Hefur áhyggjur af arftaka sínum Bjarki Sigurðsson skrifar 2. maí 2025 19:04 Einar Þorsteinsson og Heiða Björg Hilmisdóttir þegar Heiða tók við sem borgarstjóri í febrúar. Vísir/Vilhelm A-hluti Reykjavíkurborgar skilaði tæplega fimm milljarða króna afgangi í fyrra. Um er að ræða tæplega tíu milljarða viðsnúning frá 2023. Borgarstjóri segist bjartsýn á framhaldið en fyrrverandi borgarstjóri segir óttast að árangurinn verði horfinn undir lok árs. Árið 2024 skilaði A-hluti borgarinnar, sem er sú starfsemi sem er að hluta eða öllu leyti fjármögnuð með skatttekjum, fjögurra komma sjö milljarða afgangi, samanborið við fimm milljarða halla árið 2023. Árið 2022 var hallinn tæpir sextán milljarðar og því tuttugu milljarða viðsnúningur á tveimur árum. „Það er mikilvægt að skila afgangi og það er mjög gaman þegar hann er meiri en maður gerði ráð fyrir. Þetta sýnir líka að það plan sem við settum upp þegar við vorum að fara í gegnum Covid er að skila sér. Það var rétt ákvörðun að ákveða að vaxa út úr vandanum þó það hefði í för með sér nokkur erfið ár í rekstri,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri. Heiða segir viðsnúninginn meðal annars mega rekja til lægri vaxta, hærra hlutfalls vinnandi fólks í borginni og öruggra stjórnarhátta borgarstjórnar. „Við ætlum okkur auðvitað að reksturinn verði enn þá betri á þessu ári og næsta. Það er mikilvægt. A-hlutinn er þessi eiginlegi sjóður sem við eigum öll saman og á að standa undir kostnaði við grunnþjónustu við okkur og uppbyggingu innan borgarinnar. Það er mjög mikilvægt að hann sé sjálfbær,“ segir Heiða. Allt árið 2024 var Einar Þorsteinsson borgarstjóri. Hann fagnar góðum ársreikningi, en óttast um framhaldið. „Þetta er hægt ef viljinn er fyrir hendi. En ég verð að segja að það er dálítið hjákátlegt að sjá nýjan meirihluta sem er með borgarstjóra sem er kannski aðalbrennuvargurinn í fjármálum borgarinnar, koma og halda blaðamannafund til að hrósa slökkviliðinu. En gott og vel, ég treysti því að vil höldum áfram á þessari braut. En því miður vekja áherslur nýs meirihluta áhyggjur og ég óttast að nýr meirihluti muni eyða þeim góða árangri sem við náðum á því ári sem við stýrðum borginni,“ segir Einar. Borgarstjórn Reykjavík Rekstur hins opinbera Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Árið 2024 skilaði A-hluti borgarinnar, sem er sú starfsemi sem er að hluta eða öllu leyti fjármögnuð með skatttekjum, fjögurra komma sjö milljarða afgangi, samanborið við fimm milljarða halla árið 2023. Árið 2022 var hallinn tæpir sextán milljarðar og því tuttugu milljarða viðsnúningur á tveimur árum. „Það er mikilvægt að skila afgangi og það er mjög gaman þegar hann er meiri en maður gerði ráð fyrir. Þetta sýnir líka að það plan sem við settum upp þegar við vorum að fara í gegnum Covid er að skila sér. Það var rétt ákvörðun að ákveða að vaxa út úr vandanum þó það hefði í för með sér nokkur erfið ár í rekstri,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri. Heiða segir viðsnúninginn meðal annars mega rekja til lægri vaxta, hærra hlutfalls vinnandi fólks í borginni og öruggra stjórnarhátta borgarstjórnar. „Við ætlum okkur auðvitað að reksturinn verði enn þá betri á þessu ári og næsta. Það er mikilvægt. A-hlutinn er þessi eiginlegi sjóður sem við eigum öll saman og á að standa undir kostnaði við grunnþjónustu við okkur og uppbyggingu innan borgarinnar. Það er mjög mikilvægt að hann sé sjálfbær,“ segir Heiða. Allt árið 2024 var Einar Þorsteinsson borgarstjóri. Hann fagnar góðum ársreikningi, en óttast um framhaldið. „Þetta er hægt ef viljinn er fyrir hendi. En ég verð að segja að það er dálítið hjákátlegt að sjá nýjan meirihluta sem er með borgarstjóra sem er kannski aðalbrennuvargurinn í fjármálum borgarinnar, koma og halda blaðamannafund til að hrósa slökkviliðinu. En gott og vel, ég treysti því að vil höldum áfram á þessari braut. En því miður vekja áherslur nýs meirihluta áhyggjur og ég óttast að nýr meirihluti muni eyða þeim góða árangri sem við náðum á því ári sem við stýrðum borginni,“ segir Einar.
Borgarstjórn Reykjavík Rekstur hins opinbera Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira