Fækkar herforingjum um fimmtung Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2025 07:12 Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Mark Schiefelbein Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar að fækka fjögurra stjörnu herforingjum í herafla Bandaríkjanna um tuttugu prósent. Hann hefur einnig skipað þjóðvarðliði Bandaríkjanna að gera það sama og að gefið út skipun um að heilt yfir verði háttsettum yfirmönnum í heraflanum fækkað um tíu prósent. Markmið þessara niðurskurðar er að draga úr sóun og auka skilvirkni en gagnrýnendur óttast, samkvæmt AP fréttaveitunni, að niðurskurðinn muni leiða til aukinna áhrifa stjórnamála á heraflan. Í yfirlýsingu frá ráðherranum segir að með þessu vilji hann draga úr skriffinnsku. Hegseth hefur þegar sagt upp fjölmörgum yfirmönnum í herafla Bandaríkjanna sem margir eiga það sameiginlegt að vera þeldökkir menn eða konur. Það hefur hann gert með því yfirlýsta markmiði að berjast gegn svokölluðum „vókisma“ innan hersins. Þá gaf Hegseth í síðustu viku skipun um umfangsmiklar breytingar á herafla Bandaríkjanna. Meðal þeirra er að sameina yfirstjórnir, fækka stjórnendum, hætta notkun gamalla farartækja og fækka. Á sama tíma og sú skipun var gefin út tilkynntu forsvarsmenn hersins að halda ætti skrúðgöngu á afmælisdegi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í næsta mánuði, sem kosta mun tugi milljónir dala. Stendur sjálfur frammi fyrir áköllum um afsögn Hegseth stendur sjálfur frammi fyrir áköllum um að hann segi af sér eða verði vikið úr starfi og þá sérstaklega vegna notkunar hans á samskiptamiðlinum Signal. Meðal annars sagði hann frá væntanlegum árásum á Húta í Jemen í spjallhópi sem innihélt fyrir mistök blaðamann. Stjórn hans í Pentagon (ráðuneytinu) er sögð hafa einkennst af mikilli óreiðu og deilum meðal hans nánustu ráðgjafa og undirmanna. Notkun Hegseths á Signal hefur samkvæmt grein Wall Street Journal verið meiri en áður hefur komið fram. Heimildarmenn miðilsins segja hann hafa rætt opinber mál í á annan tug spjallhópa á Signal. Í einu tilfelli skipaði hann aðstoðarmönnum sínum að segja erlendum erindrekum frá yfirstandandi hernaðaraðgerð og hefur hann einnig notað Signal til að tala um ferðalög sín, dagskrá og önnur viðkvæm en þó ekki leynileg mál. Fregnir hafa borist af því að sett hafi verið upp sérstök nettenging innan Pentagon, sem færi gegn netvörnum ráðuneytisins fyrir Hegseth. Sjá einnig: Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Notkun ráðherrans á Signal er nú til rannsóknar hjá innri endurskoðanda Pentagon. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Markmið þessara niðurskurðar er að draga úr sóun og auka skilvirkni en gagnrýnendur óttast, samkvæmt AP fréttaveitunni, að niðurskurðinn muni leiða til aukinna áhrifa stjórnamála á heraflan. Í yfirlýsingu frá ráðherranum segir að með þessu vilji hann draga úr skriffinnsku. Hegseth hefur þegar sagt upp fjölmörgum yfirmönnum í herafla Bandaríkjanna sem margir eiga það sameiginlegt að vera þeldökkir menn eða konur. Það hefur hann gert með því yfirlýsta markmiði að berjast gegn svokölluðum „vókisma“ innan hersins. Þá gaf Hegseth í síðustu viku skipun um umfangsmiklar breytingar á herafla Bandaríkjanna. Meðal þeirra er að sameina yfirstjórnir, fækka stjórnendum, hætta notkun gamalla farartækja og fækka. Á sama tíma og sú skipun var gefin út tilkynntu forsvarsmenn hersins að halda ætti skrúðgöngu á afmælisdegi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í næsta mánuði, sem kosta mun tugi milljónir dala. Stendur sjálfur frammi fyrir áköllum um afsögn Hegseth stendur sjálfur frammi fyrir áköllum um að hann segi af sér eða verði vikið úr starfi og þá sérstaklega vegna notkunar hans á samskiptamiðlinum Signal. Meðal annars sagði hann frá væntanlegum árásum á Húta í Jemen í spjallhópi sem innihélt fyrir mistök blaðamann. Stjórn hans í Pentagon (ráðuneytinu) er sögð hafa einkennst af mikilli óreiðu og deilum meðal hans nánustu ráðgjafa og undirmanna. Notkun Hegseths á Signal hefur samkvæmt grein Wall Street Journal verið meiri en áður hefur komið fram. Heimildarmenn miðilsins segja hann hafa rætt opinber mál í á annan tug spjallhópa á Signal. Í einu tilfelli skipaði hann aðstoðarmönnum sínum að segja erlendum erindrekum frá yfirstandandi hernaðaraðgerð og hefur hann einnig notað Signal til að tala um ferðalög sín, dagskrá og önnur viðkvæm en þó ekki leynileg mál. Fregnir hafa borist af því að sett hafi verið upp sérstök nettenging innan Pentagon, sem færi gegn netvörnum ráðuneytisins fyrir Hegseth. Sjá einnig: Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Notkun ráðherrans á Signal er nú til rannsóknar hjá innri endurskoðanda Pentagon.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira