Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2025 15:45 Joel Bengtsson afrekaði það að keppa á EM og HM en fékk sleggju í höfuðið áður en Ólympíudraumurinn gat ræst. Getty/Istvan Derencsenyi Sænski frjálsíþróttamaðurinn Joel Bengtsson var að æfa sig fyrir Ólympíuleikana í París þegar sleggju var kastað í höfuð hans. Hann segir ótrúlegt að hann hafi lifað af og er þakklátur þó að afreksferlinum hafi lokið við höggið. Bengtsson hefur nú í fyrsta sinn rætt um slysið í viðtali við sænska miðilinn Expressen. Hann var 24 ára og búinn að keppa á sínu fyrsta heimsmeistaramóti, í Búdapest 2023, þegar hann hvarf af sjónarsviði frjálsíþróttanna. Nú vill hann bara geta átt eðlilegt líf. Bengtsson var á æfingu í Bandaríkjunum, haustið 2023, þegar hann fékk sleggjuna í höfuðið. „Ég missti ekki meðvitund en það var blóð úti um allt og ég vissi að það væri ekki gott. Á sjúkrahúsinu kom í ljós að ennið mitt hafði brotnað í litla bita og beinið við kinnholurnar var alveg kramið,“ sagði Bengtsson. „Það er ótrúlegt að ég hafi lifað af. Læknarnir sögðu mér að ef að sleggjan hefði farið nokkrum millímetrum lengra inn þá væri ég dáinn,“ sagði Bengtsson. Það eina sem sést er lítið ör Svíinn þurfti að gangast undir aðgerð þar sem læknarnir reyndu að endurgera beinin að fullu. „Það er frekar ótrúlegt en það eina sem sést á mér eftir þetta er fjögurra sentímetra langt ör í andlitinu. Lýtalæknirinn stóð sig frábærlega því annars hefði ég verið með stórt gat í höfðinu,“ saði Bengtsson. Glímir enn við bólgu og verki Við tók langt og strangt endurhæfingarferli en eftir nokkra mánuði gat Bengtsson byrjað léttar æfingar að nýju. Honum leið betur og betur, og þó að hann næði ekki að keppa neitt í fyrra þá virtist útlitið gott þar til að kom að alvarlegu bakslagi. „Ég vaknaði einn morguninn og höfuðið var ótrúlega bólgið og ég fann mikinn verk. Mér leið illa í nokkrar vikur,“ sagði Bengtsson. Hann hitti lækninn sinn sem vonaðist til að Bengtsson myndi jafna sig en þegar það gekk ekki þá þurfti hann að fara í aðra aðgerð, í byrjun þessa árs. Það hefur ekki hjálpað nægilega mikið. „Ég er enn að glíma við vandamál dags daglega vegna bólgu og slæmra verkja. Ég hef hitt tugi lækna en það veit enginn hvert vandamálið er,“ sagði Bengtsson. Frjálsar íþróttir Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Bengtsson hefur nú í fyrsta sinn rætt um slysið í viðtali við sænska miðilinn Expressen. Hann var 24 ára og búinn að keppa á sínu fyrsta heimsmeistaramóti, í Búdapest 2023, þegar hann hvarf af sjónarsviði frjálsíþróttanna. Nú vill hann bara geta átt eðlilegt líf. Bengtsson var á æfingu í Bandaríkjunum, haustið 2023, þegar hann fékk sleggjuna í höfuðið. „Ég missti ekki meðvitund en það var blóð úti um allt og ég vissi að það væri ekki gott. Á sjúkrahúsinu kom í ljós að ennið mitt hafði brotnað í litla bita og beinið við kinnholurnar var alveg kramið,“ sagði Bengtsson. „Það er ótrúlegt að ég hafi lifað af. Læknarnir sögðu mér að ef að sleggjan hefði farið nokkrum millímetrum lengra inn þá væri ég dáinn,“ sagði Bengtsson. Það eina sem sést er lítið ör Svíinn þurfti að gangast undir aðgerð þar sem læknarnir reyndu að endurgera beinin að fullu. „Það er frekar ótrúlegt en það eina sem sést á mér eftir þetta er fjögurra sentímetra langt ör í andlitinu. Lýtalæknirinn stóð sig frábærlega því annars hefði ég verið með stórt gat í höfðinu,“ saði Bengtsson. Glímir enn við bólgu og verki Við tók langt og strangt endurhæfingarferli en eftir nokkra mánuði gat Bengtsson byrjað léttar æfingar að nýju. Honum leið betur og betur, og þó að hann næði ekki að keppa neitt í fyrra þá virtist útlitið gott þar til að kom að alvarlegu bakslagi. „Ég vaknaði einn morguninn og höfuðið var ótrúlega bólgið og ég fann mikinn verk. Mér leið illa í nokkrar vikur,“ sagði Bengtsson. Hann hitti lækninn sinn sem vonaðist til að Bengtsson myndi jafna sig en þegar það gekk ekki þá þurfti hann að fara í aðra aðgerð, í byrjun þessa árs. Það hefur ekki hjálpað nægilega mikið. „Ég er enn að glíma við vandamál dags daglega vegna bólgu og slæmra verkja. Ég hef hitt tugi lækna en það veit enginn hvert vandamálið er,“ sagði Bengtsson.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira