Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. maí 2025 14:05 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Ölfusi, sem hefur miklar áhyggjur af stöðu Garðyrkjuskólans á Reykjum þegar viðhald bygginga er annars vegar. Skóinn er eina ríkisstofnunin í sveitarfélaginu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæjarstjóri Ölfus leggur mikla áherslu á að ríkisvaldið tryggi Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi fjármagn til viðhalds en mannvirki skólans eru meira og minna að hruni komin. Garðyrkjuskólinn var stofnaður 1939 og rekin fyrstu 66 árin, sem sjálfstæð stofnun og var vagga garðyrkjunnar í landinu og hefur alltaf verið. Árið 2005 var skólinn sameinaður Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og nú síðustu ár hefur skólinn verið rekið undir hatti Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Alltaf hefur verið góð aðsókn að starfsmenntanámi skólans en það sem háir honum hvað mest eru byggingarnar, gróðurhús og annað, sem er að hruni komið enda litlir, sem engir peningar settir í viðhald frá ríkinu til skólans. Skólinn er staðsettur í Ölfusi, ekki í Hveragerði eins og margir halda. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss hefur áhyggjur af stöðu Garðyrkjuskólans. „Við höfum náttúrulega gríðarlegar áhyggjur af þessu. Þetta er eina ríkisstofnunin í Ölfusinu öllu. Þannig að manni fyndist í lófa lagi hjá ríkinu að standa betur að þessum málum. Þetta er ákveðin hornsteinn af allri garðyrkju á Íslandi og þarna hefur verið búið til alveg ótrúleg verðmæti í formi mannauðs þannig að það þarf að standa betur að verki þar“, segir Elliði. Boðið er upp á starfsmenntanám í Garðyrkjuskólanum, sem tengist atvinnugreinum, sem unnið er við. Það er til dæmis ylræktarbraut í skólanum og skrúðgarðyrkjubraut, auk garðplöntubrautar svo eitthvað sé nefnt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er þetta skandall hvernig staðið er að þessum málum eða hvað? „Það er allavega öllum ljóst að þarna þarf að gera betur. Við getum ekki rekið skólahúsnæði eða rekið fræðslustarf í skólahúsnæði eins og það er þarna. Það er hreinlega að hruni komið og sums staðar hrun“, segir bæjarstjórinn. En hvað með ábyrgð Sveitarfélagsins Ölfuss, getur það ekkert gert til að hjálpa skólanum með viðhald og annað slíkt til að halda honum áfram í sveitarfélaginu eða hvað ? „Já að sjálfsögðu getum við gert það og höfum mikinn og ríkan vilja en þetta er hins vegar verkefni ríkisins og við getum hvorki farið að reka hér löggæslu, tollinnheimtu eða nokkuð annað, sem ríkið er að gera en við þurfum hins vegar að biðla til þeirra að standa betur að hvað þetta varðar og ég er bjartsýnn á það,“ segir Elliði. Opið hús var í Garðyrkjuskólanum á Sumardaginn fyrsta eins og alltaf. Hér fremst á myndinni er Soffía Sveinsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands og Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Fjölbrautaskóla Suðurlands er garðyrkjunámið er í þeim skóla Ölfus Garðyrkja Skóla- og menntamál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Garðyrkjuskólinn var stofnaður 1939 og rekin fyrstu 66 árin, sem sjálfstæð stofnun og var vagga garðyrkjunnar í landinu og hefur alltaf verið. Árið 2005 var skólinn sameinaður Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og nú síðustu ár hefur skólinn verið rekið undir hatti Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Alltaf hefur verið góð aðsókn að starfsmenntanámi skólans en það sem háir honum hvað mest eru byggingarnar, gróðurhús og annað, sem er að hruni komið enda litlir, sem engir peningar settir í viðhald frá ríkinu til skólans. Skólinn er staðsettur í Ölfusi, ekki í Hveragerði eins og margir halda. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss hefur áhyggjur af stöðu Garðyrkjuskólans. „Við höfum náttúrulega gríðarlegar áhyggjur af þessu. Þetta er eina ríkisstofnunin í Ölfusinu öllu. Þannig að manni fyndist í lófa lagi hjá ríkinu að standa betur að þessum málum. Þetta er ákveðin hornsteinn af allri garðyrkju á Íslandi og þarna hefur verið búið til alveg ótrúleg verðmæti í formi mannauðs þannig að það þarf að standa betur að verki þar“, segir Elliði. Boðið er upp á starfsmenntanám í Garðyrkjuskólanum, sem tengist atvinnugreinum, sem unnið er við. Það er til dæmis ylræktarbraut í skólanum og skrúðgarðyrkjubraut, auk garðplöntubrautar svo eitthvað sé nefnt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er þetta skandall hvernig staðið er að þessum málum eða hvað? „Það er allavega öllum ljóst að þarna þarf að gera betur. Við getum ekki rekið skólahúsnæði eða rekið fræðslustarf í skólahúsnæði eins og það er þarna. Það er hreinlega að hruni komið og sums staðar hrun“, segir bæjarstjórinn. En hvað með ábyrgð Sveitarfélagsins Ölfuss, getur það ekkert gert til að hjálpa skólanum með viðhald og annað slíkt til að halda honum áfram í sveitarfélaginu eða hvað ? „Já að sjálfsögðu getum við gert það og höfum mikinn og ríkan vilja en þetta er hins vegar verkefni ríkisins og við getum hvorki farið að reka hér löggæslu, tollinnheimtu eða nokkuð annað, sem ríkið er að gera en við þurfum hins vegar að biðla til þeirra að standa betur að hvað þetta varðar og ég er bjartsýnn á það,“ segir Elliði. Opið hús var í Garðyrkjuskólanum á Sumardaginn fyrsta eins og alltaf. Hér fremst á myndinni er Soffía Sveinsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands og Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Fjölbrautaskóla Suðurlands er garðyrkjunámið er í þeim skóla
Ölfus Garðyrkja Skóla- og menntamál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira