Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Jón Þór Stefánsson skrifar 15. maí 2025 14:03 Gervigreindin veit ekki alveg hvernig hún á að tækla þá Marlon Brando og Bob Dylan. Getty Netverji sem var að rifja upp hverjir léku í frægri kvikmynd Michael Mann, Heat frá 1995, spurði leitarvélina Google hvort bandaríski stórleikarinn Marlon heitinn Brando hefði verið í glæstum leikarahóp myndarinnar. Svarið var á þá leið að Marlon Brando væri ekki á lóðaríi. Þess má geta að Brando lék enga rullu í Heat. Undanfarin tvö ár hefur Google smátt og smátt innleitt gervigreindarsvör inn í leitarvél sína. Spyr maður spurninga í leitarglugga Google fellur það í sumum tilfellum í hlut tungumálamódels að svara, en það gerir hún í einföldu máli með því að skoða niðurstöður á netinu og taka þær saman fyrir spyrjandann. Dæmið varðandi Brando og Heat grundvallast í tungumálamisskilningi. Spurningin sem var skrifuð inn í leitargluggann var „er marlon brando í heat“ eða á ensku þar sem hún var upprunalega borin fram: „is marlon brando in heat“. „Nei, Marlon Brandi er ekki „á lóðaríi“. Marlon Brando var mikilsvirtur og áhrifamikill leikari sem lést árið 2004 vegna öndunarfæravanda og annarra heilsukvilla. Hugtakið að vera „á lóðaríi“ á yfirleitt við um tíðahring kvenkyns dýra, og á ekki við um liðið fólk,“ var svar gervigreindarinnar, en skjáskot af þessum samskiptum hafa vakið athygli á samfélagsmiðlum. Af hverju misskilur hún? Misskilningurinn fellst í því að á ensku þýðir það að vera „in heat“ að lóða, breima, yxna eða á fengitíma. Þar af leiðandi gerði tungumálamódelið ráð fyrir að spyrjandinn væri að velta fyrir sér mögulegu lóðaríi Brando. Kannski spilaði inn í að Heat var ekki skrifað með stórum staf í spurningunni, en gera má ráð fyrir að flestir netverjar séu ekki með fullan hug við stafsetningu þegar þeir gúggla. Stórleikararnir Al Pacino og Robert De Niro léku báðir í Guðföðurnum II, en léku aldrei í sömu senu. Það gerðu þeir hins vegar í fyrsta skipti í Heat. Marlon Brando var þó ekki í leikarahópnum.Getty Blaðamaður varð var við skjáskotið á netinu og ákvað að spyrja Google að sömu spurningu. Þá virtist hún vera orðin meðvituð um misskilninginn, en stóð samt föst á sínu og útskýrði aftur að Brando væri ekki að lóða. Og virtist ekki skilja í hverju misskilningurinn fælist, eða hvers vegna hann væri fyndinn. Hvergi er minnst á kvikmyndina Heat. „Nei, Marlon Brando er ekki „á lóðaríi“. Þetta orðasamband má líklega rekja til gamansamrar eða rangtúlkaðrar gervigreindar-leitarniðurstöðu, líkt og sjá má af umræðu á netinu. Brando, sem var mikils metinn leikari, lést árið 2004, og hugtakið að vera „á lóðaríi“ á yfirleitt við um dýr en ekki menn,“ var svar gervigreindarinnar þegar blaðamaður spurði. Dylan ansi léttur Fleiri skondin dæmi um rugluð svör frá gervigreindinni hafa vakið athygli á netinu. Eitt slíkt kom á dögunum þegar netverji spurði Google út í þyngd tónlistarmannsins og Nóbelskáldsins Bobs Dylan. „Hversu þungur var Bob Dylan?“ spurði hann. „Nákvæm þyngd Bobs Dylan liggur ekki nákvæmlega fyrir, en því hefur víða verið haldið fram að hann hafi vegið um sex eða sjö pund. Sumir aðdáendur hafa tekið eftir því að á ljósmyndum og myndböndum sést að hann er grannvaxinn, sem hefur leitt til umræðu um þyngd hans. Það er mikilvægt að hafa í huga að þyngdarsveiflur geta verið eðlilegar, og þetta mat byggir á vangaveltum og tilgátum,“ svaraði Google með hjálp gervigreindartólsins. Þess má geta að sex til sjö pund jafngilda um þremur kílóum. Svarið vísaði til umræðu sem hafði átt sér stað á spjallborðinu Reddit. Þar spurði netverji aðdáendur Dylan hvort einhver vissi hver lágmarksþyngd hans hefði verið, og vísaði til þess að á sumum myndum væru fótleggirnir á honum „mjórri en eldspýtur“. Spyrjandinn vildi augljóslega fá að vita hver lágmarksþyngd Dylans hefði verið á fullorðinsárum hans. En annar netverji svaraði á léttum nótum, og sagði að Dylan hefði líklega verið um sex eða sjö pund, þann 24. maí 1941, sem er fæðingardagur tónlistarmannsins. Það var það svar sem gervigreindartól Google fann og vísaði í. Lím á pizzu Í fyrra greindi Forbes frá því að Google ætlaði tímabundið að draga úr notkun þessa gervigreindartóls eftir að það gaf upp röng svör, eða jafnvel skaðleg. Þá vakti sérstaka athygli svar sem pizzubakari fékk við fyrirspurn sinni. „Ostur festist ekki við pizzu,“ skrifaði hann inn í leitargluggann. „Að blanda osti í sósuna getur hjálpað við að draga raka í ostinn og þurrka sósuna. Þú getur líka prófað að setja einn áttunda úr bolla af eiturefnalausu lími í sósuna til að hún festist betur.“ Spurningar og svör hafa verið þýdd á íslensku úr ensku. Gervigreind Pítsur Bíó og sjónvarp Google Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Þess má geta að Brando lék enga rullu í Heat. Undanfarin tvö ár hefur Google smátt og smátt innleitt gervigreindarsvör inn í leitarvél sína. Spyr maður spurninga í leitarglugga Google fellur það í sumum tilfellum í hlut tungumálamódels að svara, en það gerir hún í einföldu máli með því að skoða niðurstöður á netinu og taka þær saman fyrir spyrjandann. Dæmið varðandi Brando og Heat grundvallast í tungumálamisskilningi. Spurningin sem var skrifuð inn í leitargluggann var „er marlon brando í heat“ eða á ensku þar sem hún var upprunalega borin fram: „is marlon brando in heat“. „Nei, Marlon Brandi er ekki „á lóðaríi“. Marlon Brando var mikilsvirtur og áhrifamikill leikari sem lést árið 2004 vegna öndunarfæravanda og annarra heilsukvilla. Hugtakið að vera „á lóðaríi“ á yfirleitt við um tíðahring kvenkyns dýra, og á ekki við um liðið fólk,“ var svar gervigreindarinnar, en skjáskot af þessum samskiptum hafa vakið athygli á samfélagsmiðlum. Af hverju misskilur hún? Misskilningurinn fellst í því að á ensku þýðir það að vera „in heat“ að lóða, breima, yxna eða á fengitíma. Þar af leiðandi gerði tungumálamódelið ráð fyrir að spyrjandinn væri að velta fyrir sér mögulegu lóðaríi Brando. Kannski spilaði inn í að Heat var ekki skrifað með stórum staf í spurningunni, en gera má ráð fyrir að flestir netverjar séu ekki með fullan hug við stafsetningu þegar þeir gúggla. Stórleikararnir Al Pacino og Robert De Niro léku báðir í Guðföðurnum II, en léku aldrei í sömu senu. Það gerðu þeir hins vegar í fyrsta skipti í Heat. Marlon Brando var þó ekki í leikarahópnum.Getty Blaðamaður varð var við skjáskotið á netinu og ákvað að spyrja Google að sömu spurningu. Þá virtist hún vera orðin meðvituð um misskilninginn, en stóð samt föst á sínu og útskýrði aftur að Brando væri ekki að lóða. Og virtist ekki skilja í hverju misskilningurinn fælist, eða hvers vegna hann væri fyndinn. Hvergi er minnst á kvikmyndina Heat. „Nei, Marlon Brando er ekki „á lóðaríi“. Þetta orðasamband má líklega rekja til gamansamrar eða rangtúlkaðrar gervigreindar-leitarniðurstöðu, líkt og sjá má af umræðu á netinu. Brando, sem var mikils metinn leikari, lést árið 2004, og hugtakið að vera „á lóðaríi“ á yfirleitt við um dýr en ekki menn,“ var svar gervigreindarinnar þegar blaðamaður spurði. Dylan ansi léttur Fleiri skondin dæmi um rugluð svör frá gervigreindinni hafa vakið athygli á netinu. Eitt slíkt kom á dögunum þegar netverji spurði Google út í þyngd tónlistarmannsins og Nóbelskáldsins Bobs Dylan. „Hversu þungur var Bob Dylan?“ spurði hann. „Nákvæm þyngd Bobs Dylan liggur ekki nákvæmlega fyrir, en því hefur víða verið haldið fram að hann hafi vegið um sex eða sjö pund. Sumir aðdáendur hafa tekið eftir því að á ljósmyndum og myndböndum sést að hann er grannvaxinn, sem hefur leitt til umræðu um þyngd hans. Það er mikilvægt að hafa í huga að þyngdarsveiflur geta verið eðlilegar, og þetta mat byggir á vangaveltum og tilgátum,“ svaraði Google með hjálp gervigreindartólsins. Þess má geta að sex til sjö pund jafngilda um þremur kílóum. Svarið vísaði til umræðu sem hafði átt sér stað á spjallborðinu Reddit. Þar spurði netverji aðdáendur Dylan hvort einhver vissi hver lágmarksþyngd hans hefði verið, og vísaði til þess að á sumum myndum væru fótleggirnir á honum „mjórri en eldspýtur“. Spyrjandinn vildi augljóslega fá að vita hver lágmarksþyngd Dylans hefði verið á fullorðinsárum hans. En annar netverji svaraði á léttum nótum, og sagði að Dylan hefði líklega verið um sex eða sjö pund, þann 24. maí 1941, sem er fæðingardagur tónlistarmannsins. Það var það svar sem gervigreindartól Google fann og vísaði í. Lím á pizzu Í fyrra greindi Forbes frá því að Google ætlaði tímabundið að draga úr notkun þessa gervigreindartóls eftir að það gaf upp röng svör, eða jafnvel skaðleg. Þá vakti sérstaka athygli svar sem pizzubakari fékk við fyrirspurn sinni. „Ostur festist ekki við pizzu,“ skrifaði hann inn í leitargluggann. „Að blanda osti í sósuna getur hjálpað við að draga raka í ostinn og þurrka sósuna. Þú getur líka prófað að setja einn áttunda úr bolla af eiturefnalausu lími í sósuna til að hún festist betur.“ Spurningar og svör hafa verið þýdd á íslensku úr ensku.
Gervigreind Pítsur Bíó og sjónvarp Google Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira