Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Jón Þór Stefánsson skrifar 15. maí 2025 06:52 Myndin er úr safni. Vísir/Einar Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöld eða nótt tilkynnt um konu sem var að ráðast á pizzasendil í Reykjavík. Í dagbók lögreglunnar segir að konan hafi stolið síma pizzasendilsins og hann elt hana. Hún hafi þá veist að honum með höggum í andlit hans. Konan er sögð hafa verið í annarlegu ástandi og var vistuð í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Atvikið átti sér stað í umdæmdi lögreglustöðvar 1, sem sér um löggæslu í Vesturbæ, Miðborg, Hlíðum, Laugardal, Háaleiti og á Seltjarnarnesi. Í sama umdæmi var lögreglu tilkynnt um mann að ganga berserksgang á hótelherbergi. Maðurinn er sagður hafa haft orð á því að hann myndi slást við lögregluna þegar hún kæmi. Hann er sagður hafa verið í annarlegu ástandi sökum fíkniefna og verið óútreiknanlegur í hegðun. „Hann æstist og róaðist niður til skiptis,“ segir í dagbók lögreglu. Fram kemur að í herbergi hans hafi fundist meint fíkniefni. Maðurinn hafi verið handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem enn mmeiri fíkniefni fundust í hans vörslu. Í Breiðholti var tilkynnt um mann beran að ofan með barefli við húsnæði. „Hann verulega ölvaður og taldi það vera mikla köllun hans að vernda húsið í viðræðum við lögreglu. Hann sagðist ómögulega getað lofað því að halda ekki áfram uppteknum hætti,“ segir í dagbók lögreglu, en hann var handtekinn og vistaður í klefa. Tilkynnt var um eld á tveimur stöðum í borginni. Annars vegar í grilli matsölustaðar í umdæmi lögreglustöðvar 1, en slökkviliðinu gekk greiðlega að slökkva þann eld og segir í dagbókinni að engar meiriháttar skemmdir hafi orðið í eldhúsinu fyrir utan eldunartækið. Hins vegar var tilkynnt um eld í þvottavél á heimili í umdæmi lögreglustöðvar 2, sem sér um Hafnarfjörð og Garðabæ. Búið hafi verið að slökkva eldinn þegar lögreglan kom. Pítsur Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Í dagbók lögreglunnar segir að konan hafi stolið síma pizzasendilsins og hann elt hana. Hún hafi þá veist að honum með höggum í andlit hans. Konan er sögð hafa verið í annarlegu ástandi og var vistuð í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Atvikið átti sér stað í umdæmdi lögreglustöðvar 1, sem sér um löggæslu í Vesturbæ, Miðborg, Hlíðum, Laugardal, Háaleiti og á Seltjarnarnesi. Í sama umdæmi var lögreglu tilkynnt um mann að ganga berserksgang á hótelherbergi. Maðurinn er sagður hafa haft orð á því að hann myndi slást við lögregluna þegar hún kæmi. Hann er sagður hafa verið í annarlegu ástandi sökum fíkniefna og verið óútreiknanlegur í hegðun. „Hann æstist og róaðist niður til skiptis,“ segir í dagbók lögreglu. Fram kemur að í herbergi hans hafi fundist meint fíkniefni. Maðurinn hafi verið handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem enn mmeiri fíkniefni fundust í hans vörslu. Í Breiðholti var tilkynnt um mann beran að ofan með barefli við húsnæði. „Hann verulega ölvaður og taldi það vera mikla köllun hans að vernda húsið í viðræðum við lögreglu. Hann sagðist ómögulega getað lofað því að halda ekki áfram uppteknum hætti,“ segir í dagbók lögreglu, en hann var handtekinn og vistaður í klefa. Tilkynnt var um eld á tveimur stöðum í borginni. Annars vegar í grilli matsölustaðar í umdæmi lögreglustöðvar 1, en slökkviliðinu gekk greiðlega að slökkva þann eld og segir í dagbókinni að engar meiriháttar skemmdir hafi orðið í eldhúsinu fyrir utan eldunartækið. Hins vegar var tilkynnt um eld í þvottavél á heimili í umdæmi lögreglustöðvar 2, sem sér um Hafnarfjörð og Garðabæ. Búið hafi verið að slökkva eldinn þegar lögreglan kom.
Pítsur Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira