„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. maí 2025 21:32 Hörður er stoðsendingahæsti leikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar. vísir / diego Hörður Axel Vilhjálmsson er hættur í körfubolta. Álftanes féll úr leik í úrslitakeppninni gegn Tindastóli í kvöld og Hörður tilkynnti eftir leik að skórnir væru á leið upp á hillu. „Auðvitað hefði ég viljað enda ferilinn á sigurleik. Ég er svekktur eins og staðan er núna, að tapa þessum leik, en svo eftir nokkra daga fer maður að líta til baka á það sem maður hefur áorkað. Þá kannski lítur maður til baka með stolti, eða ekki, ég veit það ekki. Ég veit bara að þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ sagði Hörður í viðtali við Andra Má Eggertsson á Stöð 2 Sport eftir leik. Álftanes tapaði með fimmtán stigum og Stólarnir komust áfram í úrslit. Tindastóll sendi Álftanes í sumarfrí, og lauk ferli Harðar, í kvöld.vísir / diego Hörður hefur verið einn besti leikstjórnandi landsins um árabil. Hann gekk til liðs við Álftanes þegar liðið komst upp í úrvalsdeild fyrir tveimur árum. Á þeim tíma hefur hann farið með liðinu í átta liða úrslit gegn Keflavík og undanúrslit gegn Tindastóli, auk þess að hafa náð í undanúrslit bikarkeppninnar á síðasta tímabili. Hann hefur einnig spilað með Keflavík hér á landi, og áður Njarðvík og Fjölni þar sem hann er uppalinn, komið víða við erlendis og meðal annars spilað sem atvinnumaður í Þýskalandi og á Spáni. Fyrir íslenska landsliðið á Hörður að baki 86 leiki en hann fór með liðinu á tvö Evrópumót. „EuroBasket 2015 var held ég toppurinn, það var einstakt, en á sama tíma er fullt af hlutum sem standa upp úr. Eins og í dag, að spila minn seinasta leik með bróður minn sem þjálfara og besta vin minn með mér í liðinu, það er eitthvað sem ég er mjög ánægður með og stoltur af því að vera hluti af því sem er að gerast hér á Álftanesi.“ Hörður í leik með íslenska landsliðinu. Hátindur ferilsins hjá honum var EuroBasket 2015. vísir Í janúar á síðasta ári varð Hörður stoðsendingahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar frá upphafi, með yfir tvö þúsund stoðsendingar á sínum ferli. Hann sagðist ekki viss um hvað tæki við að ferlinum loknum, hann ætlaði núna að hlúa að fjölskyldunni og gat ekki svarað því hvort hann myndi koma að þjálfun á næstunni. Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
„Auðvitað hefði ég viljað enda ferilinn á sigurleik. Ég er svekktur eins og staðan er núna, að tapa þessum leik, en svo eftir nokkra daga fer maður að líta til baka á það sem maður hefur áorkað. Þá kannski lítur maður til baka með stolti, eða ekki, ég veit það ekki. Ég veit bara að þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ sagði Hörður í viðtali við Andra Má Eggertsson á Stöð 2 Sport eftir leik. Álftanes tapaði með fimmtán stigum og Stólarnir komust áfram í úrslit. Tindastóll sendi Álftanes í sumarfrí, og lauk ferli Harðar, í kvöld.vísir / diego Hörður hefur verið einn besti leikstjórnandi landsins um árabil. Hann gekk til liðs við Álftanes þegar liðið komst upp í úrvalsdeild fyrir tveimur árum. Á þeim tíma hefur hann farið með liðinu í átta liða úrslit gegn Keflavík og undanúrslit gegn Tindastóli, auk þess að hafa náð í undanúrslit bikarkeppninnar á síðasta tímabili. Hann hefur einnig spilað með Keflavík hér á landi, og áður Njarðvík og Fjölni þar sem hann er uppalinn, komið víða við erlendis og meðal annars spilað sem atvinnumaður í Þýskalandi og á Spáni. Fyrir íslenska landsliðið á Hörður að baki 86 leiki en hann fór með liðinu á tvö Evrópumót. „EuroBasket 2015 var held ég toppurinn, það var einstakt, en á sama tíma er fullt af hlutum sem standa upp úr. Eins og í dag, að spila minn seinasta leik með bróður minn sem þjálfara og besta vin minn með mér í liðinu, það er eitthvað sem ég er mjög ánægður með og stoltur af því að vera hluti af því sem er að gerast hér á Álftanesi.“ Hörður í leik með íslenska landsliðinu. Hátindur ferilsins hjá honum var EuroBasket 2015. vísir Í janúar á síðasta ári varð Hörður stoðsendingahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar frá upphafi, með yfir tvö þúsund stoðsendingar á sínum ferli. Hann sagðist ekki viss um hvað tæki við að ferlinum loknum, hann ætlaði núna að hlúa að fjölskyldunni og gat ekki svarað því hvort hann myndi koma að þjálfun á næstunni.
Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira