Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2025 23:07 Dimitrios Agravanis varð sér til skammar með framkomu sinni í Garðabæ í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Dimitrios Agravanis átti skelfilega innkomu hjá Tindastól í kvöld í úrslitaeinvíginu á móti Stjörnunni sem endaði á því að hann var rekinn út úr húsi. Grikkinn fór endanlega með leikinn fyrir Stólana með framkomu sinni í seinni hálfleik og svo fór að Stólunum var slátrað í leiknum. Stjarnan jafnaði þar með einvígið í 1-1 og Agravanis verður væntanlega í leikbanni í þriðja leiknum í Síkinu. „Þetta skemmir ekki bara fyrir honum, því þetta skemmir fyrir öllu liðinu. Einbeitingin fer út í buskann hjá liðinu eins og við sáum trekk í trekk,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur Bónus Körfuboltakvölds, eftir leikinn. Í körfubolta þá er þetta veikleikamerki „Hann hélt bara áfram að haga sér svona þegar hann labbaði út af. Í körfubolta þá er þetta veikleikamerki en þeir vildu meina að það hafi hallað á þá í dómgæslunni,“ sagði Teitur. „Ég kenni í brjósti um Benna að eiga við svona menn, Þetta agaleysi smitaði út frá sér út um allt og eyðilagði allt ‚chemistry' fannst mér hjá Tindastól. Þetta var einn á einn sóknarleikur,“ sagði Teitur. Hermann Hauksson, sérfræðingur Bónus Körfuboltakvölds, var líka allt annað en hrifinn af framkomu gríska reynsluboltans í Garðabænum. Tifandi tímasprengja „Ég er hræddastur við það fyrir hönd Tindastóls að eitt lið geti brotnað svona svakalega. Þá er ég ekki endilega að tala um þennan eina sem var hent út úr húsi,“ sagði Hermann Hauksson. „Ég sagði fyrir leik að þeir væru sterkari án hans. Þeir gefðu verið það örugglega hér í kvöld. Ég held að Stjarnan vilji frekar að hann fari ekki í bann af því að hann er svo mikil tifandi tímasprengja. Það er svo auðvelt að taka hann úr sambandi,“ sagði Hermann. „Ástæðan fyrir því að hann er að spila hérna heima er að ég veit að lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu. Hann var ekki valinn í gríska landsliðið af því að menn vilja ekki spila með honum,“ sagði Hermann. „Hann er með sögu og hann er erfiður. Hann sýndi það svo sannarlega í kvöld,“ sagði Hermann. Vonast Benni eftir banni? Teitur Örlygsson hrósaði frammistöðu Benedikts Guðmundssonar í viðtali eftir leikinn. „Þetta var rétt sem Benni sagði. Leikurinn fór gjörsamlega þarna. Svo fannst mér skína í gegn eins og Benni nánast voni að hann verði dæmdur í eins leiks leikbann því þá þarf hann ekki að eiga við hann,“ sagði Teitur. Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Sjá meira
Stjarnan jafnaði þar með einvígið í 1-1 og Agravanis verður væntanlega í leikbanni í þriðja leiknum í Síkinu. „Þetta skemmir ekki bara fyrir honum, því þetta skemmir fyrir öllu liðinu. Einbeitingin fer út í buskann hjá liðinu eins og við sáum trekk í trekk,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur Bónus Körfuboltakvölds, eftir leikinn. Í körfubolta þá er þetta veikleikamerki „Hann hélt bara áfram að haga sér svona þegar hann labbaði út af. Í körfubolta þá er þetta veikleikamerki en þeir vildu meina að það hafi hallað á þá í dómgæslunni,“ sagði Teitur. „Ég kenni í brjósti um Benna að eiga við svona menn, Þetta agaleysi smitaði út frá sér út um allt og eyðilagði allt ‚chemistry' fannst mér hjá Tindastól. Þetta var einn á einn sóknarleikur,“ sagði Teitur. Hermann Hauksson, sérfræðingur Bónus Körfuboltakvölds, var líka allt annað en hrifinn af framkomu gríska reynsluboltans í Garðabænum. Tifandi tímasprengja „Ég er hræddastur við það fyrir hönd Tindastóls að eitt lið geti brotnað svona svakalega. Þá er ég ekki endilega að tala um þennan eina sem var hent út úr húsi,“ sagði Hermann Hauksson. „Ég sagði fyrir leik að þeir væru sterkari án hans. Þeir gefðu verið það örugglega hér í kvöld. Ég held að Stjarnan vilji frekar að hann fari ekki í bann af því að hann er svo mikil tifandi tímasprengja. Það er svo auðvelt að taka hann úr sambandi,“ sagði Hermann. „Ástæðan fyrir því að hann er að spila hérna heima er að ég veit að lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu. Hann var ekki valinn í gríska landsliðið af því að menn vilja ekki spila með honum,“ sagði Hermann. „Hann er með sögu og hann er erfiður. Hann sýndi það svo sannarlega í kvöld,“ sagði Hermann. Vonast Benni eftir banni? Teitur Örlygsson hrósaði frammistöðu Benedikts Guðmundssonar í viðtali eftir leikinn. „Þetta var rétt sem Benni sagði. Leikurinn fór gjörsamlega þarna. Svo fannst mér skína í gegn eins og Benni nánast voni að hann verði dæmdur í eins leiks leikbann því þá þarf hann ekki að eiga við hann,“ sagði Teitur.
Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Sjá meira