Sérstakt áhyggjuefni „hversu veikburða“ íslenski hlutabréfamarkaðurinn er

Með hliðsjón af þjóðhagslegu mikilvægi þess að vera með skilvirkan hlutabréfamarkaði þá er það „sérstakt áhyggjuefni“ hversu veikburða hann er hér á landi, að sögn stjórnanda hjá Kviku, en bankinn fór ekki varhluta af erfiðu árferði á mörkuðum á fyrsta fjórðungi með minni tekjum í markaðsviðskiptum og samdrætti í eignum í stýringu. Forstjóri Kviku, sem skilaði ágætis uppgjöri með arðsemi rétt undir markmiði sínu, viðurkennir að umbreyting Aur í þá átt að bjóða upp á víðtækari bankaþjónustu hafi gengið hægt en bankinn mun á „allra næstu vikum“ hefja innreið sína á húsnæðislánamarkað undir vörumerki Auðar.
Tengdar fréttir

Stoðir minnkuðu stöðu sína í Arion og Kviku fyrir meira en þrjá milljarða
Stoðir, langsamlega stærsti einkafjárfestirinn í Arion og Kviku, minnkaði nokkuð eignarhlut sinn í bönkunum undir lok síðasta mánaðar þegar fjárfestingafélagið stóð að sölu á bréfum fyrir yfir þrjá milljarða að markaðsvirði. Félagið er eftir sem áður með rúmlega fimm prósenta eignarhlut í bönkunum, en salan átti sér stað skömmu áður en hlutabréfamarkaðir féllu verulega í verði samtímis því að Bandaríkjaforseti efndi til tollastríðs við flestar þjóðir heimsins.

Yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Kviku hættir störfum hjá bankanum
Forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Kviku síðustu ár hefur látið af störfum en ráðgjöfin hjá bankanum er meðal annars innlendur umsjónaraðili í áformuðu útboði ríkisins á hlutum í Íslandsbanka síðar á árinu.

„Hverjum manni augljóst“ að umgjörð bankakerfisins skaðar samkeppnishæfni
Það ætti að vera „hverjum manni augljóst“ að umgjörðin um fjármálakerfið, sem felst í sértækum sköttum og gullhúðun regluverks, dregur úr samkeppnishæfni og eykur kostnað alls íslensks atvinnulífs, ekki aðeins fjármálageirans, að sögn stjórnarformanns Kviku sem hvetur stjórnvöld til að ráðast í úrbætur. Hann segir að með fjármununum sem fást við söluna TM, sem var samþykkt að greiða út að stórum hluta í arð til hluthafa á aðalfundi í gær, sé tekið mikilvægt skref til að ná meðal annars markmiðum um að aukar vaxtatekjur bankans.