Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2025 15:45 Joel Bengtsson afrekaði það að keppa á EM og HM en fékk sleggju í höfuðið áður en Ólympíudraumurinn gat ræst. Getty/Istvan Derencsenyi Sænski frjálsíþróttamaðurinn Joel Bengtsson var að æfa sig fyrir Ólympíuleikana í París þegar sleggju var kastað í höfuð hans. Hann segir ótrúlegt að hann hafi lifað af og er þakklátur þó að afreksferlinum hafi lokið við höggið. Bengtsson hefur nú í fyrsta sinn rætt um slysið í viðtali við sænska miðilinn Expressen. Hann var 24 ára og búinn að keppa á sínu fyrsta heimsmeistaramóti, í Búdapest 2023, þegar hann hvarf af sjónarsviði frjálsíþróttanna. Nú vill hann bara geta átt eðlilegt líf. Bengtsson var á æfingu í Bandaríkjunum, haustið 2023, þegar hann fékk sleggjuna í höfuðið. „Ég missti ekki meðvitund en það var blóð úti um allt og ég vissi að það væri ekki gott. Á sjúkrahúsinu kom í ljós að ennið mitt hafði brotnað í litla bita og beinið við kinnholurnar var alveg kramið,“ sagði Bengtsson. „Það er ótrúlegt að ég hafi lifað af. Læknarnir sögðu mér að ef að sleggjan hefði farið nokkrum millímetrum lengra inn þá væri ég dáinn,“ sagði Bengtsson. Það eina sem sést er lítið ör Svíinn þurfti að gangast undir aðgerð þar sem læknarnir reyndu að endurgera beinin að fullu. „Það er frekar ótrúlegt en það eina sem sést á mér eftir þetta er fjögurra sentímetra langt ör í andlitinu. Lýtalæknirinn stóð sig frábærlega því annars hefði ég verið með stórt gat í höfðinu,“ saði Bengtsson. Glímir enn við bólgu og verki Við tók langt og strangt endurhæfingarferli en eftir nokkra mánuði gat Bengtsson byrjað léttar æfingar að nýju. Honum leið betur og betur, og þó að hann næði ekki að keppa neitt í fyrra þá virtist útlitið gott þar til að kom að alvarlegu bakslagi. „Ég vaknaði einn morguninn og höfuðið var ótrúlega bólgið og ég fann mikinn verk. Mér leið illa í nokkrar vikur,“ sagði Bengtsson. Hann hitti lækninn sinn sem vonaðist til að Bengtsson myndi jafna sig en þegar það gekk ekki þá þurfti hann að fara í aðra aðgerð, í byrjun þessa árs. Það hefur ekki hjálpað nægilega mikið. „Ég er enn að glíma við vandamál dags daglega vegna bólgu og slæmra verkja. Ég hef hitt tugi lækna en það veit enginn hvert vandamálið er,“ sagði Bengtsson. Frjálsar íþróttir Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Fleiri fréttir Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum „Fáum fullt af svörum um helgina“ Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Sjá meira
Bengtsson hefur nú í fyrsta sinn rætt um slysið í viðtali við sænska miðilinn Expressen. Hann var 24 ára og búinn að keppa á sínu fyrsta heimsmeistaramóti, í Búdapest 2023, þegar hann hvarf af sjónarsviði frjálsíþróttanna. Nú vill hann bara geta átt eðlilegt líf. Bengtsson var á æfingu í Bandaríkjunum, haustið 2023, þegar hann fékk sleggjuna í höfuðið. „Ég missti ekki meðvitund en það var blóð úti um allt og ég vissi að það væri ekki gott. Á sjúkrahúsinu kom í ljós að ennið mitt hafði brotnað í litla bita og beinið við kinnholurnar var alveg kramið,“ sagði Bengtsson. „Það er ótrúlegt að ég hafi lifað af. Læknarnir sögðu mér að ef að sleggjan hefði farið nokkrum millímetrum lengra inn þá væri ég dáinn,“ sagði Bengtsson. Það eina sem sést er lítið ör Svíinn þurfti að gangast undir aðgerð þar sem læknarnir reyndu að endurgera beinin að fullu. „Það er frekar ótrúlegt en það eina sem sést á mér eftir þetta er fjögurra sentímetra langt ör í andlitinu. Lýtalæknirinn stóð sig frábærlega því annars hefði ég verið með stórt gat í höfðinu,“ saði Bengtsson. Glímir enn við bólgu og verki Við tók langt og strangt endurhæfingarferli en eftir nokkra mánuði gat Bengtsson byrjað léttar æfingar að nýju. Honum leið betur og betur, og þó að hann næði ekki að keppa neitt í fyrra þá virtist útlitið gott þar til að kom að alvarlegu bakslagi. „Ég vaknaði einn morguninn og höfuðið var ótrúlega bólgið og ég fann mikinn verk. Mér leið illa í nokkrar vikur,“ sagði Bengtsson. Hann hitti lækninn sinn sem vonaðist til að Bengtsson myndi jafna sig en þegar það gekk ekki þá þurfti hann að fara í aðra aðgerð, í byrjun þessa árs. Það hefur ekki hjálpað nægilega mikið. „Ég er enn að glíma við vandamál dags daglega vegna bólgu og slæmra verkja. Ég hef hitt tugi lækna en það veit enginn hvert vandamálið er,“ sagði Bengtsson.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Fleiri fréttir Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum „Fáum fullt af svörum um helgina“ Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Sjá meira