Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson og Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifa 6. maí 2025 10:30 Það var sannkallað gleðiefni þegar skólamáltíðir grunnskóla urðu gjaldfrjálsar síðastliðið haust og öll börn eiga því kost á því í dag óháð efnahag að fá heita máltíð í hádeginu. Hjá mjög mörgum börnum er þetta aðalmáltíð dagsins og því ákaflega mikilvægt að í boði sé hollur og næringarríkur matur sem börnin vilja borða. Þetta er nú sem betur fer ekki í fyrsta skipti sem börnum er boðið upp á mat í skólum en hins vegar mjög gott tækifæri fyrir skóla og sveitarfélög til að fara yfir hvernig að framkvæmdinni er staðið í hverjum skóla fyrir sig. Í grunninn þurfum við að fylgja ráðleggingum landlæknis um mataræði. Í nýjustu ráðlegginunum er enn meiri áhersla lögð á neyslu á grænmeti og ávöxtum, fiski og baunum en ráðlagt er að minnka neyslu á rauðu kjöti. Jafnframt er mælt með að takmarka neyslu unninna kjötvara. Þetta er í fyrsta skipti sem ráðleggingarnar taka bæði mið af hollustu- og loftslagssjónarmiðum. Það vill svo vel til að holl fæða er jafnframt umhverfisvæn og leiðir til minni losunar gróðurhúsalofttegunda og vinnur þannig gegn hlýnun jarðar sem nú ógnar framtíð okkar. Í dag veldur matvælaframleiðsla og næringarvenjur um þriðjungi losunar CO2 af mannavöldum. Hollur og góður matur ýtir undir góðar neysluvenjur og eflir heilbrigði nemenda. Það er hins vegar ekki nóg að útbúa hollan mat ef enginn vill borða hann. Í mörgum skólum eru frábærir matreiðslumenn og matráðar sem kunna vel til verka en við þurfum líka skapa jákvætt andrúmsloft nemenda foreldra og starfsfólks í kringum matinn. Máltíðin í skólanum á að vera tilhlökkunarefni og jákvæð samverustund en ekki aðeins til að seðja sárasta hungrið. Þær geta verið vettvangur fyrir jákvæð samskipti milli nemenda og kennara og dregið úr einangrun. Með góðri skipulagningu er einnig hægt að tengja máltíðina við ýmsar kennslugreinar s.s. heimilisfræði, líffræði og landafræði og fá þannig jafnvel meiri tíma til að nýta í þessa mikilvægu samverustund. Fjár til gjaldfrjálsra skólamáltíða er því vel varið og ætti ekki að skoðast sem sóun. Menntavísindasvið H.Í. og Aldin, samtök eldri aðgerðarsinna gegn loftslagsvá, standa fyrir málþingi um gjaldfrjálsar skólamáltíðir undir yfirskriftinni „Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna“ í Öskju húsi stofu N-132, þann 13. maí næst komandi kl 13 – 16:30. Á málþinginu verða fyrirlesarar úr ólíkum áttum og fjallað um margvíslegar leiðir til að þær gagnist sem best. Aðalfyrirlesari verður Päivi Palojoki frá Finnlandi en Finnar hafa verið í fararbroddi hvað varðar uppbyggilega umgjörð um skólamáltíðir. Við hvetjum sem flesta til að taka þátt í málþinginu en ekki síst skólafólk, foreldra og sveitarstjórnarmenn. Málþingið er öllum opið. Ludvig Guðmundsson læknir og félagi í AldinGuðrún E. Gunnarsdóttir matvælafræðingur og félagi í Aldin Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Það var sannkallað gleðiefni þegar skólamáltíðir grunnskóla urðu gjaldfrjálsar síðastliðið haust og öll börn eiga því kost á því í dag óháð efnahag að fá heita máltíð í hádeginu. Hjá mjög mörgum börnum er þetta aðalmáltíð dagsins og því ákaflega mikilvægt að í boði sé hollur og næringarríkur matur sem börnin vilja borða. Þetta er nú sem betur fer ekki í fyrsta skipti sem börnum er boðið upp á mat í skólum en hins vegar mjög gott tækifæri fyrir skóla og sveitarfélög til að fara yfir hvernig að framkvæmdinni er staðið í hverjum skóla fyrir sig. Í grunninn þurfum við að fylgja ráðleggingum landlæknis um mataræði. Í nýjustu ráðlegginunum er enn meiri áhersla lögð á neyslu á grænmeti og ávöxtum, fiski og baunum en ráðlagt er að minnka neyslu á rauðu kjöti. Jafnframt er mælt með að takmarka neyslu unninna kjötvara. Þetta er í fyrsta skipti sem ráðleggingarnar taka bæði mið af hollustu- og loftslagssjónarmiðum. Það vill svo vel til að holl fæða er jafnframt umhverfisvæn og leiðir til minni losunar gróðurhúsalofttegunda og vinnur þannig gegn hlýnun jarðar sem nú ógnar framtíð okkar. Í dag veldur matvælaframleiðsla og næringarvenjur um þriðjungi losunar CO2 af mannavöldum. Hollur og góður matur ýtir undir góðar neysluvenjur og eflir heilbrigði nemenda. Það er hins vegar ekki nóg að útbúa hollan mat ef enginn vill borða hann. Í mörgum skólum eru frábærir matreiðslumenn og matráðar sem kunna vel til verka en við þurfum líka skapa jákvætt andrúmsloft nemenda foreldra og starfsfólks í kringum matinn. Máltíðin í skólanum á að vera tilhlökkunarefni og jákvæð samverustund en ekki aðeins til að seðja sárasta hungrið. Þær geta verið vettvangur fyrir jákvæð samskipti milli nemenda og kennara og dregið úr einangrun. Með góðri skipulagningu er einnig hægt að tengja máltíðina við ýmsar kennslugreinar s.s. heimilisfræði, líffræði og landafræði og fá þannig jafnvel meiri tíma til að nýta í þessa mikilvægu samverustund. Fjár til gjaldfrjálsra skólamáltíða er því vel varið og ætti ekki að skoðast sem sóun. Menntavísindasvið H.Í. og Aldin, samtök eldri aðgerðarsinna gegn loftslagsvá, standa fyrir málþingi um gjaldfrjálsar skólamáltíðir undir yfirskriftinni „Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna“ í Öskju húsi stofu N-132, þann 13. maí næst komandi kl 13 – 16:30. Á málþinginu verða fyrirlesarar úr ólíkum áttum og fjallað um margvíslegar leiðir til að þær gagnist sem best. Aðalfyrirlesari verður Päivi Palojoki frá Finnlandi en Finnar hafa verið í fararbroddi hvað varðar uppbyggilega umgjörð um skólamáltíðir. Við hvetjum sem flesta til að taka þátt í málþinginu en ekki síst skólafólk, foreldra og sveitarstjórnarmenn. Málþingið er öllum opið. Ludvig Guðmundsson læknir og félagi í AldinGuðrún E. Gunnarsdóttir matvælafræðingur og félagi í Aldin
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun