Viðskipti innlent

Svan­dís tekur við Fastus lausnum

Atli Ísleifsson skrifar
Svandís Jónsdóttir.
Svandís Jónsdóttir.

Svandís Jónsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri Fastus lausna, söludeild innan Fastus sem þjónustar fyrirtæki, hótel og stóreldhús.

Í tilkynningu segir að Svandís búi yfir átján ára reynslu úr alþjóðlegu umhverfi í lyfja- og matvælavinnsluiðnaði. 

„Undanfarin ár hefur hún verið í leiðandi hlutverki í stofnun og rekstri alþjóðlegs söluteymis innan Marel og tekið þátt í innleiðingu nýrra fyrirtækja. Þar áður starfaði hún í lyfjaiðnaði við sölu og viðskiptaþróun hjá Medis ehf og Lyfjaskráningar hjá STADA Arzneimittel AG í Þýskalandi og Actavis. Áður en Svandís kom til Fastus starfaði hún sem verkefnastjóri innleiðingar stefnu hjá Veitum ohf. Svandís er matvælafræðingur að mennt.

Skipulagsbreytingar hafa átt sér stað hjá Fastus sem mun nú reka þrjár sérhæfðar deildir sem eru Fastus heilsa, Fastus lausnir og Fastus expert. Guðrún Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri Fastus.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×