„Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. maí 2025 21:31 Bæði almenningur og fagfjárfestar fá að kaupa í næsta hlutafjárútboði á Íslandsbanka. Snorri Jakobsson hagfræðingur segir mikilvægt að flýta sér hægt í fyrirhuguðu útboði. Hann segir íslenska banka með öruggari fjárfestingarkostum. Vísir Bæði almenningur og fagfjárfestar munu geta keypt í Íslandsbanka í fyrirhugðu útboði stjórnvalda á eignarhlut í bankanum. Sérfræðingur á fjármálamarkaði ráðleggur ríkisstjórninni að flýta sér hægt og hafa upplýsingagjöf í lagi. Önnur umræða um frumvarp um sölu ríkisins á eignarhlut í Íslandsbanka fór fram á Alþingi í dag. Þar var breytingartillaga fjármálaráðherra tekin fyrir og þriðju tilboðsbókinni fyrir fagfjárfesta bætt við. Atkvæðagreiðslu var frestað að lokinni umræðu í dag. Samkvæmt núverandi frumvarpi verður salan á bankanum því þrískipt eða fyrir almenning, lögaðila og fagfjárfesta en alls á ríkið ríflega fjörutíu prósent í bankanum. Fjármálaeftirlitið hefur ekki lokið rannsókn á síðasta útboði Í síðustu viku var auglýst eftir söluaðilum vegna fyrirhugaðs útboðs og lauk fresti til að sækja um á föstudaginn. Verið er að vinna úr umsóknum samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Fjármálaeftirlitið hefur hins vegar enn ekki lokið að fullu rannsókn á söluaðilum sem seldu í síðasta útboði á Íslandsbanka samkvæmt upplýsingum fréttatofu en sú athugun hófst fyrir tæpum þremur árum. Fjámálaráðherra sagði um helgina að til stæði að selja bankann á næstu vikum. Mikilvægt að læra af fyrri mistökum Snorri Jakobsson hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital segir mikilvægt að flýta sér hægt og læra af fyrri mistökum varðandi sölu á eignarhlut ríkisins í bankanum. „Það þarf að undirbúa söluna vel. Alltaf þegar verið er að vinna svona útboð hratt er hætta á smærri mistökum. Það gerist þegar tíminn er skammur og allir að vinna af miklu kappi. Það er betra að taka lengri tíma og vanda sig betur. Sömuleiðis þarf að hafa upplýsingagjöfina miklu betri en hún var í síðasta útboði. Það þarf því ekki að drífa að selja bankann á næstu vikum. Það er betra að gefa sér tíma og selja hann eftir fjórar til fimm vikur,“ segir Snorri. Örugg fjárfesting Snorri telur að fólk hafi mikinn áhuga á að kaupa í bankanum því hlutabréf í honum séu með öruggari fjárfestingum. „Íslenskir bankar eru með belti axlabönd, sikrisnælur og hjálma. Þeir eru með alla öryggisventla sem til eru í samanburði við banka erlendis. Ég held að það sé mikill áhugi á að kaupa í bankanum í næsta útboði,“ segir Snorri. Íslandsbanki Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Önnur umræða um frumvarp um sölu ríkisins á eignarhlut í Íslandsbanka fór fram á Alþingi í dag. Þar var breytingartillaga fjármálaráðherra tekin fyrir og þriðju tilboðsbókinni fyrir fagfjárfesta bætt við. Atkvæðagreiðslu var frestað að lokinni umræðu í dag. Samkvæmt núverandi frumvarpi verður salan á bankanum því þrískipt eða fyrir almenning, lögaðila og fagfjárfesta en alls á ríkið ríflega fjörutíu prósent í bankanum. Fjármálaeftirlitið hefur ekki lokið rannsókn á síðasta útboði Í síðustu viku var auglýst eftir söluaðilum vegna fyrirhugaðs útboðs og lauk fresti til að sækja um á föstudaginn. Verið er að vinna úr umsóknum samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Fjármálaeftirlitið hefur hins vegar enn ekki lokið að fullu rannsókn á söluaðilum sem seldu í síðasta útboði á Íslandsbanka samkvæmt upplýsingum fréttatofu en sú athugun hófst fyrir tæpum þremur árum. Fjámálaráðherra sagði um helgina að til stæði að selja bankann á næstu vikum. Mikilvægt að læra af fyrri mistökum Snorri Jakobsson hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital segir mikilvægt að flýta sér hægt og læra af fyrri mistökum varðandi sölu á eignarhlut ríkisins í bankanum. „Það þarf að undirbúa söluna vel. Alltaf þegar verið er að vinna svona útboð hratt er hætta á smærri mistökum. Það gerist þegar tíminn er skammur og allir að vinna af miklu kappi. Það er betra að taka lengri tíma og vanda sig betur. Sömuleiðis þarf að hafa upplýsingagjöfina miklu betri en hún var í síðasta útboði. Það þarf því ekki að drífa að selja bankann á næstu vikum. Það er betra að gefa sér tíma og selja hann eftir fjórar til fimm vikur,“ segir Snorri. Örugg fjárfesting Snorri telur að fólk hafi mikinn áhuga á að kaupa í bankanum því hlutabréf í honum séu með öruggari fjárfestingum. „Íslenskir bankar eru með belti axlabönd, sikrisnælur og hjálma. Þeir eru með alla öryggisventla sem til eru í samanburði við banka erlendis. Ég held að það sé mikill áhugi á að kaupa í bankanum í næsta útboði,“ segir Snorri.
Íslandsbanki Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira