Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. maí 2025 18:51 Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur kom saman á Bessastöðum þar sem forseti Íslands fékk afhent kerti til styrktar sjóðnum. Halla Tómasdóttir forseti Íslands, Marly Gomes styrkþegi og Guðríður Sigurðardóttir formaður menntunarsjóðsins. Vísir/Anton Brink Einstæð móðir í fasteignasölunámi sér fram á fjárhagslegt öryggi í framtíðinni þökk sé styrks úr menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Sjóðurinn styrkir tekjulágar konur, oft einstæðar mæður mæður, til menntunar, svo að þær eigi betri möguleika á góðu framtíðarstarfi. Til Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur leitar fjöldi hæfileikaríkra kvenna vegna bágs efnahags, en gætu átt kost á betri lífskjörum ef þær fengju stuðning til að afla sér menntunar. Undanfarin ár hefur sjóðurinn veitt 465 styrki. Nám alls ekki ókeypis Styrkþegum er veittur styrkur út námsferilinn svo lengi sem þær sýna fram á námsárangur að skólaári loknu. Einn styrkþeganna er Marly Gomes, einstæð móðir sem stundar nám til löggildingar fasteignasala. Slíkt nám er kostnaðarsamt, en á vef Endurmenntunar HÍ stendur til að mynda að námið kosti tæplega 1,9 milljón króna. „Þær styrkja okkur um skólagjöldin og kaupa bækur og allt sem þarf. Svo lengi sem þú ert að sýna fram á námsárangur þá halda þær áfram að styrkja þig.“ útskýrir Marly í samtali við fréttastofu. Frá athöfninni í dag. Vísir/Anton Brink „Ég hef líka fengið aukahjálp, matarúthlutun og ef það er eitthvað sem krakkarnir þurfa þá hef ég fengið aðstoð með það frá Mæðrastyrksnefnd. Þær halda mjög vel utan um einstæðar mæður.“ Breytir lífum margra Marly er hálfnuð með námið, sem telur tvö ár, og segir að án styrksins hefði hún ekki efni á því. „Það væri að sjálfsögðu annars miklu erfiðara að fara í þetta nám. Þess vegna er ég mjög þakklát fyrir að fólk styrki okkur til þess að við einstæðir foreldrar fáum tækifæri til að fara í nám sem okkur langar í en höfum ekki beinlínis efni á að borga sjálf. Þannig að mér finnst þetta skipta sköpum.“ Fulltrúar Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar afhentu Höllu Tómasdóttur forseta Íslands kerti til styrktar málefninu þegar fjáröflun ársins var hleypt af stokkunum við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Marly var meðal viðstaddra. Gestalistinn bauð upp á sannkallaða kvennaveislu. Vísir/Anton Brink „Þetta var æðislega gaman að hitta Höllu, hún er svo jarðbundin og góð manneskja. Hún var ekkert að setja sig á háan stall heldur er kona fólksins.“ Hún þakkar þeim sem hafa lagt sitt af mörkum til söfnunarinnar. „Þetta breytir lífi svo margra kvenna sem vilja fara í skóla en sjá ekki fram á það, en með hjálp Mæðrastyrksnefndar hafa þær látið drauma sína rætast. Og aukið lífsgæði sín og barnanna sinna, sem er svo mikilvægur hluti af lífinu.“ Hún sér fyrir sér að geta staðið á eigin fótum og verið fjárhagslega örugg að námi loknu. „Að ég verð ekki lengur bara, hvernig get ég reddað mér? Heldur fjárhagslega örugg. Það skiptir miklum sköpum.“ Söfnun Mæðrastyrksnefndar fer fram ár hvert. Vísir/Anton Brink Forseti Íslands Skóla- og menntamál Háskólar Góðverk Halla Tómasdóttir Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Sjóðurinn styrkir tekjulágar konur, oft einstæðar mæður mæður, til menntunar, svo að þær eigi betri möguleika á góðu framtíðarstarfi. Til Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur leitar fjöldi hæfileikaríkra kvenna vegna bágs efnahags, en gætu átt kost á betri lífskjörum ef þær fengju stuðning til að afla sér menntunar. Undanfarin ár hefur sjóðurinn veitt 465 styrki. Nám alls ekki ókeypis Styrkþegum er veittur styrkur út námsferilinn svo lengi sem þær sýna fram á námsárangur að skólaári loknu. Einn styrkþeganna er Marly Gomes, einstæð móðir sem stundar nám til löggildingar fasteignasala. Slíkt nám er kostnaðarsamt, en á vef Endurmenntunar HÍ stendur til að mynda að námið kosti tæplega 1,9 milljón króna. „Þær styrkja okkur um skólagjöldin og kaupa bækur og allt sem þarf. Svo lengi sem þú ert að sýna fram á námsárangur þá halda þær áfram að styrkja þig.“ útskýrir Marly í samtali við fréttastofu. Frá athöfninni í dag. Vísir/Anton Brink „Ég hef líka fengið aukahjálp, matarúthlutun og ef það er eitthvað sem krakkarnir þurfa þá hef ég fengið aðstoð með það frá Mæðrastyrksnefnd. Þær halda mjög vel utan um einstæðar mæður.“ Breytir lífum margra Marly er hálfnuð með námið, sem telur tvö ár, og segir að án styrksins hefði hún ekki efni á því. „Það væri að sjálfsögðu annars miklu erfiðara að fara í þetta nám. Þess vegna er ég mjög þakklát fyrir að fólk styrki okkur til þess að við einstæðir foreldrar fáum tækifæri til að fara í nám sem okkur langar í en höfum ekki beinlínis efni á að borga sjálf. Þannig að mér finnst þetta skipta sköpum.“ Fulltrúar Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar afhentu Höllu Tómasdóttur forseta Íslands kerti til styrktar málefninu þegar fjáröflun ársins var hleypt af stokkunum við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Marly var meðal viðstaddra. Gestalistinn bauð upp á sannkallaða kvennaveislu. Vísir/Anton Brink „Þetta var æðislega gaman að hitta Höllu, hún er svo jarðbundin og góð manneskja. Hún var ekkert að setja sig á háan stall heldur er kona fólksins.“ Hún þakkar þeim sem hafa lagt sitt af mörkum til söfnunarinnar. „Þetta breytir lífi svo margra kvenna sem vilja fara í skóla en sjá ekki fram á það, en með hjálp Mæðrastyrksnefndar hafa þær látið drauma sína rætast. Og aukið lífsgæði sín og barnanna sinna, sem er svo mikilvægur hluti af lífinu.“ Hún sér fyrir sér að geta staðið á eigin fótum og verið fjárhagslega örugg að námi loknu. „Að ég verð ekki lengur bara, hvernig get ég reddað mér? Heldur fjárhagslega örugg. Það skiptir miklum sköpum.“ Söfnun Mæðrastyrksnefndar fer fram ár hvert. Vísir/Anton Brink
Forseti Íslands Skóla- og menntamál Háskólar Góðverk Halla Tómasdóttir Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda