Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Kolbeinn Tumi Daðason og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 14. maí 2025 12:10 Lögregluþjónar á vettvangi á Suðurlandsvegi fyrir hádegi. Vísir/Anton Brink Yfirlögregluþjónn á Vesturlandi segir löngu kominn tíma á eftirlitsaðgerðir eins og efnt var til á Suðurlandsvegi í morgun þar sem hver vörubíllinn á fætur öðrum var stöðvaður. Til skoðunar er allt frá reglum um akstur og hvíld yfir í samkeppnisstöðu í atvinnuflutningum, hvort sem er með vörur eða ferðamenn. Vörubílstjórar fagna eftirliti en setja þó spurningamerki við framkvæmdina. Fréttastofu bárust fjölmargar ábendingar um tíuleytið í morgun að fjöldi lögreglubíla væri búinn að staðsetja sig á Suðurlandsvegi austur af höfuðborgarsvæðinu og væri að stöðva vörubíla. Jón S. Ólason er yfirlögregluþjónn á Vesturlandi sem fer fyrir aðgerðunum sem unnar eru í samvinnu við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi en einnig Vegagerðina og landamæradeild lögreglu. „Við erum í fyrsta skipti að keyra sameiginlegt eftirlit nokkurra lögregluliða og stofnana með atvinnuflutningum, sem sagt vörubílum, rútum og svoleiðis,“ segir Jón. Á milli tuttugu og þrjátíu lögregluþjónar komi að aðgerðunum. „Til framtíðar verður þetta enn stærra um sig og meira. Þetta er tilraunaverkefni sem er komið til að vera.“ Hann myndir vonir við að öflugt eftirlitskerfi sé í fæðingu. „Það þarf að taka á þessum bransa. Það er dálítið af brotum þó vissulega séu flestir með allt í lagi,“ segir Jón og tínir til alvarlegustu brotin. „Alvarlegustu brotin eru á reglum um akstur og hvíld. Svo eru náttúrulega þungaflutningarnir. Það þarf enginn að velkjast í vafa um það. Við lítum bara í kringum okkur og sjáum að vegakerfið er í klessu. Það þarf að taka á því líka. Þetta er ein af leiðunum en okkar hlutverk er að fylgjast með að farið sé eftir reglum. Að vegakerfið þoli það sem verið er að flytja.“ Nokkur fjöldi bíla var stöðvaður.Vísir/Anton Brink Þá sé verið að skoða ástand ökutækja og öryggisbúnað. Hingað til hafi eftirlit á vegum landsins falið í sér að einn og einn bíll sé stöðvaður af handahófi. Nú sé planið að haga eftirliti af miklu stærri skala. „Það er löngu kominn tími á það. Við sóttum okkur þekkingu til nágrannalandana hvernig þeir standa að svona.“ Reyna að stöðva skussana Lögregluþjónar athuga hvort bílstjórar séu með atvinnuleyfi og landvistarleyfi; hvort þeir megi vera hér á landi og sinna atvinnu. Til framtíðar reiknar Jón með því að Skatturinn, Tollurinn og Matvælastofnun taki þátt í aðgerðunum. Vörubíl vísað inn á eftirlitssvæðið.Vísir/Anton Brink „Við erum að vinna eftir markmiðum sem eru sett af Evrópusambandinu og ef maður skoðar þau þá eiga þau fullkomlega rétt á sér. Það er annars vegar umferðaröryggi og ekki síður samkeppnisstaða í atvinnuflutningum. Það er dýrara að vera með hlutina í góðu lagi heldur en að vera skussinn sem er að spara sér peninga, og getur þá jafnvel undirboðið þann sem er með allt í lagi. Það er líka verið að vinna gegn svona starfsemi.“ Borið hefur á því að aðilar í ferðaþjónustu kvarti yfir því að erlendir aðilar komi hingað til land leyfislausir og aki rútum og langferðabílum um landið. Jón segir það hluta af eftirlitinu. „Það er inni í þessum pakka. Þetta er stór pakki.“ Hann segir bílstjóra almennt hafa tekið vel í aðgerðirnar í góða veðrinu. Ólík viðbrögð bílstjóra Fréttastofa ræddi við tvo vörubílstjóra sem biðu eftir því að farartæki þeirra yrðu tekin til skoðunar. Aðalbjörn Guðmundur Sverrisson vörubílstjóri tók eftirliti lögreglu af stökustu ró. Hann fagnar eftirliti lögreglu svo framarlega sem það taki ekki of mikinn tíma. Sigurður Már Sigþórsson var ekki sáttur við framkvæmd eftirlits lögreglu á Suðurlandsvegi og telur hana ekki lögum samkvæmt. Lögreglumál Bílar Vinnumarkaður Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Sjá meira
Fréttastofu bárust fjölmargar ábendingar um tíuleytið í morgun að fjöldi lögreglubíla væri búinn að staðsetja sig á Suðurlandsvegi austur af höfuðborgarsvæðinu og væri að stöðva vörubíla. Jón S. Ólason er yfirlögregluþjónn á Vesturlandi sem fer fyrir aðgerðunum sem unnar eru í samvinnu við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi en einnig Vegagerðina og landamæradeild lögreglu. „Við erum í fyrsta skipti að keyra sameiginlegt eftirlit nokkurra lögregluliða og stofnana með atvinnuflutningum, sem sagt vörubílum, rútum og svoleiðis,“ segir Jón. Á milli tuttugu og þrjátíu lögregluþjónar komi að aðgerðunum. „Til framtíðar verður þetta enn stærra um sig og meira. Þetta er tilraunaverkefni sem er komið til að vera.“ Hann myndir vonir við að öflugt eftirlitskerfi sé í fæðingu. „Það þarf að taka á þessum bransa. Það er dálítið af brotum þó vissulega séu flestir með allt í lagi,“ segir Jón og tínir til alvarlegustu brotin. „Alvarlegustu brotin eru á reglum um akstur og hvíld. Svo eru náttúrulega þungaflutningarnir. Það þarf enginn að velkjast í vafa um það. Við lítum bara í kringum okkur og sjáum að vegakerfið er í klessu. Það þarf að taka á því líka. Þetta er ein af leiðunum en okkar hlutverk er að fylgjast með að farið sé eftir reglum. Að vegakerfið þoli það sem verið er að flytja.“ Nokkur fjöldi bíla var stöðvaður.Vísir/Anton Brink Þá sé verið að skoða ástand ökutækja og öryggisbúnað. Hingað til hafi eftirlit á vegum landsins falið í sér að einn og einn bíll sé stöðvaður af handahófi. Nú sé planið að haga eftirliti af miklu stærri skala. „Það er löngu kominn tími á það. Við sóttum okkur þekkingu til nágrannalandana hvernig þeir standa að svona.“ Reyna að stöðva skussana Lögregluþjónar athuga hvort bílstjórar séu með atvinnuleyfi og landvistarleyfi; hvort þeir megi vera hér á landi og sinna atvinnu. Til framtíðar reiknar Jón með því að Skatturinn, Tollurinn og Matvælastofnun taki þátt í aðgerðunum. Vörubíl vísað inn á eftirlitssvæðið.Vísir/Anton Brink „Við erum að vinna eftir markmiðum sem eru sett af Evrópusambandinu og ef maður skoðar þau þá eiga þau fullkomlega rétt á sér. Það er annars vegar umferðaröryggi og ekki síður samkeppnisstaða í atvinnuflutningum. Það er dýrara að vera með hlutina í góðu lagi heldur en að vera skussinn sem er að spara sér peninga, og getur þá jafnvel undirboðið þann sem er með allt í lagi. Það er líka verið að vinna gegn svona starfsemi.“ Borið hefur á því að aðilar í ferðaþjónustu kvarti yfir því að erlendir aðilar komi hingað til land leyfislausir og aki rútum og langferðabílum um landið. Jón segir það hluta af eftirlitinu. „Það er inni í þessum pakka. Þetta er stór pakki.“ Hann segir bílstjóra almennt hafa tekið vel í aðgerðirnar í góða veðrinu. Ólík viðbrögð bílstjóra Fréttastofa ræddi við tvo vörubílstjóra sem biðu eftir því að farartæki þeirra yrðu tekin til skoðunar. Aðalbjörn Guðmundur Sverrisson vörubílstjóri tók eftirliti lögreglu af stökustu ró. Hann fagnar eftirliti lögreglu svo framarlega sem það taki ekki of mikinn tíma. Sigurður Már Sigþórsson var ekki sáttur við framkvæmd eftirlits lögreglu á Suðurlandsvegi og telur hana ekki lögum samkvæmt.
Lögreglumál Bílar Vinnumarkaður Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Sjá meira