Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. maí 2025 08:55 Trump og Sheinbaum hafa átt í miklum samskiptum undanfarna mánuði vegna landamæra landanna tveggja og baráttu við fíkniefnasmygl glæpagengja. Getty Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, segist hafa hafnað boði Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að senda bandaríska hermenn yfir landamærin til að aðstoða Mexíkó í baráttunni við glæpagengi. Sheinbaum segir fullveldi landsins ekki til sölu. Sheinbaum greindi frá þessu í gær eftir að hafa verið spurð út í grein Wall Street Journal, sem birtist á föstudag, en þar var greint frá spennuþrungnu símtali forsetanna tveggja í síðasta mánuði þar sem Trump þrýsti á Sheinbaum að samþykkja stærri þátt bandaríska hersins í baráttunni við fíkniefnagengi í Mexíkó. „Í einu símtalinu sagði hann: ,Hvernig getum við hjálpað ykkur að berjast við eiturlyfjasmyglið? Ég legg til að bandaríski herinn komi og hjálpi ykkur.',“ sagði Sheinbaum á háskólaviðburði skammt frá Mexíkóborg á laugardag samkvæmt Reuters. „Vitið þið hvað ég sagði við hann? ,Nei, forseti Trump, landsvæðið er heilagt, fullveldið er heilagt, fullveldið er ekki til sölu, fullveldið er elskað og varið.',“ sagði hún. Jafnframt að sagði hún að þótt löndin tvö myndu vinna náið saman „munum við aldrei samþykkja viðveru bandaríska hersins á okkar landsvæði.“ „Við getum unnið saman, þú á þínu svæði og við á okkar“ James Hewitt, talsmaður Þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu seinna í gær að Trump hefði unnið náið með forseta Mexíkó „til að tryggja öruggustu suðvesturlandamæri sögunnar.“ „Hættuleg erlend hryðjuverkasamtak halda hins vgar áfram að ógna sameiginlegu öryggi okkar og eiturlyfin og glæpirnir sem þau dreif ógna amerískum samfélögum þvert yfir landið,“ sagði í yfirlýsingunni. „Forsetinn hefur verið kýrskýr með það að Mexíkó þurfi að gera meira til að eiga við þessi gengi og eiturlyfjahringi og Bandaríkin eru reiðubúin að aðstoða og útvíkka þegar náið samstarf landanna tveggja,“ sagði einnig. Viðvera Bandaríkjahers hefur aukist meðfram landamærunum að Mexíkó síðustu mánuði eftir að Trump lýsti því yfir í janúar að hann ætlaði að auka hlut hersins í að stöðva flæði ólöglegra innflytjenda og eiturlyfja. Trump skilgreindi mexíkósk glæpagengi sem erlend hryðjuverkasamtök í febrúar og gaf löggæsluyfirvöldum þannig aukin tól til að eiga við þau. Sheinbaum hefur nú stigið hart til jarðar og gefið Trump skýrt merki um að hann geti ekki gengið lengra, allavega ekki innan landsvæðis Mexíkó. „Við getum unnið saman, en þú á þínu svæði og við á okkar,“ sagði Sheinbaum. Mexíkó Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Sjá meira
Sheinbaum greindi frá þessu í gær eftir að hafa verið spurð út í grein Wall Street Journal, sem birtist á föstudag, en þar var greint frá spennuþrungnu símtali forsetanna tveggja í síðasta mánuði þar sem Trump þrýsti á Sheinbaum að samþykkja stærri þátt bandaríska hersins í baráttunni við fíkniefnagengi í Mexíkó. „Í einu símtalinu sagði hann: ,Hvernig getum við hjálpað ykkur að berjast við eiturlyfjasmyglið? Ég legg til að bandaríski herinn komi og hjálpi ykkur.',“ sagði Sheinbaum á háskólaviðburði skammt frá Mexíkóborg á laugardag samkvæmt Reuters. „Vitið þið hvað ég sagði við hann? ,Nei, forseti Trump, landsvæðið er heilagt, fullveldið er heilagt, fullveldið er ekki til sölu, fullveldið er elskað og varið.',“ sagði hún. Jafnframt að sagði hún að þótt löndin tvö myndu vinna náið saman „munum við aldrei samþykkja viðveru bandaríska hersins á okkar landsvæði.“ „Við getum unnið saman, þú á þínu svæði og við á okkar“ James Hewitt, talsmaður Þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu seinna í gær að Trump hefði unnið náið með forseta Mexíkó „til að tryggja öruggustu suðvesturlandamæri sögunnar.“ „Hættuleg erlend hryðjuverkasamtak halda hins vgar áfram að ógna sameiginlegu öryggi okkar og eiturlyfin og glæpirnir sem þau dreif ógna amerískum samfélögum þvert yfir landið,“ sagði í yfirlýsingunni. „Forsetinn hefur verið kýrskýr með það að Mexíkó þurfi að gera meira til að eiga við þessi gengi og eiturlyfjahringi og Bandaríkin eru reiðubúin að aðstoða og útvíkka þegar náið samstarf landanna tveggja,“ sagði einnig. Viðvera Bandaríkjahers hefur aukist meðfram landamærunum að Mexíkó síðustu mánuði eftir að Trump lýsti því yfir í janúar að hann ætlaði að auka hlut hersins í að stöðva flæði ólöglegra innflytjenda og eiturlyfja. Trump skilgreindi mexíkósk glæpagengi sem erlend hryðjuverkasamtök í febrúar og gaf löggæsluyfirvöldum þannig aukin tól til að eiga við þau. Sheinbaum hefur nú stigið hart til jarðar og gefið Trump skýrt merki um að hann geti ekki gengið lengra, allavega ekki innan landsvæðis Mexíkó. „Við getum unnið saman, en þú á þínu svæði og við á okkar,“ sagði Sheinbaum.
Mexíkó Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Sjá meira