leikur hjá dómurum leiksins. Stemning og umgjörð Mosfellingar blésu til algjörrar veislu í dag og var sett nýtt áhorfendamet á Malbikstöðinni að Varmá. Fjöldi áhorfenda 1.182, en fyrra met var 984 sem var sett gegn Víkingi fyrr á þessu tímabili. Upphitun fyrir leikinn hófst í Hlégarði tæpum tveimur tímum fyrir leik þar sem bæði var kynnt nýtt stuðningsmannalag úr smiðju Dóra DNA og Steinda Jr. og nýtt lukkudýr, Ísfuglinn, afhjúpað. Fjöldi manns mætti þangað og skilaði sér svo í kjölfarið á völlinn. KR-ingar fjölmenntu á völlinn, líkt og þeir hafa gert á þessu tímabili undir stjórn Óskars Hrafns. Alltaf skemmtilegir söngvar sem berast frá þeirri stuðningsmannasveit. Viðtöl „Við eigum í basli með að dekka inn í teig “ „Þegar maður skoðar þennan leik þá á ég bágt með að trúa því hvernig við gátum raunverulega tapað þessum leik,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, eftir 4-3 tap sinna manna gegn Aftureldingu. Eftir frábæra byrjun KR þá breyttist leikurinn í martröð í seinni hálfleik þar sem heimamenn gengu frá leiknum á lokakaflanum. „Við erum enn þá sjálfum okkur verstir. Við höfum tilhneigingu til, þó spilið hjá okkur sé framúrskarandi gott að mörgu leiti, þá höfum við enn þá tilhneigingu til að taka vondar ákvarðanir með boltann á köflum sem að þeir lifðu vel á og voru bara hættulegir þegar þeir fengu boltann og við úr jafnvægi. Við eigum í basli með að dekka inn í teig við þurfum að vera betri þar. Það er einhver skýring að við höfum þurft að skipta út varnarlínunni mjög reglulega og inn í leikjum og þá myndast óöryggi því það er ekki sama samvinnan og sami sameiginlegi skilningurinn hvar menn eiga að standa.“ Óskar Hrafn mátti horfa upp á tap sinna manna í kvöld.vísir / diego „Það var rosalega margt gott sem ég sá í þessum leik. Bara sárt að við uppskárum ekki eftir því. Svo er það auðvitað þannig að ef þú færð á þig fjögur mörk og verð ekki markið þitt inn í teignum þínum þá er það erfitt. Það gefur auga leið.“ KR hafa verið að glíma við gríðarlega mikil meiðsli í upphafi móts og hefur varnarleikurinn fengið sérstaklega að líða fyrir það. Júlíus Mar Júlíusson fór til að mynda aftur út af meiddur líkt og um síðustu helgi, en Júlíus Mar er algjör máttarstólpi í miðri vörn KR. „Hann er náttúrulega bara búinn að vera mikið meiddur, þannig að við tókum enga sénsa með það. Ég held að það sé ekkert alvarlegt. Síðan er Aron Sigurðarson bara að koma til baka eftir meiðsli, þannig að við gátum ekki látið hann spila lengur enn 60 mínútur. Guðmundur Andri líka að koma úr meiðslum. Þannig að þetta er fullmikið pússluspil og á meðan við erum að púsla þá er erfitt að ná kannski fullkomnum stöðugleika. Mér finnst við vera svolítið að líða fyrir það núna. Að því sögðu, þá eigum við að geta betur. Við eigum ekki undir nokkrum kringumstæðum að vera gera annað heldur en að vinna þennan leik,“ sagði Óskar Hrafn að lokum.
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti