Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. maí 2025 18:51 Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur kom saman á Bessastöðum þar sem forseti Íslands fékk afhent kerti til styrktar sjóðnum. Halla Tómasdóttir forseti Íslands, Marly Gomes styrkþegi og Guðríður Sigurðardóttir formaður menntunarsjóðsins. Vísir/Anton Brink Einstæð móðir í fasteignasölunámi sér fram á fjárhagslegt öryggi í framtíðinni þökk sé styrks úr menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Sjóðurinn styrkir tekjulágar konur, oft einstæðar mæður mæður, til menntunar, svo að þær eigi betri möguleika á góðu framtíðarstarfi. Til Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur leitar fjöldi hæfileikaríkra kvenna vegna bágs efnahags, en gætu átt kost á betri lífskjörum ef þær fengju stuðning til að afla sér menntunar. Undanfarin ár hefur sjóðurinn veitt 465 styrki. Nám alls ekki ókeypis Styrkþegum er veittur styrkur út námsferilinn svo lengi sem þær sýna fram á námsárangur að skólaári loknu. Einn styrkþeganna er Marly Gomes, einstæð móðir sem stundar nám til löggildingar fasteignasala. Slíkt nám er kostnaðarsamt, en á vef Endurmenntunar HÍ stendur til að mynda að námið kosti tæplega 1,9 milljón króna. „Þær styrkja okkur um skólagjöldin og kaupa bækur og allt sem þarf. Svo lengi sem þú ert að sýna fram á námsárangur þá halda þær áfram að styrkja þig.“ útskýrir Marly í samtali við fréttastofu. Frá athöfninni í dag. Vísir/Anton Brink „Ég hef líka fengið aukahjálp, matarúthlutun og ef það er eitthvað sem krakkarnir þurfa þá hef ég fengið aðstoð með það frá Mæðrastyrksnefnd. Þær halda mjög vel utan um einstæðar mæður.“ Breytir lífum margra Marly er hálfnuð með námið, sem telur tvö ár, og segir að án styrksins hefði hún ekki efni á því. „Það væri að sjálfsögðu annars miklu erfiðara að fara í þetta nám. Þess vegna er ég mjög þakklát fyrir að fólk styrki okkur til þess að við einstæðir foreldrar fáum tækifæri til að fara í nám sem okkur langar í en höfum ekki beinlínis efni á að borga sjálf. Þannig að mér finnst þetta skipta sköpum.“ Fulltrúar Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar afhentu Höllu Tómasdóttur forseta Íslands kerti til styrktar málefninu þegar fjáröflun ársins var hleypt af stokkunum við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Marly var meðal viðstaddra. Gestalistinn bauð upp á sannkallaða kvennaveislu. Vísir/Anton Brink „Þetta var æðislega gaman að hitta Höllu, hún er svo jarðbundin og góð manneskja. Hún var ekkert að setja sig á háan stall heldur er kona fólksins.“ Hún þakkar þeim sem hafa lagt sitt af mörkum til söfnunarinnar. „Þetta breytir lífi svo margra kvenna sem vilja fara í skóla en sjá ekki fram á það, en með hjálp Mæðrastyrksnefndar hafa þær látið drauma sína rætast. Og aukið lífsgæði sín og barnanna sinna, sem er svo mikilvægur hluti af lífinu.“ Hún sér fyrir sér að geta staðið á eigin fótum og verið fjárhagslega örugg að námi loknu. „Að ég verð ekki lengur bara, hvernig get ég reddað mér? Heldur fjárhagslega örugg. Það skiptir miklum sköpum.“ Söfnun Mæðrastyrksnefndar fer fram ár hvert. Vísir/Anton Brink Forseti Íslands Skóla- og menntamál Háskólar Góðverk Halla Tómasdóttir Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Fimm karlmenn handteknir eftir byssuskot Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira
Sjóðurinn styrkir tekjulágar konur, oft einstæðar mæður mæður, til menntunar, svo að þær eigi betri möguleika á góðu framtíðarstarfi. Til Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur leitar fjöldi hæfileikaríkra kvenna vegna bágs efnahags, en gætu átt kost á betri lífskjörum ef þær fengju stuðning til að afla sér menntunar. Undanfarin ár hefur sjóðurinn veitt 465 styrki. Nám alls ekki ókeypis Styrkþegum er veittur styrkur út námsferilinn svo lengi sem þær sýna fram á námsárangur að skólaári loknu. Einn styrkþeganna er Marly Gomes, einstæð móðir sem stundar nám til löggildingar fasteignasala. Slíkt nám er kostnaðarsamt, en á vef Endurmenntunar HÍ stendur til að mynda að námið kosti tæplega 1,9 milljón króna. „Þær styrkja okkur um skólagjöldin og kaupa bækur og allt sem þarf. Svo lengi sem þú ert að sýna fram á námsárangur þá halda þær áfram að styrkja þig.“ útskýrir Marly í samtali við fréttastofu. Frá athöfninni í dag. Vísir/Anton Brink „Ég hef líka fengið aukahjálp, matarúthlutun og ef það er eitthvað sem krakkarnir þurfa þá hef ég fengið aðstoð með það frá Mæðrastyrksnefnd. Þær halda mjög vel utan um einstæðar mæður.“ Breytir lífum margra Marly er hálfnuð með námið, sem telur tvö ár, og segir að án styrksins hefði hún ekki efni á því. „Það væri að sjálfsögðu annars miklu erfiðara að fara í þetta nám. Þess vegna er ég mjög þakklát fyrir að fólk styrki okkur til þess að við einstæðir foreldrar fáum tækifæri til að fara í nám sem okkur langar í en höfum ekki beinlínis efni á að borga sjálf. Þannig að mér finnst þetta skipta sköpum.“ Fulltrúar Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar afhentu Höllu Tómasdóttur forseta Íslands kerti til styrktar málefninu þegar fjáröflun ársins var hleypt af stokkunum við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Marly var meðal viðstaddra. Gestalistinn bauð upp á sannkallaða kvennaveislu. Vísir/Anton Brink „Þetta var æðislega gaman að hitta Höllu, hún er svo jarðbundin og góð manneskja. Hún var ekkert að setja sig á háan stall heldur er kona fólksins.“ Hún þakkar þeim sem hafa lagt sitt af mörkum til söfnunarinnar. „Þetta breytir lífi svo margra kvenna sem vilja fara í skóla en sjá ekki fram á það, en með hjálp Mæðrastyrksnefndar hafa þær látið drauma sína rætast. Og aukið lífsgæði sín og barnanna sinna, sem er svo mikilvægur hluti af lífinu.“ Hún sér fyrir sér að geta staðið á eigin fótum og verið fjárhagslega örugg að námi loknu. „Að ég verð ekki lengur bara, hvernig get ég reddað mér? Heldur fjárhagslega örugg. Það skiptir miklum sköpum.“ Söfnun Mæðrastyrksnefndar fer fram ár hvert. Vísir/Anton Brink
Forseti Íslands Skóla- og menntamál Háskólar Góðverk Halla Tómasdóttir Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Fimm karlmenn handteknir eftir byssuskot Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira