„Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Lovísa Arnardóttir skrifar 9. maí 2025 15:30 Sigurbjörg er með gististað þar til á morgun en veit ekkert hvað tekur við eftir það. Vísir/Ívar Fannar Sigurbjörg Jónsdóttir, sem var borin út úr íbúð Félagsbústaða fyrr í vikunni, er ekki enn komin með annan samastað. Hún hefur síðustu nætur gist á hóteli sem vinkona hennar hefur greitt fyrir. Hún veit ekki hvað tekur við á morgun þegar hún þarf að fara þaðan. Sanna Magdalena Mörtudóttir, formaður velferðarráðs og borgarfulltrúi, sagði í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í vikunni að mál Sigurbjargar væri á borði velferðarsviðs. Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við fréttastofu að fólki sé veittur stuðningur í svona málum. „Við veitum stuðning í málum sem þessum. Fólk sem er í þessari stöðu, við erum með fagfólk sem aðstoðar, það er ekkert öðruvísi í þessu máli,“ segir Rannveig. Sigurbjörg sjálf kannast þó ekki við að það sé þannig. Hún hafi verið að bíða síðustu daga eftir símtali frá félagsráðgjafa eða VOR-teymi en hafi ekkert heyrt um hvað sé hægt að gera fyrir hana. „Enn sem er komið er er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn,“ segir Sigurbjörg sem horfði á viðtalið við Sönnu úti í rigningu í köldum og nánast batteríslausum iPad. „Þetta leit ekki vel út. En þá hringdi vinkona mín og tók á leigu hótelherbergi fyrir mig. Ég hef það þangað til á morgun. Ég ætlaði að koma mér út til að selja álfinn en hef ekki haft orku í það. Ég viðurkenni að ég er enn lítil í mér og meyr,“ segir Sigurbjörg leið. Úrvinda og fyrir vonbrigðum Hún segist á sama tíma verulega ósátt við viðbrögð borgarinnar og þá sérstaklega fullyrðingar Sönnu um að það sé verið að vinna að lausn. „Ég varð svo sannarlega fyrir vonbrigðum, ég átti ekki von á þessu, ég bar væntingar til hennar. Ég ligg bara á bæn núna og er alveg úrvinda eftir þetta allt. En það er kominn föstudagur og það er ekkert að fara að gerast. Ég get ekki séð það.“ Sjá einnig: Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Sigurbjörg gagnrýnir líka að ekkert hafi verið gert til að takast á við konuna sem enn hrellir allan stigaganginn í blokkinni sem hún var borin út úr. Eins og kom fram fyrr í vikunni greiddi Sigurbjörg ekki leigu vegna ofsókna konunnar og viðbragðsleysis Félagsbústaða. Hún segir konuna enn hóta sér. Hún hafi farið að sækja kettina sína daginn eftir að hún var borin út og þá fengið morðhótanir frá konunni. „Ég hélt að hún myndi ráðast á mig. Ef ég dey þá þarf bara að horfa á eina manneskju. Hún er stórhættuleg.“ Sigurbjörg segir íbúa hafa kvartað reglulega yfir konunni og það sé ekki rétt sem Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, hafi sagt fyrr í vikunni að það sé alltaf tekist á við kvartanir. Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Fíkn Málefni heimilislausra Tengdar fréttir Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Kona sem var borin út úr íbúð á vegum Félagsbústaða segist ekki eiga í nein önnur hús að venda. Hún hafi hvorki búað við frelsi né öryggi síðustu árin, og viti ekki hvað tekur nú við. 6. maí 2025 19:03 Konan í Bríetartúni komin á götuna Fulltrúar sýslumanns auk lögreglu báru fimmtuga konu úr leiguíbúð hennar við Bríetartún 20 nú fyrir hádegi. Hún er nú á götunni. 6. maí 2025 11:40 Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Fulltrúar Félagsbústaða eru mættir til að bera konu sem hefur búið við Bríetartún 20 út. Hún sem og nágrannar hennar eru með böggum hildar vegna aðgerðanna. 6. maí 2025 10:04 Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Jón Daníelsson segir af skelfilegum aðstæðum í húsnæði Félagsbústaða við Bríetartún 20. Jón segir til standa að dóttur hans, sem er fíkill, verði hent þaðan út vegna vangreiddrar húsaleiguskuldar meðan nær væri að hún fengi greitt fyrir að sætta stöðugum ógnum annars leigjanda. 5. maí 2025 11:18 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Sjá meira
Sanna Magdalena Mörtudóttir, formaður velferðarráðs og borgarfulltrúi, sagði í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í vikunni að mál Sigurbjargar væri á borði velferðarsviðs. Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við fréttastofu að fólki sé veittur stuðningur í svona málum. „Við veitum stuðning í málum sem þessum. Fólk sem er í þessari stöðu, við erum með fagfólk sem aðstoðar, það er ekkert öðruvísi í þessu máli,“ segir Rannveig. Sigurbjörg sjálf kannast þó ekki við að það sé þannig. Hún hafi verið að bíða síðustu daga eftir símtali frá félagsráðgjafa eða VOR-teymi en hafi ekkert heyrt um hvað sé hægt að gera fyrir hana. „Enn sem er komið er er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn,“ segir Sigurbjörg sem horfði á viðtalið við Sönnu úti í rigningu í köldum og nánast batteríslausum iPad. „Þetta leit ekki vel út. En þá hringdi vinkona mín og tók á leigu hótelherbergi fyrir mig. Ég hef það þangað til á morgun. Ég ætlaði að koma mér út til að selja álfinn en hef ekki haft orku í það. Ég viðurkenni að ég er enn lítil í mér og meyr,“ segir Sigurbjörg leið. Úrvinda og fyrir vonbrigðum Hún segist á sama tíma verulega ósátt við viðbrögð borgarinnar og þá sérstaklega fullyrðingar Sönnu um að það sé verið að vinna að lausn. „Ég varð svo sannarlega fyrir vonbrigðum, ég átti ekki von á þessu, ég bar væntingar til hennar. Ég ligg bara á bæn núna og er alveg úrvinda eftir þetta allt. En það er kominn föstudagur og það er ekkert að fara að gerast. Ég get ekki séð það.“ Sjá einnig: Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Sigurbjörg gagnrýnir líka að ekkert hafi verið gert til að takast á við konuna sem enn hrellir allan stigaganginn í blokkinni sem hún var borin út úr. Eins og kom fram fyrr í vikunni greiddi Sigurbjörg ekki leigu vegna ofsókna konunnar og viðbragðsleysis Félagsbústaða. Hún segir konuna enn hóta sér. Hún hafi farið að sækja kettina sína daginn eftir að hún var borin út og þá fengið morðhótanir frá konunni. „Ég hélt að hún myndi ráðast á mig. Ef ég dey þá þarf bara að horfa á eina manneskju. Hún er stórhættuleg.“ Sigurbjörg segir íbúa hafa kvartað reglulega yfir konunni og það sé ekki rétt sem Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, hafi sagt fyrr í vikunni að það sé alltaf tekist á við kvartanir.
Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Fíkn Málefni heimilislausra Tengdar fréttir Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Kona sem var borin út úr íbúð á vegum Félagsbústaða segist ekki eiga í nein önnur hús að venda. Hún hafi hvorki búað við frelsi né öryggi síðustu árin, og viti ekki hvað tekur nú við. 6. maí 2025 19:03 Konan í Bríetartúni komin á götuna Fulltrúar sýslumanns auk lögreglu báru fimmtuga konu úr leiguíbúð hennar við Bríetartún 20 nú fyrir hádegi. Hún er nú á götunni. 6. maí 2025 11:40 Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Fulltrúar Félagsbústaða eru mættir til að bera konu sem hefur búið við Bríetartún 20 út. Hún sem og nágrannar hennar eru með böggum hildar vegna aðgerðanna. 6. maí 2025 10:04 Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Jón Daníelsson segir af skelfilegum aðstæðum í húsnæði Félagsbústaða við Bríetartún 20. Jón segir til standa að dóttur hans, sem er fíkill, verði hent þaðan út vegna vangreiddrar húsaleiguskuldar meðan nær væri að hún fengi greitt fyrir að sætta stöðugum ógnum annars leigjanda. 5. maí 2025 11:18 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Sjá meira
Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Kona sem var borin út úr íbúð á vegum Félagsbústaða segist ekki eiga í nein önnur hús að venda. Hún hafi hvorki búað við frelsi né öryggi síðustu árin, og viti ekki hvað tekur nú við. 6. maí 2025 19:03
Konan í Bríetartúni komin á götuna Fulltrúar sýslumanns auk lögreglu báru fimmtuga konu úr leiguíbúð hennar við Bríetartún 20 nú fyrir hádegi. Hún er nú á götunni. 6. maí 2025 11:40
Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Fulltrúar Félagsbústaða eru mættir til að bera konu sem hefur búið við Bríetartún 20 út. Hún sem og nágrannar hennar eru með böggum hildar vegna aðgerðanna. 6. maí 2025 10:04
Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Jón Daníelsson segir af skelfilegum aðstæðum í húsnæði Félagsbústaða við Bríetartún 20. Jón segir til standa að dóttur hans, sem er fíkill, verði hent þaðan út vegna vangreiddrar húsaleiguskuldar meðan nær væri að hún fengi greitt fyrir að sætta stöðugum ógnum annars leigjanda. 5. maí 2025 11:18
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent