Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar 5. maí 2025 15:01 Tölum aðeins um tímann í kringum jólin. Það er svo gaman að gleðja fólk, sérstaklega í desember. Eftir haustið kemur októbermánuður siglandi inn í dagatalið og flýgur nokkuð hratt í gegn. Þá mætir nóvembermánuður og við förum að leiða hugann að desember og jólahátíðinni. Ó hversu gaman og gott er að gleðja fólk í kringum jólin. Sum okkar nota nóvember til að skipuleggja desember og það er virðingarvert. Önnur koma af fullum þunga inn í byrjun desember. Þau okkar sem hafa eignast barn á árinu eða fermt barn, eru jafnvel nýgift eða eiga geggjaða fjölskyldumynd af Tene, hugleiða að senda vinum og vandamönnum jólakort með mynd. Tilgangurinn að gleðja og þakka fyrir góðar stundir á árinu. Við leggjum okkur fram um að sýna hvort öðru kærleika á þessum tíma. Við brosum framan í hvort annað og þegar stutt er í jólin segjum við innilega ,,Gleðileg jól” eða ,,Gleðilega hátíð” við hvort annað, jafnvel þó við þekkjumst lítið sem ekkert. En það styttist í jólin og þá erum við öll svo glöð og við erum tilbúin að sýna öðrum kærleika bæði í orði og á borði. Við förum á dvalarheimilið og heimsækjum ömmu og afa eða mömmu og pabba eða frænkuna eða frændann sem voru okkur svo góð þegar við vorum yngri. Við tökum börnin okkar með og biðjum þau að lita mynd til að gefa viðkomandi í heimsókninni. Það gleður. Í anddyri dvalarheimilisins mætum við börnum sem voru að syngja fyrir heimilisfólkið. Í matsalnum eru yngstu börn tónlistarskólans að spila jólalög. Allir sem við sjáum eru með bros á vör og gleðin og kærleikurinn skín af öllum. Eftir jólalögin er upplestur frá sjálfboðaliðum sem koma sum hver langt að til að lesa fyrir heimilisfólkið. Það eru jú að koma jól og þá gefum við af okkur. Í heimsókninni rifjum við upp gamlar og góðar stundir og þökkum fyrir allt það sem við höfum gert saman í gegnum tíðina. Við gefum okkur tíma þar sem það er stutt í jólahátíðina. Á leiðinni út eftir vel heppnaða heimsókn sjáum við að dagskráin fyrir desembermánuð hangir í anddyrinu. Það er viðburður nánast hvern einasta dag og marga daga eru fleiri en einn viðburður. Hversu dásamlegt í desember. Þetta ber að þakka fyrir. Við hugsum um nágrannakonuna sem missti manninn sinn fyrir nokkrum árum og hefur verið ein síðan - við munum eftir henni í desember og færum henni heimabakaðar smákökur og sendum henni góðar kveðjur. Við segjum já við flestum sem hringja í okkur eða banka upp á heima hjá okkur og eru að biðja um stuðning til handa þeim sem minna mega sín. Við erum klár þar sem það er stutt í jól og allir eiga að hafa það gott um jólin. Við leggjum í guðskistuna þar sem tími ljóss og friðar er runninn upp. Eftir dásamlegan desember tekur janúar við keflinu og við tekur blákaldur hversdagsleikinn og það líða 10 mánuðir þangað til við förum að hugleiða af alvöru hvernig við ætlum að gleðja náungann. Væri ekki gaman að dreifa gleðinni og gleðja fólk jafnt og þétt yfir árið? Hvern ætlar þú að gleðja í dag? Höfundur er stærðfræðingur með áhuga á fólki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Góðverk Jól Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Tölum aðeins um tímann í kringum jólin. Það er svo gaman að gleðja fólk, sérstaklega í desember. Eftir haustið kemur októbermánuður siglandi inn í dagatalið og flýgur nokkuð hratt í gegn. Þá mætir nóvembermánuður og við förum að leiða hugann að desember og jólahátíðinni. Ó hversu gaman og gott er að gleðja fólk í kringum jólin. Sum okkar nota nóvember til að skipuleggja desember og það er virðingarvert. Önnur koma af fullum þunga inn í byrjun desember. Þau okkar sem hafa eignast barn á árinu eða fermt barn, eru jafnvel nýgift eða eiga geggjaða fjölskyldumynd af Tene, hugleiða að senda vinum og vandamönnum jólakort með mynd. Tilgangurinn að gleðja og þakka fyrir góðar stundir á árinu. Við leggjum okkur fram um að sýna hvort öðru kærleika á þessum tíma. Við brosum framan í hvort annað og þegar stutt er í jólin segjum við innilega ,,Gleðileg jól” eða ,,Gleðilega hátíð” við hvort annað, jafnvel þó við þekkjumst lítið sem ekkert. En það styttist í jólin og þá erum við öll svo glöð og við erum tilbúin að sýna öðrum kærleika bæði í orði og á borði. Við förum á dvalarheimilið og heimsækjum ömmu og afa eða mömmu og pabba eða frænkuna eða frændann sem voru okkur svo góð þegar við vorum yngri. Við tökum börnin okkar með og biðjum þau að lita mynd til að gefa viðkomandi í heimsókninni. Það gleður. Í anddyri dvalarheimilisins mætum við börnum sem voru að syngja fyrir heimilisfólkið. Í matsalnum eru yngstu börn tónlistarskólans að spila jólalög. Allir sem við sjáum eru með bros á vör og gleðin og kærleikurinn skín af öllum. Eftir jólalögin er upplestur frá sjálfboðaliðum sem koma sum hver langt að til að lesa fyrir heimilisfólkið. Það eru jú að koma jól og þá gefum við af okkur. Í heimsókninni rifjum við upp gamlar og góðar stundir og þökkum fyrir allt það sem við höfum gert saman í gegnum tíðina. Við gefum okkur tíma þar sem það er stutt í jólahátíðina. Á leiðinni út eftir vel heppnaða heimsókn sjáum við að dagskráin fyrir desembermánuð hangir í anddyrinu. Það er viðburður nánast hvern einasta dag og marga daga eru fleiri en einn viðburður. Hversu dásamlegt í desember. Þetta ber að þakka fyrir. Við hugsum um nágrannakonuna sem missti manninn sinn fyrir nokkrum árum og hefur verið ein síðan - við munum eftir henni í desember og færum henni heimabakaðar smákökur og sendum henni góðar kveðjur. Við segjum já við flestum sem hringja í okkur eða banka upp á heima hjá okkur og eru að biðja um stuðning til handa þeim sem minna mega sín. Við erum klár þar sem það er stutt í jól og allir eiga að hafa það gott um jólin. Við leggjum í guðskistuna þar sem tími ljóss og friðar er runninn upp. Eftir dásamlegan desember tekur janúar við keflinu og við tekur blákaldur hversdagsleikinn og það líða 10 mánuðir þangað til við förum að hugleiða af alvöru hvernig við ætlum að gleðja náungann. Væri ekki gaman að dreifa gleðinni og gleðja fólk jafnt og þétt yfir árið? Hvern ætlar þú að gleðja í dag? Höfundur er stærðfræðingur með áhuga á fólki.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar