Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar 12. maí 2025 10:30 Fólk er lendir í ofbeldi á lífsleiðinni þarf að kljást við afleiðingar alla sína ævi. Það skiptir ekki máli hvernig ofbeldið er, það breytir manneskju og sú manneskja verður aldrei söm og áður. Ég tók tal við konu um daginn er hafði lent í ofbeldi sem barn og unglingur. Hún gaf mér leyfi til að skrifa þessa grein “Ég hef unnið nánast sleitulaust úr afleiðingum af þessu ofbeldi. Oft held ég að ég sé “búin” og orðin eðlileg á ný. En þetta brýst út aftur og aftur, afleiðingar. Ég hef ekki orðið fyrir ofbeldi í mörg ár en ofbeldið er samt að vinna á mér” Ég bað hana að útskýra þetta betur fyrir mér, því ég skildi ekki hvað hún átti við. “Þó ofbeldið sé ekki lengur til staðar, þá er það að éta mig upp að innan, alla daga á einhvern hátt. Það er ekki að ég sé að upplifa ofbeldið aftur, eða sé stöðugt að hugsa um það en afleiðingarnar eru samt sem áður að eitra út frá sér.” Þessi kona flosnaði upp úr skóla og náði ekki að mennta sig. Hún vann erfiðis vinnur, og skildi ekki afhverju henni var alltaf svo illt í líkamanum. Þurfti að hætta að vinna vegna verkja og reyndi svo að finna aðrar vinnur er væru auðveldari líkamlega en á endanum var hún sett á örorku, “vegna óútskýrða verkja er kallast vefjagigt” Afleiðingar ofbeldis eru margþættar, að geta ekki treyst öðru fólki né sjálfu sér, léleg sjálfsmynd, ótti við viðbrögð annarra, líkamleg einkenni líkt og vefjagigt, óútskýrðir verkir, vandamál með meltingu og almenn vanlíðan. “Ég hef oft fengið að heyra að bara aumingjar séu á örorkubótum, það sé ekkert að mér því enginn sér sárin á sálinni né sér mig því þegar dagarnir eru dimmir því þá fer ég ekki út úr húsi” Einstaklingur er lendir í ofbeldi getur kostað samfélagið mikið fé, lækniskostnaður, lyfjakostnaður, sálfræðikostnaður, lendir á örorkubótum, sumir fara í neyslu þá bætist við annar kostnaður og hvað þá ef viðkomandi leiðist svo út í afbrot og fangelsi. En það er ekki tekið með í dæmið þegar manneskja lendir í ofbeldi. Þó svo að gerandi fái dóm tekur það ekki ofbeldið til baka, örin hverfa ekki, en að fá réttlæti getur hjálpað viðkomandi brotaþola að fóta sig að nýju. “Stundur líður mér eins og ég sé að gefast upp, ég sé í raun í lífshættu því uppgjöfin er slík ég að ég sé ekki fyrir sér að geta haldið áfram með lífið. Ofbeldið er eftir öll þess ár enn að drepa mig. Það er þreytandi að fara á hnefanum, halda andliti og reyna að lifa eðlilegu lífi þegar þér finnst þú hvergi passa inn, finnst þú aldrei vera nóg, og ert sífellt á varðbergi gagnvart öllum því þú veist ekki hvað traust er. Fólk er lendir í ofbeldi, er í lífshættu löngu eftir að ofbeldinu lýkur. Að vinna úr afleiðingum ofbeldis er oft full vinna, sem þú stimplar þig ekki út eða færð sumarfrí. En með tímanum, með aðstoð, með því að segja frá, er hægt að líða aðeins betur sérhvern dag. Segðu frá Jokka G Birnudóttir, Frjálsir vængir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jokka G. Birnudóttir Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Fólk er lendir í ofbeldi á lífsleiðinni þarf að kljást við afleiðingar alla sína ævi. Það skiptir ekki máli hvernig ofbeldið er, það breytir manneskju og sú manneskja verður aldrei söm og áður. Ég tók tal við konu um daginn er hafði lent í ofbeldi sem barn og unglingur. Hún gaf mér leyfi til að skrifa þessa grein “Ég hef unnið nánast sleitulaust úr afleiðingum af þessu ofbeldi. Oft held ég að ég sé “búin” og orðin eðlileg á ný. En þetta brýst út aftur og aftur, afleiðingar. Ég hef ekki orðið fyrir ofbeldi í mörg ár en ofbeldið er samt að vinna á mér” Ég bað hana að útskýra þetta betur fyrir mér, því ég skildi ekki hvað hún átti við. “Þó ofbeldið sé ekki lengur til staðar, þá er það að éta mig upp að innan, alla daga á einhvern hátt. Það er ekki að ég sé að upplifa ofbeldið aftur, eða sé stöðugt að hugsa um það en afleiðingarnar eru samt sem áður að eitra út frá sér.” Þessi kona flosnaði upp úr skóla og náði ekki að mennta sig. Hún vann erfiðis vinnur, og skildi ekki afhverju henni var alltaf svo illt í líkamanum. Þurfti að hætta að vinna vegna verkja og reyndi svo að finna aðrar vinnur er væru auðveldari líkamlega en á endanum var hún sett á örorku, “vegna óútskýrða verkja er kallast vefjagigt” Afleiðingar ofbeldis eru margþættar, að geta ekki treyst öðru fólki né sjálfu sér, léleg sjálfsmynd, ótti við viðbrögð annarra, líkamleg einkenni líkt og vefjagigt, óútskýrðir verkir, vandamál með meltingu og almenn vanlíðan. “Ég hef oft fengið að heyra að bara aumingjar séu á örorkubótum, það sé ekkert að mér því enginn sér sárin á sálinni né sér mig því þegar dagarnir eru dimmir því þá fer ég ekki út úr húsi” Einstaklingur er lendir í ofbeldi getur kostað samfélagið mikið fé, lækniskostnaður, lyfjakostnaður, sálfræðikostnaður, lendir á örorkubótum, sumir fara í neyslu þá bætist við annar kostnaður og hvað þá ef viðkomandi leiðist svo út í afbrot og fangelsi. En það er ekki tekið með í dæmið þegar manneskja lendir í ofbeldi. Þó svo að gerandi fái dóm tekur það ekki ofbeldið til baka, örin hverfa ekki, en að fá réttlæti getur hjálpað viðkomandi brotaþola að fóta sig að nýju. “Stundur líður mér eins og ég sé að gefast upp, ég sé í raun í lífshættu því uppgjöfin er slík ég að ég sé ekki fyrir sér að geta haldið áfram með lífið. Ofbeldið er eftir öll þess ár enn að drepa mig. Það er þreytandi að fara á hnefanum, halda andliti og reyna að lifa eðlilegu lífi þegar þér finnst þú hvergi passa inn, finnst þú aldrei vera nóg, og ert sífellt á varðbergi gagnvart öllum því þú veist ekki hvað traust er. Fólk er lendir í ofbeldi, er í lífshættu löngu eftir að ofbeldinu lýkur. Að vinna úr afleiðingum ofbeldis er oft full vinna, sem þú stimplar þig ekki út eða færð sumarfrí. En með tímanum, með aðstoð, með því að segja frá, er hægt að líða aðeins betur sérhvern dag. Segðu frá Jokka G Birnudóttir, Frjálsir vængir
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar