Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann Lovísa Arnardóttir skrifar 16. maí 2025 11:22 Þessi köttur er ekki með neinn kraga en í sameiginlegri yfirlýsingu eru kattaeigendur hvattir til þess að setja kraga á kettina sína. Vísir/Vilhelm Fuglavernd, Kattavinafélag Íslands, Dýraverndarsamband Íslands, Dýraþjónusta Reykjavíkur og Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn hvetja kattaeigendur að sýna ábyrgð og taka tillit til fuglalífs með því að reyna að lágmarka fugladráp katta sinna á varptíma fugla. „Nú er vorið komið með tilheyrandi fuglasöng en varptími fugla er hafinn og stendur yfir frá maí fram í ágúst. Þetta er viðkvæmur tími hjá fuglunum en fjöldi fugla kemur hingað til lands í þeim tilgangi að fjölga sér,“ segir í sameiginlegri tilkynningu samtakanna um málið. Þar kemur fram að fuglarnir geri sér hreiður og liggi á eggjunum í um tvær til þrjár vikur áður en eggin klekjast og ungarnir skríða út. Varað er við því að kettir séu rándýr og ítrekað mikilvægi þess að hugi að því að kettirnir þeirra valdi ekki fugladauða. Í yfirlýsingunni er svo að finna góð ráð fyrir kattaeigendur. Þar er til dæmis lagt til að halda köttunum inni yfir kvöld og nótt, um það bil frá klukkan 17:00 til klukkan 09:00 að morgni. Þannig megi að miklu leyti koma í veg fyrir veiðar katta, en kettir sjá betur þegar það fer að rökkva og eiga þá betur með að veiða fugla. Kettirnir fara jafvel upp í tré til að sækja eggin komist þeir upp. Vísir/Vilhelm Til að venja ketti á að koma inn seinnipartinn sé hægt að gefa þeim eitthvað sem eigandinn veit að kisu finnst gott. Hafa þurfi þó í huga að kettir þurfi meiri leik og athygli heima við á þessum tíma. Þá segir að þeim sem séu miklar veiðiklær sé best að halda inni á varptíma fugla þar sem þeir fari jafnvel upp í hreiður til að drepa unga og geti veitt tugi fugla yfir sumartímann. Þá er í yfirlýsingunni bent á að rannsóknir hafi sýnt að kettir með litríka kraga drepa mun færri fugla en kettir án kraga. Fuglar koma fyrr auga á ketti með litríka kraga og eigi þá betur með að forða sér. Bjöllur geri eitthvað gagn við að minnka veiðar katta, en lítið á við kragana. Kragana sé hægt að fá á allnokkrum stöðum svo sem hjá Fuglavernd, í Kattholti, Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, gæludýraverslunum og hjá dýralæknum. Hægt er að kynna sér málið betur hér. Dýr Kettir Fuglar Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Dýraheilbrigði Reykjavík Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
„Nú er vorið komið með tilheyrandi fuglasöng en varptími fugla er hafinn og stendur yfir frá maí fram í ágúst. Þetta er viðkvæmur tími hjá fuglunum en fjöldi fugla kemur hingað til lands í þeim tilgangi að fjölga sér,“ segir í sameiginlegri tilkynningu samtakanna um málið. Þar kemur fram að fuglarnir geri sér hreiður og liggi á eggjunum í um tvær til þrjár vikur áður en eggin klekjast og ungarnir skríða út. Varað er við því að kettir séu rándýr og ítrekað mikilvægi þess að hugi að því að kettirnir þeirra valdi ekki fugladauða. Í yfirlýsingunni er svo að finna góð ráð fyrir kattaeigendur. Þar er til dæmis lagt til að halda köttunum inni yfir kvöld og nótt, um það bil frá klukkan 17:00 til klukkan 09:00 að morgni. Þannig megi að miklu leyti koma í veg fyrir veiðar katta, en kettir sjá betur þegar það fer að rökkva og eiga þá betur með að veiða fugla. Kettirnir fara jafvel upp í tré til að sækja eggin komist þeir upp. Vísir/Vilhelm Til að venja ketti á að koma inn seinnipartinn sé hægt að gefa þeim eitthvað sem eigandinn veit að kisu finnst gott. Hafa þurfi þó í huga að kettir þurfi meiri leik og athygli heima við á þessum tíma. Þá segir að þeim sem séu miklar veiðiklær sé best að halda inni á varptíma fugla þar sem þeir fari jafnvel upp í hreiður til að drepa unga og geti veitt tugi fugla yfir sumartímann. Þá er í yfirlýsingunni bent á að rannsóknir hafi sýnt að kettir með litríka kraga drepa mun færri fugla en kettir án kraga. Fuglar koma fyrr auga á ketti með litríka kraga og eigi þá betur með að forða sér. Bjöllur geri eitthvað gagn við að minnka veiðar katta, en lítið á við kragana. Kragana sé hægt að fá á allnokkrum stöðum svo sem hjá Fuglavernd, í Kattholti, Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, gæludýraverslunum og hjá dýralæknum. Hægt er að kynna sér málið betur hér.
Dýr Kettir Fuglar Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Dýraheilbrigði Reykjavík Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira