„Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 13. maí 2025 20:01 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Spurning barst frá 39 ára gömlum karlmanni: „Ég er í miklum vandræðum þegar kemur að kynlífi. Ég hef nánast aldrei löngun í kynlíf lengur, hvorki sjálfsfróun né með kærustunni. Oftast þegar við stundum kynlíf fæ ég það alltof fljótt. Stundum bara strax og ég set hann inn í hana. Er einhver lausn við þessu? Því mig langar mjög til þess að stunda betra kynlíf með kærustunni minni og skammast mín fyrir það að gefa henni ekki nógu mikla ánægju, kynlífslega séð.“ Það er mjög skiljanlegt að við byrjum að forðast kynlíf þegar við finnum fyrir skömm og vanlíðan í kjölfar þess. Einn algengasti vandinn sem karlmenn og fólk með typpi upplifa í tengslum við fullnægingu er annað hvort seinkað sáðlát eða of brátt sáðlát. Það sem þú lýsir fellur undir of brátt sáðlát. Það er algengur vandi að glíma við annað hvort seinkað sáðlát eða of brátt sáðlát.Getty Það er þegar sáðlát á sér stað innan við mínútu frá því samfarir hefjast — en það þýðir ekki að það þurfi að taka tímann með skeiðklukku. Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi neðst í pistli. Skortur á kynfræðslu í samblandi við klámáhorf hefur leitt til þess að fólk telur gjarnan að samfarir eigi að endast mun lengur en raunhæft er. Sannleikurinn er sá að meðaltími samfara er 5,4 mínútur. Fyrir þau sem endast í fimm mínútur en væru til í að endast í tíu mínútur, þá falla fyrrnefndar fimm mínútur ekki undir of brátt sáðlát. En hægt er að lengja tímann sem þú endist í samförum eða sjálfsfróun óháð því hversu lengi þú endist nú þegar. Þegar við erum með kynlífsvanda er ekki óalgengt að draga sig í hlé, upplifa skömm og forðast nánd og kynlíf. Það er mikilvægt að vinna með þessi viðbrögð. Frekar en að aftengjast maka, draga sig í hlé og skammast sín þurfum við að æfa okkur í því að snúa okkur að maka. Ræða saman og finna leið saman til að vinna úr vandanum. Of brátt sáðlát þarf ekki að vera endirinn á kynlífinu, hvað finnst makanum þínum gott? Nú er tækifæri til að setja fókus á maka þinn og unað hennar. Frekar en að aftengjast maka, draga sig í hlé og skammast sín þurfum við að æfa okkur í því að snúa okkur að maka.Getty Hvernig vinnum við með of brátt sáðlát? Start–stop tækni Þetta er ein áhrifaríkasta aðferðin til að lengja tímann sem þú endist. Byrjaðu að æfa þig í sjálfsfróun. Æfðu það að fróa þér þangað til þú ert alveg að fara að fá það og stoppaðu þá, hvíldu þar til þú finnur að dregið hefur úr örvuninni og byrjaðu þá aftur. Þetta má endurtaka nokkrum sinnum. Síðan má æfa þetta með maka/leikfélaga. Einnig er hægt að grípa um typpið, ofarlega þar sem kóngurinn mætir restinni af typpinu, á meðan pása er tekin. Með tímanum lærir þú að hægja á þegar þú nálgast fullnæginguna og getur smátt og smátt lengt samfarir. Grindarbotnsæfingar Já, strákar geta líka gert grindarbotnsæfingar! Sterkari grindarbotnsvöðvar gefa meiri stjórn. Byrjaðu á því að finna þá með því að stöðva þvagbunu (en æfðu þig ekki þannig daglega). Þú getur líka æft þig að „lyfta“ typpinu upp og niður fyrir framan spegil. Karlheilsu sjúkraþjálfun Sjúkraþjálfarar þekkja vel til grindarbotnsþjálfunar fyrir öll kyn og geta veitt einstaklingsmiðaða leiðsögn, sem tekur tillit til líkama þíns og markmiða. Kynlíf er miklu meira en bara samfarir Þín fullnæging er ekki endapunktur kynlífs. Taktu samtalið við maka um hvað henni finnst gott og settu fókus á hana þegar þú ert búinn að fá fullnægingu. Ef þú bíður í 15-20 mín er jafnvel hægt að fara aftur í samfarir ef þið hafið áhuga á því. Kynlíf snýst um svo miklu meira en bara fullnægingar og samfarir. Lykillinn að góðu kynlífi er að líða vel. Þegar við leyfum okkur að snúa okkur að hvort öðru — frekar en frá — opnast nýjar leiðir að unaði sem þurfa ekki að fylgja neinu fyrirfram skrifuðu handriti. Gangi þér vel ❤️ Kynlíf Kynlífið með Aldísi Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Hver er uppáhalds bókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fleiri fréttir Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Sjá meira
Það er mjög skiljanlegt að við byrjum að forðast kynlíf þegar við finnum fyrir skömm og vanlíðan í kjölfar þess. Einn algengasti vandinn sem karlmenn og fólk með typpi upplifa í tengslum við fullnægingu er annað hvort seinkað sáðlát eða of brátt sáðlát. Það sem þú lýsir fellur undir of brátt sáðlát. Það er algengur vandi að glíma við annað hvort seinkað sáðlát eða of brátt sáðlát.Getty Það er þegar sáðlát á sér stað innan við mínútu frá því samfarir hefjast — en það þýðir ekki að það þurfi að taka tímann með skeiðklukku. Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi neðst í pistli. Skortur á kynfræðslu í samblandi við klámáhorf hefur leitt til þess að fólk telur gjarnan að samfarir eigi að endast mun lengur en raunhæft er. Sannleikurinn er sá að meðaltími samfara er 5,4 mínútur. Fyrir þau sem endast í fimm mínútur en væru til í að endast í tíu mínútur, þá falla fyrrnefndar fimm mínútur ekki undir of brátt sáðlát. En hægt er að lengja tímann sem þú endist í samförum eða sjálfsfróun óháð því hversu lengi þú endist nú þegar. Þegar við erum með kynlífsvanda er ekki óalgengt að draga sig í hlé, upplifa skömm og forðast nánd og kynlíf. Það er mikilvægt að vinna með þessi viðbrögð. Frekar en að aftengjast maka, draga sig í hlé og skammast sín þurfum við að æfa okkur í því að snúa okkur að maka. Ræða saman og finna leið saman til að vinna úr vandanum. Of brátt sáðlát þarf ekki að vera endirinn á kynlífinu, hvað finnst makanum þínum gott? Nú er tækifæri til að setja fókus á maka þinn og unað hennar. Frekar en að aftengjast maka, draga sig í hlé og skammast sín þurfum við að æfa okkur í því að snúa okkur að maka.Getty Hvernig vinnum við með of brátt sáðlát? Start–stop tækni Þetta er ein áhrifaríkasta aðferðin til að lengja tímann sem þú endist. Byrjaðu að æfa þig í sjálfsfróun. Æfðu það að fróa þér þangað til þú ert alveg að fara að fá það og stoppaðu þá, hvíldu þar til þú finnur að dregið hefur úr örvuninni og byrjaðu þá aftur. Þetta má endurtaka nokkrum sinnum. Síðan má æfa þetta með maka/leikfélaga. Einnig er hægt að grípa um typpið, ofarlega þar sem kóngurinn mætir restinni af typpinu, á meðan pása er tekin. Með tímanum lærir þú að hægja á þegar þú nálgast fullnæginguna og getur smátt og smátt lengt samfarir. Grindarbotnsæfingar Já, strákar geta líka gert grindarbotnsæfingar! Sterkari grindarbotnsvöðvar gefa meiri stjórn. Byrjaðu á því að finna þá með því að stöðva þvagbunu (en æfðu þig ekki þannig daglega). Þú getur líka æft þig að „lyfta“ typpinu upp og niður fyrir framan spegil. Karlheilsu sjúkraþjálfun Sjúkraþjálfarar þekkja vel til grindarbotnsþjálfunar fyrir öll kyn og geta veitt einstaklingsmiðaða leiðsögn, sem tekur tillit til líkama þíns og markmiða. Kynlíf er miklu meira en bara samfarir Þín fullnæging er ekki endapunktur kynlífs. Taktu samtalið við maka um hvað henni finnst gott og settu fókus á hana þegar þú ert búinn að fá fullnægingu. Ef þú bíður í 15-20 mín er jafnvel hægt að fara aftur í samfarir ef þið hafið áhuga á því. Kynlíf snýst um svo miklu meira en bara fullnægingar og samfarir. Lykillinn að góðu kynlífi er að líða vel. Þegar við leyfum okkur að snúa okkur að hvort öðru — frekar en frá — opnast nýjar leiðir að unaði sem þurfa ekki að fylgja neinu fyrirfram skrifuðu handriti. Gangi þér vel ❤️
Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi neðst í pistli.
Kynlíf Kynlífið með Aldísi Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Hver er uppáhalds bókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fleiri fréttir Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Sjá meira