Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. maí 2025 20:58 Hlutverk lögreglunnar á Austurlandi var að fylgjast með farþegum á ferjunni til og frá Seyðisfirði. Vísir/Vilhelm Lögreglan í Svíþjóð leiddi alþjóðlega lögregluaðgerð þar sem 57 voru handteknir í tengslum við skipulagða glæpastarfsemi. Lögreglan á Austurlandi kom að aðgerðinni. Handtökurnar voru í tengslum við þjófnað, smygl og annars konar glæpastarfsemi en engar þeirra fóru fram hér á landi. Hlutverk lögreglunnar á Austurlandi fólst í því að fylgjast með ferjusiglingum til og frá Seyðisfirði. Ríkisútvarpið greinir frá. Flestir hinna handteknu voru teknir fastir í Svíþjóð og þar á eftir í Danmörku. Auk lögreglunnar á Austurlandi tóku lögregluembætti í Eystrasaltsríkjunum og Noregi einnig þátt í aðgerðunum. Lagt var hald á mikið þýfi, meðal annars bíla, báta, hjól og úr. Fram kemur að lögregla hafi kannað um tuttugu þúsund einstaklinga og fimmtán þúsund ökutæki í tíu löndum á meðan aðgerðunum stóð sem var í nokkra daga. Mest var fylgst með ferjum en einnig öðrum landamærastöðvum við brýr, vegi og flugvelli. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem lögreglan á Íslandi tók þátt í slíkri aðgerð. Samstarfið sé hluti af verkefni sem Europol leiði til að hafa uppi á alþjóðlegum glæpahópum. „Þetta er sameiginlegt vandamál alls staðar í Evrópu, þessir skipulögðu hópar. Þetta hefur gefið mjög góðan árangur að sameina krafta okkar. Við erum með mismunandi gagnagrunna, sem við getum þá leitað í þegar við sameinumst og þá aukast líkurnar á því að við náum að hafa uppi á þessum hópum,“ segir Óskar Þór Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Austurlandi í samtali við Ríkisútvarpið. Hann segir engan hafa verið handteknir hér á landi og ekkert þýfi haldlagt hér heldur. Það hafi þó áður gerst í sambærilegum aðgerðum. Einhverjir hinna handteknu séu góðkunnir lögreglunni á Íslandi. Lögreglumál Smygl Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira
Handtökurnar voru í tengslum við þjófnað, smygl og annars konar glæpastarfsemi en engar þeirra fóru fram hér á landi. Hlutverk lögreglunnar á Austurlandi fólst í því að fylgjast með ferjusiglingum til og frá Seyðisfirði. Ríkisútvarpið greinir frá. Flestir hinna handteknu voru teknir fastir í Svíþjóð og þar á eftir í Danmörku. Auk lögreglunnar á Austurlandi tóku lögregluembætti í Eystrasaltsríkjunum og Noregi einnig þátt í aðgerðunum. Lagt var hald á mikið þýfi, meðal annars bíla, báta, hjól og úr. Fram kemur að lögregla hafi kannað um tuttugu þúsund einstaklinga og fimmtán þúsund ökutæki í tíu löndum á meðan aðgerðunum stóð sem var í nokkra daga. Mest var fylgst með ferjum en einnig öðrum landamærastöðvum við brýr, vegi og flugvelli. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem lögreglan á Íslandi tók þátt í slíkri aðgerð. Samstarfið sé hluti af verkefni sem Europol leiði til að hafa uppi á alþjóðlegum glæpahópum. „Þetta er sameiginlegt vandamál alls staðar í Evrópu, þessir skipulögðu hópar. Þetta hefur gefið mjög góðan árangur að sameina krafta okkar. Við erum með mismunandi gagnagrunna, sem við getum þá leitað í þegar við sameinumst og þá aukast líkurnar á því að við náum að hafa uppi á þessum hópum,“ segir Óskar Þór Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Austurlandi í samtali við Ríkisútvarpið. Hann segir engan hafa verið handteknir hér á landi og ekkert þýfi haldlagt hér heldur. Það hafi þó áður gerst í sambærilegum aðgerðum. Einhverjir hinna handteknu séu góðkunnir lögreglunni á Íslandi.
Lögreglumál Smygl Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira