Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. maí 2025 14:11 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. vísir/ívar „Það eru miklar breytingar framundan á skipulagi og stærð verkefna embættisins. Því fannst mér einfaldlega heiðarlegt og heilbrigt að auglýsa embætti lögreglustjórans og tilkynnti honum það í samræmi við lög og reglur að það stæði til.“ Þetta segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við fréttastofu um starfslok Úlfars Lúðvíkssonar, fráfarandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. Margrét Kristín Pálsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið sett tímabundið sem lögreglustjóri á Suðurnesjum í hans stað. Þorbjörg kveðst afar þakklát fyrir góð störf Úlfars og að ákvörðunin hafi ekkert með hæfi eða starfsgetu Úlfars að gera. Einungis sé um pólitíska ákvörðun að ræða vegna breyttra forsenda. Margrét Kristín Pálsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið sett tímabundið í embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum.Stjr „Það eru breyttar forsendur og það eru auðvitað pólitískar áherslur í auknu vægi í áherslu okkar á stjórn landamæra. Ég get endurtekið við þig það sem ég sagði við Úlfar að þetta hefur ekkert með hans störf að gera heldur breyttar áherslur og aukin stærð og þungi embættisins.“ Virðir ákvörðun Úlfars Greint hefur verið frá því að Úlfar muni láta af embætti á miðnætti. Hann var boðaður á fund dómsmálaráðherra í dag þar sem honum var tilkynnt að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og samningur hans ekki endurnýjaður. Úlfar baðst þá lausnar á staðnum og féllst Þorbjörg á það. „Fyrirhugaðar eru töluverðar breytingar á embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum sem eru í samræmi við áherslur nýrrar ríkisstjórnar um verulega aukinn þunga í landamærapólitík. Það liggur fyrir að ég mun leggja fram frumvarp í haust um brottfararstöð. Það eru sömuleiðis fyrirhugaðar breytingar um það að flytja komustöð svokallaða til Suðurnesja. Samhliða því að það er verið að skoða alvarlega að flytja ákveðin verkefni frá Ríkislögreglustjóra til lögreglustjórans.“ Eru það vonbrigði að hann starfi ekki fram í nóvember? „Þetta er auðvitað bara ákvörðun Úlfars og ég virði hana.“ Spegli metnað Þorbjörg segir að ekki hafi verið um erfiðan fund að ræða. Hún segir Úlfar hafa fengið sama rökstuðning og kemur fram hér fyrir ofan. „Embættið er að stækka, verkefnin eru að aukast og mér finnst það spegla metnað fyrir verkefninu að auglýsa þá embættið. Aðdragandinn er auðvitað sá að embættismenn eru skipaðir til fimm ára. Á því tímabili þarf svo að tilkynna hvort það verði auglýst eða hvort það verði farið í sjálfkrafa endurnýjun. Aðdragandinn er auðvitað bara stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar um aukna áherslu á þennan málaflokk. Það eru hinar efnislegu ástæður á bak við ákvörðunina mína.“ Úlfar talar um kaldar kveðjur, hvernig blasir það við þér? „Ég er auðvitað bara ráðherra sem er að reyna vinna í samræmri við pólitískar áherslur ríkisstjórnarinnar. Ég er að horfa á verkefnin og get ekki leyft mér þann munað að vera ekki með einbeitinguna þar.“ Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistaskipti Reykjanesbær Grindavík Suðurnesjabær Vogar Tengdar fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun láta af embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum á miðnætti. Hann segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hafi tjáð sér að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. 13. maí 2025 13:20 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira
Þetta segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við fréttastofu um starfslok Úlfars Lúðvíkssonar, fráfarandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. Margrét Kristín Pálsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið sett tímabundið sem lögreglustjóri á Suðurnesjum í hans stað. Þorbjörg kveðst afar þakklát fyrir góð störf Úlfars og að ákvörðunin hafi ekkert með hæfi eða starfsgetu Úlfars að gera. Einungis sé um pólitíska ákvörðun að ræða vegna breyttra forsenda. Margrét Kristín Pálsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið sett tímabundið í embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum.Stjr „Það eru breyttar forsendur og það eru auðvitað pólitískar áherslur í auknu vægi í áherslu okkar á stjórn landamæra. Ég get endurtekið við þig það sem ég sagði við Úlfar að þetta hefur ekkert með hans störf að gera heldur breyttar áherslur og aukin stærð og þungi embættisins.“ Virðir ákvörðun Úlfars Greint hefur verið frá því að Úlfar muni láta af embætti á miðnætti. Hann var boðaður á fund dómsmálaráðherra í dag þar sem honum var tilkynnt að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og samningur hans ekki endurnýjaður. Úlfar baðst þá lausnar á staðnum og féllst Þorbjörg á það. „Fyrirhugaðar eru töluverðar breytingar á embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum sem eru í samræmi við áherslur nýrrar ríkisstjórnar um verulega aukinn þunga í landamærapólitík. Það liggur fyrir að ég mun leggja fram frumvarp í haust um brottfararstöð. Það eru sömuleiðis fyrirhugaðar breytingar um það að flytja komustöð svokallaða til Suðurnesja. Samhliða því að það er verið að skoða alvarlega að flytja ákveðin verkefni frá Ríkislögreglustjóra til lögreglustjórans.“ Eru það vonbrigði að hann starfi ekki fram í nóvember? „Þetta er auðvitað bara ákvörðun Úlfars og ég virði hana.“ Spegli metnað Þorbjörg segir að ekki hafi verið um erfiðan fund að ræða. Hún segir Úlfar hafa fengið sama rökstuðning og kemur fram hér fyrir ofan. „Embættið er að stækka, verkefnin eru að aukast og mér finnst það spegla metnað fyrir verkefninu að auglýsa þá embættið. Aðdragandinn er auðvitað sá að embættismenn eru skipaðir til fimm ára. Á því tímabili þarf svo að tilkynna hvort það verði auglýst eða hvort það verði farið í sjálfkrafa endurnýjun. Aðdragandinn er auðvitað bara stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar um aukna áherslu á þennan málaflokk. Það eru hinar efnislegu ástæður á bak við ákvörðunina mína.“ Úlfar talar um kaldar kveðjur, hvernig blasir það við þér? „Ég er auðvitað bara ráðherra sem er að reyna vinna í samræmri við pólitískar áherslur ríkisstjórnarinnar. Ég er að horfa á verkefnin og get ekki leyft mér þann munað að vera ekki með einbeitinguna þar.“
Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistaskipti Reykjanesbær Grindavík Suðurnesjabær Vogar Tengdar fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun láta af embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum á miðnætti. Hann segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hafi tjáð sér að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. 13. maí 2025 13:20 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira
Úlfar hættir sem lögreglustjóri Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun láta af embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum á miðnætti. Hann segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hafi tjáð sér að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. 13. maí 2025 13:20