Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Kjartan Kjartansson skrifar 12. maí 2025 10:38 Mikill eldur kviknaði í Marywilska-verslunarmiðstöðinni í Varsjá 12. maí 2014. Aðeins þremur dögum áður kviknaði í IKEA-verslun í Litháen. Útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar eru taldir hafa kveikt í báðum stöðum. Vísir/EPA Forsætisráðherra Póllands fullyrðir að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar hafi vísvitandi kveikt í stærstu verslunarmiðstöð landsins sem brann nærri til grunna í fyrra. Sökudólgarnir eru taldir hafa átt þátt í eldsvoða í nágrannaríkinu Litháen skömmu áður. Marywilska-verslunarmiðstöðin í Varsjá, sú stærsta í Póllandi, gereyðilagðist nánast í miklum eldsvoða sem kviknaði í maí í fyrra. Donald Tusk, forsætisráðherra landsins, sagði í mars að vísbendingar væru um að Rússar hefðu kveikt í verslunarmiðstöðinni. Hann tók af öll tvímæli um það í gær. „Við vitum núna að eldurinn mikli í Marywilska-verslunarmiðstöðinni í Varsjá var af völdum íkveikju sem rússneska leyniþjónustan skipaði fyrir um. Einstaklingur sem dvaldi í Rússlandi stýri aðgerðunum. Sumir þeirra seku eru þegar í haldi, það er búið að bera kennsl á hina og þeirra er leitað,“ sagði Tusk á samfélagsmiðlum. Utanríkisráðherra Póllands tilkynnti í morgun að hann hefði ákveðið að skikka Rússa til þess að loka ræðisskrifstofu sinni í Kraká vegna þeirra sannanna sem hefðu fundist um aðild þeirra að brunanum. Sumir brennuvarganna eru taldir hafa kveikt í IKEA-verslun í Vilníusi, höfuðborg Litháen, þremur dögum fyrir brunann í Varsjá. Pólsk og litháensk yfirvöld hafa unnið saman að rannsókninni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Saksóknarar í Litháen hafa þegar sakað rússnesku leyniþjónustuna um að hafa staðið að íkveikjunni þar. Úkraínskir ríkisborgarar hafi kveikt í að fyrirskipan leyniþjónustunnar, að því er segir í frétt evrópska dagblaðsins Politico. Bæði ríkin hafa kvartað undan því að þau hafi verið fórnarlömb rússneskra skemmdarverka og njósna undanfarin ár. Íkveikjur eru á meðal þeirra skemmdarverka sem Rússar eru sagðir beita í svokölluðum blönduðum hernaði sínum gegn Evrópuríkjum. Stjórnvöld í Kreml hafa alltaf neitað ásökunum um slíkt. Fréttin var uppfærð eftir að ákveðið var að loka ræðisskrifstofu Rússlands í Kraká. Pólland Rússland Hernaður Litáen Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Sjá meira
Marywilska-verslunarmiðstöðin í Varsjá, sú stærsta í Póllandi, gereyðilagðist nánast í miklum eldsvoða sem kviknaði í maí í fyrra. Donald Tusk, forsætisráðherra landsins, sagði í mars að vísbendingar væru um að Rússar hefðu kveikt í verslunarmiðstöðinni. Hann tók af öll tvímæli um það í gær. „Við vitum núna að eldurinn mikli í Marywilska-verslunarmiðstöðinni í Varsjá var af völdum íkveikju sem rússneska leyniþjónustan skipaði fyrir um. Einstaklingur sem dvaldi í Rússlandi stýri aðgerðunum. Sumir þeirra seku eru þegar í haldi, það er búið að bera kennsl á hina og þeirra er leitað,“ sagði Tusk á samfélagsmiðlum. Utanríkisráðherra Póllands tilkynnti í morgun að hann hefði ákveðið að skikka Rússa til þess að loka ræðisskrifstofu sinni í Kraká vegna þeirra sannanna sem hefðu fundist um aðild þeirra að brunanum. Sumir brennuvarganna eru taldir hafa kveikt í IKEA-verslun í Vilníusi, höfuðborg Litháen, þremur dögum fyrir brunann í Varsjá. Pólsk og litháensk yfirvöld hafa unnið saman að rannsókninni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Saksóknarar í Litháen hafa þegar sakað rússnesku leyniþjónustuna um að hafa staðið að íkveikjunni þar. Úkraínskir ríkisborgarar hafi kveikt í að fyrirskipan leyniþjónustunnar, að því er segir í frétt evrópska dagblaðsins Politico. Bæði ríkin hafa kvartað undan því að þau hafi verið fórnarlömb rússneskra skemmdarverka og njósna undanfarin ár. Íkveikjur eru á meðal þeirra skemmdarverka sem Rússar eru sagðir beita í svokölluðum blönduðum hernaði sínum gegn Evrópuríkjum. Stjórnvöld í Kreml hafa alltaf neitað ásökunum um slíkt. Fréttin var uppfærð eftir að ákveðið var að loka ræðisskrifstofu Rússlands í Kraká.
Pólland Rússland Hernaður Litáen Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Sjá meira