„Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. maí 2025 19:18 Hildur Sverrisdóttir er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og Kristrún Frostadóttir er forsætisráðherra. Vísir Hildur Sverrisdóttir segir að ríkisstjórnin ætli að ráðast í stórkostlegar kerfisbreytingar á sjávarútvegi án greiningar og samráðs við sveitarfélög, lífeyrissjóði og fyrirtæki tengd sjávarútvegi. Forsætisráðherra segir það engin kúvending að mæla hlutina með réttari hætti en áður. Fyrsta umræða um frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjald stendur nú yfir á Alþingi og er útlit fyrir að hún muni standa yfir langt fram eftir kvöldi. Hildur Sverrisdóttir tók forskot á sæluna og spurði Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra út í veiðigjaldamálið í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Eins og fimm ára plan kommúnistanna „Frú forseti. Í umræðu um skattlagningu á atvinnugreinar þessa lands má ekki gleymast að það eru atvinnugreinarnar sem nýta auðlindirnar okkar og koma þeim í verð, þjóðinni til heilla. Án þessara atvinnugreina væru lífskjör hér á landi ekki á þeim öfundsverða stað sem þau eru á í dag,“ sagði Hildur. Sagði hún svo að nú ætli ríkisstjórnin að hækka skatta á þessa undirstöðuatvinnugrein landsins. Hún rifjaði upp orð sem Kristrún lét falla fyrir um ári síðan um veiðigjöldin: „Getum við komist, á tíu ára tímabili, nær 20 milljörðum? Getum við skapað einhver skipti til þess að við losnum við þessa hræðslu að eftir hverjar kosningar verði stórkostlegar kerfisbreytingar?“ Hildur segir að Kristrún hafi þá einnig lofað því að engar kúvendingar yrðu á veiðigjaldakerfinu. „Ekki fór betur fyrir tíu ára plani forsætisráðherra í þessu máli en fimm ára plani kommúnistanna austan tjalds. Nú á að komast nær 20 milljörðum í einni svipan. Ég spyr: Hvað breyttist?“ Sagði hún svo að breytingarnar hefðu verið unnar án nauðsynlegs undirbúnings. „Vinnubrögðin vond, greiningar og samráð við sveitarfélög, lífeyrissjóði og fyrirtæki í og tengd sjávarútvegi var og eru enn í mýflugumynd. Ekkert nema vond vinnubrögð, frú forseti, því miður, og hvað? Kúvending. Hæstvirtur forsætisráðherra, hvað breyttist?“ Engin kúvending að leiðrétta rangt verð Kristrún svaraði því til að það væri ekki kúvending að leiðrétta sem löngum virðist hafa verið vitað, að hér sé ekki verið að greiða rétt verð. „Það [var] líka þannig að tekin var ákvörðun á sínum tíma þegar gert var ráð fyrir að við myndum sækja þó þennan þriðjung, ekki allt, ekki tvo þriðju, ekki helming heldur þriðjung, að þetta umrædda veiðigjald yrði byggt á ákveðnum útreikningi.“ „Endum við í tvöföldun? Nei, við endum reyndar ekki í tvöföldun vegna þess að hvað er gert? Jú, eftir umfangsmiklar greiningar, eftir umfangsmikið samtal og samráð var til að mynda ákveðið að áður en þetta frumvarp yrði lagt fram yrðu frítekjumörk hækkuð þannig að minnstu og millistóru útgerðirnar eru að eða munu borga minna en áður var búist við. Því sýnir allt í vinnubrögðum þessa máls að vel er að því staðið.“ „En þarna getum við líka einfaldlega verið ósammála um að það er pólitík í þessum sal og mér finnst allt í lagi að það sé skýrt,“ sagði Kristrún. Engin greining á afleiddum áhrifum Hildur sagði þá að ekki lægi fyrir nein auðlindastefna eða mælikvarðar á réttlæti auðlindagjalda. Ekki lægju allar forsendur á borðinu, og greiningar á áhrifum hækkunar veiðigjalds hafi lengi skort, og þótt bætt hafi verið úr því séu þær langt frá því að teljast ásættanlegar. „Ekki liggja enn fyrir greiningar á afleiddum áhrifum á sjávarbyggðir, sveitarfélög og verðmætasköpun af ýmsum toga. Útreikningar, segir hæstvirts ráðherra, en þar sem greiningarnar skortir er rétt að spyrja forsætisráðherra hvort hún geti fullyrt með útreikningum sínum að kakan muni stækka en ekki einfaldlega minnka við þær breytingar sem frumvarpið boðar.“ Telur ekki um skattahækkun að ræða Kristrún kvaðst þá ósammála því að um skattahækkun væri að ræða. „Þetta er auðlindarenta. Það liggur fyrir að það er hagfræðilega þekkt forsenda að þegar kemur að auðlindarentu þá hefur dreifing hennar ekki áhrif á hvernig fyrirtækin ákveða að skipta sínum framleiðsluþáttum vegna þess að þetta er hrein renta. Þetta hefur ekkert að gera með ákvöðunartöku þessara fyrirtækja.“ Þá sagði hún að umfangsmiklar greiningar væru til staðar í greinargerð frumvarpsins og hvatti hún alla í sal alþingis til að lesa greinargerðina. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Atvinnuvegaráðuneytið segir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) ekki hafa svarað fundarboði um fund þar sem fara átti yfir útreikninga að baki veiðigjaldsbreytingum. Gagnabeiðnir frá SFS hafi verið afgreiddar í samræmi við lög og þau gögn sem falli undir afhendingarskyldu hafi samtökin fengið. 4. apríl 2025 12:05 Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Rúmlega sextíu prósent þjóðarinnar eru hlynntir frumvarpi atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum. 94 prósent telja að útgerðirnar séu færar um að greiða hærri veiðigjöld en þær gera í dag. 4. apríl 2025 11:53 „Þetta er afnotagjald“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir breytingu á veiðigjöldum ekki vera skattlagningu heldur afnotagjald af auðlindum. Tillaga ráðherra hefur hlotið mikla gagnrýni, þá helst frá kvótaeigendum, á meðan merkja má ánægju víða í samfélaginu. 28. mars 2025 12:37 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Fyrsta umræða um frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjald stendur nú yfir á Alþingi og er útlit fyrir að hún muni standa yfir langt fram eftir kvöldi. Hildur Sverrisdóttir tók forskot á sæluna og spurði Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra út í veiðigjaldamálið í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Eins og fimm ára plan kommúnistanna „Frú forseti. Í umræðu um skattlagningu á atvinnugreinar þessa lands má ekki gleymast að það eru atvinnugreinarnar sem nýta auðlindirnar okkar og koma þeim í verð, þjóðinni til heilla. Án þessara atvinnugreina væru lífskjör hér á landi ekki á þeim öfundsverða stað sem þau eru á í dag,“ sagði Hildur. Sagði hún svo að nú ætli ríkisstjórnin að hækka skatta á þessa undirstöðuatvinnugrein landsins. Hún rifjaði upp orð sem Kristrún lét falla fyrir um ári síðan um veiðigjöldin: „Getum við komist, á tíu ára tímabili, nær 20 milljörðum? Getum við skapað einhver skipti til þess að við losnum við þessa hræðslu að eftir hverjar kosningar verði stórkostlegar kerfisbreytingar?“ Hildur segir að Kristrún hafi þá einnig lofað því að engar kúvendingar yrðu á veiðigjaldakerfinu. „Ekki fór betur fyrir tíu ára plani forsætisráðherra í þessu máli en fimm ára plani kommúnistanna austan tjalds. Nú á að komast nær 20 milljörðum í einni svipan. Ég spyr: Hvað breyttist?“ Sagði hún svo að breytingarnar hefðu verið unnar án nauðsynlegs undirbúnings. „Vinnubrögðin vond, greiningar og samráð við sveitarfélög, lífeyrissjóði og fyrirtæki í og tengd sjávarútvegi var og eru enn í mýflugumynd. Ekkert nema vond vinnubrögð, frú forseti, því miður, og hvað? Kúvending. Hæstvirtur forsætisráðherra, hvað breyttist?“ Engin kúvending að leiðrétta rangt verð Kristrún svaraði því til að það væri ekki kúvending að leiðrétta sem löngum virðist hafa verið vitað, að hér sé ekki verið að greiða rétt verð. „Það [var] líka þannig að tekin var ákvörðun á sínum tíma þegar gert var ráð fyrir að við myndum sækja þó þennan þriðjung, ekki allt, ekki tvo þriðju, ekki helming heldur þriðjung, að þetta umrædda veiðigjald yrði byggt á ákveðnum útreikningi.“ „Endum við í tvöföldun? Nei, við endum reyndar ekki í tvöföldun vegna þess að hvað er gert? Jú, eftir umfangsmiklar greiningar, eftir umfangsmikið samtal og samráð var til að mynda ákveðið að áður en þetta frumvarp yrði lagt fram yrðu frítekjumörk hækkuð þannig að minnstu og millistóru útgerðirnar eru að eða munu borga minna en áður var búist við. Því sýnir allt í vinnubrögðum þessa máls að vel er að því staðið.“ „En þarna getum við líka einfaldlega verið ósammála um að það er pólitík í þessum sal og mér finnst allt í lagi að það sé skýrt,“ sagði Kristrún. Engin greining á afleiddum áhrifum Hildur sagði þá að ekki lægi fyrir nein auðlindastefna eða mælikvarðar á réttlæti auðlindagjalda. Ekki lægju allar forsendur á borðinu, og greiningar á áhrifum hækkunar veiðigjalds hafi lengi skort, og þótt bætt hafi verið úr því séu þær langt frá því að teljast ásættanlegar. „Ekki liggja enn fyrir greiningar á afleiddum áhrifum á sjávarbyggðir, sveitarfélög og verðmætasköpun af ýmsum toga. Útreikningar, segir hæstvirts ráðherra, en þar sem greiningarnar skortir er rétt að spyrja forsætisráðherra hvort hún geti fullyrt með útreikningum sínum að kakan muni stækka en ekki einfaldlega minnka við þær breytingar sem frumvarpið boðar.“ Telur ekki um skattahækkun að ræða Kristrún kvaðst þá ósammála því að um skattahækkun væri að ræða. „Þetta er auðlindarenta. Það liggur fyrir að það er hagfræðilega þekkt forsenda að þegar kemur að auðlindarentu þá hefur dreifing hennar ekki áhrif á hvernig fyrirtækin ákveða að skipta sínum framleiðsluþáttum vegna þess að þetta er hrein renta. Þetta hefur ekkert að gera með ákvöðunartöku þessara fyrirtækja.“ Þá sagði hún að umfangsmiklar greiningar væru til staðar í greinargerð frumvarpsins og hvatti hún alla í sal alþingis til að lesa greinargerðina.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Atvinnuvegaráðuneytið segir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) ekki hafa svarað fundarboði um fund þar sem fara átti yfir útreikninga að baki veiðigjaldsbreytingum. Gagnabeiðnir frá SFS hafi verið afgreiddar í samræmi við lög og þau gögn sem falli undir afhendingarskyldu hafi samtökin fengið. 4. apríl 2025 12:05 Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Rúmlega sextíu prósent þjóðarinnar eru hlynntir frumvarpi atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum. 94 prósent telja að útgerðirnar séu færar um að greiða hærri veiðigjöld en þær gera í dag. 4. apríl 2025 11:53 „Þetta er afnotagjald“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir breytingu á veiðigjöldum ekki vera skattlagningu heldur afnotagjald af auðlindum. Tillaga ráðherra hefur hlotið mikla gagnrýni, þá helst frá kvótaeigendum, á meðan merkja má ánægju víða í samfélaginu. 28. mars 2025 12:37 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Atvinnuvegaráðuneytið segir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) ekki hafa svarað fundarboði um fund þar sem fara átti yfir útreikninga að baki veiðigjaldsbreytingum. Gagnabeiðnir frá SFS hafi verið afgreiddar í samræmi við lög og þau gögn sem falli undir afhendingarskyldu hafi samtökin fengið. 4. apríl 2025 12:05
Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Rúmlega sextíu prósent þjóðarinnar eru hlynntir frumvarpi atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum. 94 prósent telja að útgerðirnar séu færar um að greiða hærri veiðigjöld en þær gera í dag. 4. apríl 2025 11:53
„Þetta er afnotagjald“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir breytingu á veiðigjöldum ekki vera skattlagningu heldur afnotagjald af auðlindum. Tillaga ráðherra hefur hlotið mikla gagnrýni, þá helst frá kvótaeigendum, á meðan merkja má ánægju víða í samfélaginu. 28. mars 2025 12:37