Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. maí 2025 12:29 Anthony Albanese forsætisráðherra ávarpaði stuðningsfólk sitt í höfuðstöðvum Verkamannaflokksins þegar ljóst var að flokkurinn hlyti fleiri þingsæti en íhaldsmenn. AP/Rick Rycroft Verkamannaflokki Anthonys Albanese, sitjandi forsætisráðherra Ástralíu, hefur verið lýst sigri í þingkosningum sem fram fóru í nótt. Peter Dutton oddviti Frjálslynda íhaldsflokksins, helsta stjórnarandstöðuflokksins, gekkst við ósigrinum og óskaði forsætisráðherranum til hamingju. Flokkur Dutton beið ekki aðeins ósigur heldur missti Dutton einnig sæti sitt á þingi til Verkamannaflokksins. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Anthony Albanese forsætisráðherra boðaði til þingkosninga í lok mars og stefndi í harða baráttu. Albanese hét því að standa við gefnar skuldbindingar í loftslagsmálum, orkumálum og bregðast við háum framfærslukostnaði ástralsks almennings. Trump hafði sitt að segja Eins og fram hefur komið hefur viðskiptasamband Ástralíu við Bandaríkin vegið þungt í aðdraganda kosninganna en rúmur mánuður er síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði tollahækkanir á Ástrali. Áður en Trump var settur í embættið var Íhaldsflokknum spáð öruggum sigri en ljóst er nú að Verkamannaflokkurinn heldur velli. Sjá einnig: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Enn hefur aðeins hluti atkvæða verið talin og því liggur ekki ljóst fyrir hvort Verkamannaflokkurinn haldi meirihluta sínum. Hann verður þó eftir sem áður stærsti flokkurinn á þingi þeirra Ástrala og því heldur Anthony Albanese forsætisráðherrastólnum. Ástralir hafi kosið bjartsýni Albanese, eða Albo eins og hann er gjarnan kallaður, ávarpaði stuðningsfólk sitt í höfuðstöðvum Verkamannaflokksins. Hann sagði Ástrali hafa kosið bjartsýni. „Í dag hefur ástralska þjóðin kosið áströlsk gildi. Sanngirni, metnað og tækifæri fyrir alla. Hún hefur kosið styrkinn til að sýna hugrekki í mótlæti og nauðstöddum örlæti. Og Ástralir hafa kosið framtíð sem stendur vörð um þessi gildi, framtíð sem byggir á öllu því sem sameinar okkur sem Ástrala og öllu því sem gerir þjóð okkar sérstaka í heiminum,“ sagði Albanese stuðningsfólki sínu þegar ljóst varð í hvað stefndi. Ástralía Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Peter Dutton oddviti Frjálslynda íhaldsflokksins, helsta stjórnarandstöðuflokksins, gekkst við ósigrinum og óskaði forsætisráðherranum til hamingju. Flokkur Dutton beið ekki aðeins ósigur heldur missti Dutton einnig sæti sitt á þingi til Verkamannaflokksins. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Anthony Albanese forsætisráðherra boðaði til þingkosninga í lok mars og stefndi í harða baráttu. Albanese hét því að standa við gefnar skuldbindingar í loftslagsmálum, orkumálum og bregðast við háum framfærslukostnaði ástralsks almennings. Trump hafði sitt að segja Eins og fram hefur komið hefur viðskiptasamband Ástralíu við Bandaríkin vegið þungt í aðdraganda kosninganna en rúmur mánuður er síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði tollahækkanir á Ástrali. Áður en Trump var settur í embættið var Íhaldsflokknum spáð öruggum sigri en ljóst er nú að Verkamannaflokkurinn heldur velli. Sjá einnig: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Enn hefur aðeins hluti atkvæða verið talin og því liggur ekki ljóst fyrir hvort Verkamannaflokkurinn haldi meirihluta sínum. Hann verður þó eftir sem áður stærsti flokkurinn á þingi þeirra Ástrala og því heldur Anthony Albanese forsætisráðherrastólnum. Ástralir hafi kosið bjartsýni Albanese, eða Albo eins og hann er gjarnan kallaður, ávarpaði stuðningsfólk sitt í höfuðstöðvum Verkamannaflokksins. Hann sagði Ástrali hafa kosið bjartsýni. „Í dag hefur ástralska þjóðin kosið áströlsk gildi. Sanngirni, metnað og tækifæri fyrir alla. Hún hefur kosið styrkinn til að sýna hugrekki í mótlæti og nauðstöddum örlæti. Og Ástralir hafa kosið framtíð sem stendur vörð um þessi gildi, framtíð sem byggir á öllu því sem sameinar okkur sem Ástrala og öllu því sem gerir þjóð okkar sérstaka í heiminum,“ sagði Albanese stuðningsfólki sínu þegar ljóst varð í hvað stefndi.
Ástralía Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira