Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. maí 2025 19:27 Formenn félaga fornleifafræðinga og forvarða eru uggandi yfir stöðunni. Vísir/Samsett Aðeins ein staða fornleifafræðings er eftir við Þjóðminjasafnið eftir uppsagnir þar sem fimm störf voru lögð niður. Þessi eini einstaklingur sér um að taka við öllum fornmunum sem berast safninu og hafa yfirsýn með þeim. Formenn Félags fornleifafræðinga og Félags norrænna forvarða á Íslandi segjast í yfirlýsingu vera uggandi yfir stöðunni. Helmingi þess fólks sem er menntað í fornleifafræði og starfar við Þjóðminjasafnið hafi verið sagt upp á einu bretti. Þeir segja það áfall fyrir stétt fornleifafræðinga. Greint var frá því í vikunni að fjórum starfsmönnum yrði sagt upp á Þjóðminjasafninu og þar af þremur fornleifafræðingum. Alls voru fimm störf lögð niður en þeirra á meðal er staða ræstitæknis. Harpa Þórsdóttir þjóðminjavörður sagði slíkt vera óhjákvæmilegt í ljósi aðhaldskrafna stjórnvalda og lækkunar á sértekjum safnsins. Enginn staða fornleifafræðings í áratugi Snædís Sunna Thorlacius, formaður Félags fornleifafræðinga, og Ingibjörg Áskelsdóttir, formaður Félags norræna forvarða á Íslandi, segja uppsagnirnar mikla blóðtöku enda ekki marga fastar stöður í boði fyrir menntaða fornleifafræðinga og forverði á Íslandi. „Eftir uppsagnirnar er ein staða fornleifafræðings eftir við Þjóðminjasafnið, „sérfræðingur fornminja,” og á sá aðili einn að sjá um að taka við öllum fornmunum sem berast safninu úr fornleifarannsóknum og hafa yfirsýn yfir þá. Engin eiginleg staða fornleifafræðings, í hinum hefðbundna skilningi, hefur verið við safnið í áratugi, þó að þar hafi margir sérfræðingar með menntun í fornleifafræði sinnt ýmsum mikilvægum störfum,“ segja þær. Þær taka fram að bæði þjóðminjasafn Færeyja og Grænlands hafi fleiri fornleifafræðinga innanhúss. Þá er aðeins einn forvörður eftir á safninu en hann sinnir forvörslu á öllum fornmunum. Einnig annast hann viðhaldi þeirra gripa sem þegar eru í vörslu safnsins. „Til samanburðar störfuðu árið 1985 þrír forverðir hjá safninu en þá fóru miklu færri fornleifarannsóknir fram árlega en í dag. Ráðamenn verða að gera sér grein fyrir því hversu lítið má út af bregða til þess að fornminjar sitji undir skemmdum vegna manneklu og óttumst við að það verði þekkingartap á Þjóðminjasafninu á sviði fornminja með svo fáa fornleifafræðinga og forverði innanborðs,“ segja þær. Dregur úr trausti til safnsins Þjóðminjasafninu ber lagaleg skylda að sinna móttöku og varðveislu fornminja og telja félögin að það sé óraunhæft að sú ábyrgð sé lögð á herðar tveggja starfsmanna. Þar að auki dragi uppsagnirnar úr trúverðugleika safnsins sem vísindastofnunar. „Einnig vekur það furðu félaganna að þjóðminjavörður skuli láta hafa eftir sér að enn starfi fimm fornleifafræðingar við safnið og það sé áfram stærsti einstaki faghópurinn á safninu, þegar staðreyndin er sú að enginn þessara fornleifafræðinga situr í raunverulegri stöðu fornleifafræðings,“ segja þær. Þær segja ljóst að atburðir undanfarinna daga hafi dregið úr trausti fornleifafræðinga og forvarða gagnvart Þjóðminjasafninu og þeim skyldum sem það á að gegna. „Þar af leiðandi hvetja félögin til þess að uppsagnirnar verði endurskoðaðar tafarlaust og viljum við minna stjórnendur safnsins á að bera hag menningararfs íslensku þjóðarinnar fyrir brjósti við stefnumótun þess í framtíðinni,“ segja þær. Fornminjar Vinnumarkaður Háskólar Söfn Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Formenn Félags fornleifafræðinga og Félags norrænna forvarða á Íslandi segjast í yfirlýsingu vera uggandi yfir stöðunni. Helmingi þess fólks sem er menntað í fornleifafræði og starfar við Þjóðminjasafnið hafi verið sagt upp á einu bretti. Þeir segja það áfall fyrir stétt fornleifafræðinga. Greint var frá því í vikunni að fjórum starfsmönnum yrði sagt upp á Þjóðminjasafninu og þar af þremur fornleifafræðingum. Alls voru fimm störf lögð niður en þeirra á meðal er staða ræstitæknis. Harpa Þórsdóttir þjóðminjavörður sagði slíkt vera óhjákvæmilegt í ljósi aðhaldskrafna stjórnvalda og lækkunar á sértekjum safnsins. Enginn staða fornleifafræðings í áratugi Snædís Sunna Thorlacius, formaður Félags fornleifafræðinga, og Ingibjörg Áskelsdóttir, formaður Félags norræna forvarða á Íslandi, segja uppsagnirnar mikla blóðtöku enda ekki marga fastar stöður í boði fyrir menntaða fornleifafræðinga og forverði á Íslandi. „Eftir uppsagnirnar er ein staða fornleifafræðings eftir við Þjóðminjasafnið, „sérfræðingur fornminja,” og á sá aðili einn að sjá um að taka við öllum fornmunum sem berast safninu úr fornleifarannsóknum og hafa yfirsýn yfir þá. Engin eiginleg staða fornleifafræðings, í hinum hefðbundna skilningi, hefur verið við safnið í áratugi, þó að þar hafi margir sérfræðingar með menntun í fornleifafræði sinnt ýmsum mikilvægum störfum,“ segja þær. Þær taka fram að bæði þjóðminjasafn Færeyja og Grænlands hafi fleiri fornleifafræðinga innanhúss. Þá er aðeins einn forvörður eftir á safninu en hann sinnir forvörslu á öllum fornmunum. Einnig annast hann viðhaldi þeirra gripa sem þegar eru í vörslu safnsins. „Til samanburðar störfuðu árið 1985 þrír forverðir hjá safninu en þá fóru miklu færri fornleifarannsóknir fram árlega en í dag. Ráðamenn verða að gera sér grein fyrir því hversu lítið má út af bregða til þess að fornminjar sitji undir skemmdum vegna manneklu og óttumst við að það verði þekkingartap á Þjóðminjasafninu á sviði fornminja með svo fáa fornleifafræðinga og forverði innanborðs,“ segja þær. Dregur úr trausti til safnsins Þjóðminjasafninu ber lagaleg skylda að sinna móttöku og varðveislu fornminja og telja félögin að það sé óraunhæft að sú ábyrgð sé lögð á herðar tveggja starfsmanna. Þar að auki dragi uppsagnirnar úr trúverðugleika safnsins sem vísindastofnunar. „Einnig vekur það furðu félaganna að þjóðminjavörður skuli láta hafa eftir sér að enn starfi fimm fornleifafræðingar við safnið og það sé áfram stærsti einstaki faghópurinn á safninu, þegar staðreyndin er sú að enginn þessara fornleifafræðinga situr í raunverulegri stöðu fornleifafræðings,“ segja þær. Þær segja ljóst að atburðir undanfarinna daga hafi dregið úr trausti fornleifafræðinga og forvarða gagnvart Þjóðminjasafninu og þeim skyldum sem það á að gegna. „Þar af leiðandi hvetja félögin til þess að uppsagnirnar verði endurskoðaðar tafarlaust og viljum við minna stjórnendur safnsins á að bera hag menningararfs íslensku þjóðarinnar fyrir brjósti við stefnumótun þess í framtíðinni,“ segja þær.
Fornminjar Vinnumarkaður Háskólar Söfn Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira