Sígild sumarterta að hætti Dana Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 6. maí 2025 14:31 Berglind heldur úti vefsíðunni Gotterí og gersemar. Þegar hin sígilda danska jarðaberjaterta er komin á útiborðið á sólríkum sumardegi, er sumarið formlega mætt hjá frændum okkar Dönum. Tertan samanstendur af stökkum kökubotni með mjúkri marsípanfyllingu, dökku súkkulaði, silkimjúkum vanillubúðingi og ferskum jarðarberjum. Tertan er tilvalin með kaffinu á mæðradaginn næstkomandi sunnudag. Matgæðingurinn Berglind Hreiðarsdóttir hjá Gotterí og Gersemar útbjó sína eigin útgáfu af tertunni, eftir að hafa fengið innblástur frá danska bakaríinu Lagkagehuset við heimsókn til Danmerkur, og deildi henni á vefsíðu sinni. View this post on Instagram A post shared by Lagkagehuset (@lagkagehuset_official) Sígild jarðaberjaterta að hætti Dana Gotterí og gersemar Botninn 150 g hveiti100 g smjör (kalt)1 msk flórsykur1 egg¼ tsk salt Aðferð: Skerið smjörið í teninga og setjið allt saman í skál.Hnoðið saman með höndunum eða með K-inu í hrærivélinni þar til blandað saman.Smyrjið eldfast mót/kökuform að innan með smjöri og þjappið deiginu síðan í botninn og upp hliðarnar.Einnig er hægt að kæla deigið í um klukkustund og fletja það út ef þið kjósið heldur að gera það þannig.Kælið í ísskáp á meðan þið útbúið marsípanfyllinguna en gatið þó deigið með gaffli áður en þið hellið henni ofan á botninn. Marsípanfylling og súkkulaðiskel 200 g marsípan100 g sykur100 g smjör (við stofuhita)2 egg50 g hveiti70 g suðusúkkulaði Aðferð: Hitið ofninn í 180°C.Hnoðið marsípan, sykur og smjör saman í hrærivélinni (með K-inu) og bætið síðan eggjunum saman við einu í einu.Að lokum má sigta hveitið saman við og hræra vel saman, smyrjið síðan yfir gataðan smjördeigsbotninn.Bakið í 23-25 mínútur og látið kólna.Bræðið suðusúkkulaði og smyrjið því yfir og kælið áður en vanillurjóminn fer ofan á. Þetta er gert til þess að kakan blotni ekki of mikið þegar vanillurjóminn er settur ofan á, svo gerir súkkulaði auðvitað allt betra. Vanillurjómi og skreyting 250 ml nýmjólk40 g sykur1 egg2 tsk. vanilla bean extract (eða vanillusykur)1 msk. kartöflumjöl250 ml rjómi (þeyttur)Um 300 g jarðarber Aðferð: Setjið mjólk, sykur, egg, vanillu og kartöflumjöl saman í pott og hitið að suðu.Pískið stanslaust í pottinum á meðan blandan er að hitna, þegar hún fer að nálgast suðu þykknar hún og þá megið þið taka af hellunni og færa yfir í skál og kæla í ísskáp. Blandan ætti að þykkna þannig að hún minni á þykkan jafning áður en þið takið af hitanum.Kælið blönduna alveg og blandið henni síðan saman við þeytta rjómann.Smyrjið vanillurjómanum yfir súkkulaðið. Toppið með ferskum jarðarberjum. Aðferðina má sjá í færslunni hér að neðan: View this post on Instagram A post shared by Gotterí og gersemar (@gotterioggersemar) Kökur og tertur Danmörk Uppskriftir Mæðradagurinn Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira
Matgæðingurinn Berglind Hreiðarsdóttir hjá Gotterí og Gersemar útbjó sína eigin útgáfu af tertunni, eftir að hafa fengið innblástur frá danska bakaríinu Lagkagehuset við heimsókn til Danmerkur, og deildi henni á vefsíðu sinni. View this post on Instagram A post shared by Lagkagehuset (@lagkagehuset_official) Sígild jarðaberjaterta að hætti Dana Gotterí og gersemar Botninn 150 g hveiti100 g smjör (kalt)1 msk flórsykur1 egg¼ tsk salt Aðferð: Skerið smjörið í teninga og setjið allt saman í skál.Hnoðið saman með höndunum eða með K-inu í hrærivélinni þar til blandað saman.Smyrjið eldfast mót/kökuform að innan með smjöri og þjappið deiginu síðan í botninn og upp hliðarnar.Einnig er hægt að kæla deigið í um klukkustund og fletja það út ef þið kjósið heldur að gera það þannig.Kælið í ísskáp á meðan þið útbúið marsípanfyllinguna en gatið þó deigið með gaffli áður en þið hellið henni ofan á botninn. Marsípanfylling og súkkulaðiskel 200 g marsípan100 g sykur100 g smjör (við stofuhita)2 egg50 g hveiti70 g suðusúkkulaði Aðferð: Hitið ofninn í 180°C.Hnoðið marsípan, sykur og smjör saman í hrærivélinni (með K-inu) og bætið síðan eggjunum saman við einu í einu.Að lokum má sigta hveitið saman við og hræra vel saman, smyrjið síðan yfir gataðan smjördeigsbotninn.Bakið í 23-25 mínútur og látið kólna.Bræðið suðusúkkulaði og smyrjið því yfir og kælið áður en vanillurjóminn fer ofan á. Þetta er gert til þess að kakan blotni ekki of mikið þegar vanillurjóminn er settur ofan á, svo gerir súkkulaði auðvitað allt betra. Vanillurjómi og skreyting 250 ml nýmjólk40 g sykur1 egg2 tsk. vanilla bean extract (eða vanillusykur)1 msk. kartöflumjöl250 ml rjómi (þeyttur)Um 300 g jarðarber Aðferð: Setjið mjólk, sykur, egg, vanillu og kartöflumjöl saman í pott og hitið að suðu.Pískið stanslaust í pottinum á meðan blandan er að hitna, þegar hún fer að nálgast suðu þykknar hún og þá megið þið taka af hellunni og færa yfir í skál og kæla í ísskáp. Blandan ætti að þykkna þannig að hún minni á þykkan jafning áður en þið takið af hitanum.Kælið blönduna alveg og blandið henni síðan saman við þeytta rjómann.Smyrjið vanillurjómanum yfir súkkulaðið. Toppið með ferskum jarðarberjum. Aðferðina má sjá í færslunni hér að neðan: View this post on Instagram A post shared by Gotterí og gersemar (@gotterioggersemar)
Kökur og tertur Danmörk Uppskriftir Mæðradagurinn Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira